Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021
„Ég er með þá einföldu reglu sem
er bara að elta konuna. Ef ég þarf
að velja á milli þá vel ég þar sem
eru fleiri konur,“ segir kvikmynda-
klipparinn Elísabet Ronaldsdóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Í
afar lúinni byggingu við Hverfisgötu
finn ég klipparann Elísabetu Ronalds-
dóttur þar sem hún hefur hreiðrað um
sig í öggulítilli skrifstofu með útsýni yf-
ir lögreglustöðina. Elísabet er nýkomin
til landsins, búin að afplána sína sóttkví og
byrjuð í fjarvinnu fyrir stórt kvikmyndaver í
Hollywood. Á skrifstofunni er skrifborð, tveir
tölvuskjáir og ein hálftóm hilla og á veggnum
hanga þrjú viðurkenningarskjöl, eitt þeirra
merkt stórmyndinni Atomic Blonde. Þær
hanga allar undarlega í hnapp og Elísabet af-
sakar sig og segist hafa hengt þetta á nagla
sem voru fyrir; hún eigi eftir að gera kósí. Það
er að minnsta kosti enginn Hollywood-bragur
yfir herberginu, enda er það ekkert sem El-
ísabet sækist eftir. Því þrátt fyrir velgengni
vestan hafs er Elísabet hógvær; hún er ánægð
með sig og sína og finnst ekkert merkilegra að
tala við séra Jón en Jón.
Eftir langt spjall um lífið og tilveruna er
ljóst að hér er töffari á ferð; hún er blátt
áfram, sjálfstæð fjögurra barna móðir sem
unnið hefur hörðum höndum alla ævi. Elísabet
hefur lifað viðburðaríku og skemmtilegu lífi
sem hefur leitt hana í hin ýmsu ævintýri um
heim allan, en líka í gegnum erfiðleika. Hún
sigraðist á fjórða stigs krabbameini en segir
veikindin ekki hafa breytt sér á neinn hátt.
Afinn sem hvarf
Ronald er ekki algengt nafn á Íslandi og talið
berst strax að afa hennar sem var grísk-
amerískur og hafði komið hingað sem hermað-
ur í stríðinu.
„Hann giftist ömmu og þau voru á leiðinni að
flytja til Bandaríkjanna en amma var ólétt og
skipaferðir óöruggar vegna loftárása. Hann fór
því á undan að undirbúa allt og hún ætlaði að
koma eftir að barnið væri fætt. Svo bara hvarf
hann og fannst ekki aftur fyrr en fyrir nokkrum
árum síðar, og þá í líkhúsi. Ógiftur og barnlaus,
fyrir utan pabba auðvitað,“ segir Elísabet.
„Pabbi var skírður Ronald í höfuðið á uppá-
haldsleikara afa, Ronald Reagan. Pabbi er alls
ekki hrifinn af þessari nafnasögu,“ segir hún
sposk.
Elísabet segir allt þetta mál hið undarleg-
asta því ekkert benti til að þessi maður myndi
yfirgefa ólétta eiginkonu sína á Íslandi.
„Það veit enginn hvað gerðist; hvað kom fyr-
ir hann.“
Fjölskyldan hefur ekkert frekar reynt að
komast til botns í málinu, enda segir Elísabet
manninn ekkert tengdan þeim, nema blóðbönd-
um. En vissulega hafa þau velt þessu fyrir sér.
En vegna þess að þessi dularfulli hermaður
kom inn í líf ungrar konu á Íslandi fyrir margt
löngu situr blaðamaður og ræðir við stórklipp-
arann Elísabetu Ronaldsdóttur.
Svona er lífið tilviljanakennt.
Unglingaást og barn
Elísabet segist alltaf hafa verið sjálfstæð og
var rétt nýfermd þegar hún fór fyrst ein til út-
landa.
„Ég fór sem au-pair til Svíþjóðar og var það
mikið ævintýri. Ég man að ég kom heim með
tvö hundruð filmur til að framkalla, en ég hafði
tekið myndir af öllu; póstkössum og ljósa-
staurum. Það var allt svo framandi og frá-
bært,“ segir hún og hlær.
Þú hefur verið svona ung au-pair?
„Þetta voru aðrir tímar; nú eru allir svo
verndaðir. Ég var um tíu ára þegar ég byrjaði
að vinna á kvöldin og um helgar hjá kaup-
manninum á horninu. Ég man ekki öðruvísi
eftir mér en vinnandi,“ segir hún.
Elísabet gekk í Hagaskóla og Mennta-
skólann í Reykjavík en á unglingsárunum
flutti hún til Svíþjóðar með foreldrum sínum
sem fluttu þangað alflutt.
„En ég var bara úti í eitt ár því ég var svo
hræðilega ástfangin,“ segir hún og brosir.
Kærastinn kom út til Elísabetar eitt sumar
og svo fluttu þau heim til Íslands.
„Ég bjó þá heima hjá Jóhönnu Kristjóns-
dóttur vinkonu minni, en hún er móðir hans.
Elsku Jóhanna tók okkur inn, brjálaða ung-
linga,“ segir hún en umræddur maður er
Hrafn Jökulsson.
„Við eignuðumst svo Mána en skildum fljót-
lega en við Jóhanna vorum alltaf bestu vinir og
í öll þessi ár þar til hún dó. Hún var áhrifavald-
ur í mínu lífi,“ segir Elísabet sem var aðeins
átján ára þegar frumburðurinn fæddist.
Fjaraði samband ykkar bara út?
„Nei, nei! Fór út eins og sprengja, kjarn-
orkusprengja. En við höfum nú jafnað okkur á
því með árunum, enda eru þetta 37 ár síðan.
Við vorum auðvitað bara unglingar, og kannski
skrítnir unglingar.“
Ritari skattrannsóknarstjóra
Einstæða unga móðirin lét ekki deigan síga og
kláraði stúdentsprófið frá Kvennaskólanum.
„Kennararnir og skólastjórinn voru dásam-
legt fólk og Máni minn fór meira að segja
stundum í pössun til Aðalsteins skólastjóra á
meðan ég tók próf. Þetta er svolítið eins og líf
mitt hefur alltaf verið; hlutirnir einhvern veg-
inn bjargast,“ segir hún.
Eftir stúdentsprófið leitaði Elísabet til vin-
konu sinnar sem vann á ráðningarstofu.
„Ég fékk vinnu sem ritari skattrannsókn-
arstjóra,“ segir hún og hlær.
„Þetta er minn lífsbrandari þótt samstarfs-
fólki mínu þarna hafi kannski ekki fundist
það fyndið. Ég reyndi alveg að skila mínu, en
þegar litið er í baksýnisspegil var þetta und-
arleg u-beygja,“ segir hún og segir vinkon-
una næst hafa komið sér í atvinnuviðtal hjá
Sýn sem var þá kvikmyndagerð þar sem
framleitt var efni fyrir sjónvarp og auglýs-
ingar.
Elísabet byrjaði sem símastúlka en var fljót-
lega farin að sinna öðrum verkum, eins og að
redda „propsi“.
„Ég ákvað svo að fara í kvikmyndaskóla og
fór þá til London en Mána sendi ég til foreldra
minna í Svíþjóð,“ segir Elísabet sem flaug svo
á milli landanna í fríum til að hitta barnið.
„Ég hafði alltaf haft áhuga á ljósmyndun og
þegar ég fór í kvikmyndaskólann var ég með
það á hreinu að leggja fyrir mig kvikmynda-
töku. En svo gerist lífið og ég rataði inn í
klippiherbergið og varð ástfangin af því ferli.
En það var líka það að sú vinna hentaði mér
vel sem einstæðri móður. Það hentar betur að
ráða sínum tíma ein inni í klippiherbergi held-
ur en að stjórna her manns.“
Hlutirnir einhvern veginn bjargast
Kvikmyndaklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir hefur þvælst víða um heim, oft með börn í farteskinu. Hún er nýkomin úr
árslangri útlegð og nýtur þess að vera loks heima. Elísabet hefur unnið við fjölda stórmynda í Hollywood en er með báða fætur
kirfilega á jörðinni. Hún lifði af fjórða stigs krabbamein en segir það ekki hafa breytt sér, hún sé alltaf söm við sig.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’En svo gerist lífið og ég rataðiinn í klippiherbergið og varðástfangin af því ferli. En það varlíka það að sú vinna hentaði mér
vel sem einstæðri móður. Það
hentar betur að ráða sínum tíma
ein inni í klippiherbergi heldur
en að stjórna her manns.