Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 14
Elsku Fiskurinn minn, mikið ertu að fara inn í góða og skemmtilega tíð, því þú munt svo greinilega og skýrt finna að þú hefur þá stjórn sem þú þarft að hafa. Þér finnst alveg ómögulegt ef þú ert ekki við stýrið og ef Guð myndi taka sér frí myndi hann ráða einhvern í Fiska- merkinu til starfa. Því þó þú sért mjúkur, skemmtilegur og ljúfur er eins og þú sofir vakandi til þess að það verði örugglega allt pottþétt á morgun og að allir geri það sem þeir eiga að gera. Það besta af öllu þessu er að það tekur vart nokkur eftir þessari yndislegu stjórnsemi þinni. Og ég vil koma því til skila að stjórnsemi er gott orð, því einhver þarf að stjórna svo við hin getum slakað á. Þetta getur komið illa við þig, elskan mín, vegna þess að þú hefur tilhneigingu til þess að vilja vera fullkominn í öllu. Það getur orðið andlega þreytandi fyrir sjálfið. Það eru litlir sigrar í gangi í kringum þig og þeir munu mynda stóran sigur fyrir þig. Þú hefur á tilfinningunni að allt þurfi að vera langhlaup, en núna er það ekki rétt. Það eru stuttu sprettirnir sem þú tekur og hugmyndirnar sem þú lætur gerast án þess að hugsa of mikið um þær. En það sem er allra best fyrir þig er að hlæja aðeins meira og ef þú ætlar að slaka á, horfðu þá á uppi- stand, talaðu við vin sem hressir þig við, hlauptu út í rigninguna eða gerðu eitthvað sem getur fengið þig til að hlæja eða gera grín að sjálfum þér eða einhverju í lífinu. Þér finnst þetta kannski léttvægt, en þú ert að baka köku sem verður allskonar og til þess þarftu að leyfa ímyndunaraflinu, hugarfluginu og húmornum að blandast í deigið sem þú einn hefur uppskriftina að. Það sem er að hefjast hjá þér núna þarftu að innsigla, alveg eins og þegar góður sölumaður lokar sölunni. Þú hefur efnilegt tengslanet sem er það mikilvægasta sem maður þarf og þú munt ýta á réttu takk- ana á réttum tíma. Í ástinni ertu seiðandi og daðurgjarn og það er viss list sem þú kannt upp á tíu. Stjórnsemi er gott orð FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, þú ert búinn að gefa mikið af þér og í raun hið allra besta til að öðrum líði vel. Og þó þú skiljir þig örlítið út undan er það lykillinn að hamingjunni að efla aðra skil- yrðislaust. Það eina sem fer þér ekki er að vorkenna þér og það er ekki einu sinni góð orka að vor- kenna öðrum. Þar sem ég er í Nautsmerkinu er þetta mín sterkasta setning og ég sérstaklega man að móðir mín sagði við mig þegar hún var á lífi, að þegar mér finnst ég alveg vera að bugast, þá segi ég eins og hún gerði: Æi góða Sigga, hættu þessari vorkunn og væli og svo fer ég bara að hlæja. Því þú getur baðað þig bæði í vinum og fjölskyldu, það elska svo margir að vera nálægt þér, ekki í eina mínútu halda annað. Þú ert að endurnýja kraftinn þinn og að spyrna við fótum, ert að gera umbreytingu á sjálfum þér, hvort sem það tengist útliti eða framgöngu. Þú ert líka að kýla á draumana þína á annan hátt en þú bjóst við. Og þó þú finnir fyrir einhverju innra sleni er það ekkert sem mun tefja þig. Þú átt einnig eftir að sjá mikla breytingu á líðan og tilfinningum og fyrir þá sem eru að skoða í kringum sig og leita að ást eru skilaboðin að hugrekki sé lykillinn að ástinni, þú þarft ekki að leita, þú þarft bara að vita. Það er dæmigert fyrir Naut að gleyma ekki þeim sem þeir hafa elskað áður og er það oft stærsta hindrunin að nýju ástarsambandi. Þú þarft að vita að engin ást er eins og önnur, alveg eins og þú ert þriggja barna foreldri þá elskar þú ekkert af börnunum eins, en þú getur elskað þau jafnt. Gefðu því ástinni möguleika. Eins og okkur Nautunum er umhugað um heimili og ekki að flytja okkur til, þá verða flutningar af einhverjum toga í kortunum áður en vori lýkur. Það verður betri afkoma en þú þorðir að vona, sérstaklega þegar á líður og þá færðu og finnurðu meira öryggi en þú hefur haft. Gefðu ástinni möguleika NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, það hefur verið töluverð innri spenna hjá þér og þig langar svo frá þínum innstu hjartarótum að laga hlutina og að allt gangi svo miklu betur. Og ég get sagt þér það að lífið er að leysa vandamálin þín. Uppspretta alls veit alveg nákvæmlega hvers þú þarfnast, svo leyfðu þér að slaka aðeins meira á og hvíla þig, ef þú þarft þess. Þú færð bestu hugmyndirnar þínar þegar þú vaknar, en þú þarft að skrifa strax niður hvað þýtur þá um huga þinn. Því þegar þú ert milli svefns og vöku ertu svo sterkt tengdur yfir í aðra vídd og þetta gerist líka þegar þú ert að sofna. Það eina sem þú þarft að gera er að hafa penna og blað við hliðina á rúmstokknum og punkta niður myndir hugans. Þú ert sérstaklega með teng- ingu í þessum mánuði, en samt er eins og þú sért búinn að vera að reka þig á veggi. Og þetta er vegna þess að þú ert að ryðjast áfram án þess að hlusta betur á skilaboðin sem er beint til þín. Þegar fram í sækir og fer að glitta í vorið, þá ertu bæði búinn að ákveða ferðalög sem þú bjóst ekki við og líka búinn að halda upp á hversu vel hefur gengið í flestum þeim þáttum sem þú ert að spenna hugann yfir. Þú getur dottið í þráhyggjuhugsanir sem skemma fyrir þér, en þegar þú slakar á huganum koma svörin hvert af öðru um hvað best væri að gera. Þú hefur svo mikla útgeislun þegar þér líð- ur vel að þú lýsir eins og sólin og þá lýsirðu öðrum leið. En þegar tilfinningaorka þín er lág, þá sést ekki í þig. Þitt er valið. Þess vegna þarftu að leiða huga þinn eða að nota þá hugleiðslu sem þér finnst best. Ég dró þitt Abracadabra-setningaspil sem lokaorð til þín og þar stendur: Ef þú værir hús myndu allir vilja búa í því. Lífið leysir vandamálin KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, í huganum ertu að berjast á mörgum vígstöðvum og á mörgum þeirra finnst þér þú alls ekki vera sáttur. Stundum getur það verið stoltið eða egóið sem er að naga þig og þá finnst þér allt svo ómögulegt og þá ekkert vera að ganga eins og þú vilt. Þú hefur þann kost að vera óþolinmóður og krefst þess vegna af sjálfum þér að gera eitthvað í málunum. Á þessum undurskrýtnu tímum sem við erum á getur þú samt séð að það er svo margt sem þú hefur látið gerast og svo margt sem þú hefur afrekað. En hugur þinn er eitthvað svo tilbúinn til að sjá það sem ekki gengur 100%. Og þá verðurðu að skoða; hvað viltu og hver er tilgangurinn með lífi þínu? Hann er svo sannarlega sá að láta sér líða vel og vera hamingju- samur og þú skalt þeyta því inn í hugann á þér að erfiðleikar geti verið mjög góðir, því í þér býr mikil keppnismanneskja í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur og þá er ég alls ekki að segja að þú sért að keppa við aðra. Næstu 90 dagar í lífi þínu skapa þér skýra mynd af því hvað þú getur og hver þú ert. Þú setur þér nákvæm markmið og stendur með pálmann í höndunum og berð sigur af hólmi sem eflir stolt þitt og kitlar egóið þitt. Sú hræðsla sem þér finnst vera að ógna þér er ekkert sem skiptir máli og þú munt sjá það greinilega þegar líða tekur á þennan mán- uð. Venus svífur yfir merkinu þínu og eflir ástina, en getur líka rofið samskipti ef tilgangurinn er lítill sem enginn. Ríkjandi pláneta þín Mars er sterkasta aflið þitt og mun gefa þér árang- ur, skapa þér ástríðufullar tengingar og útkoman er hrein ánægja. Keppnisskap knýr áfram HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, rétt fyrir síðustu mánaðamót breyttist tíðni þín og orka, þá hugsaðirðu svo mikið og það kom til þín hvað þú ættir að gera og hvernig þú ættir að laga það sem laga þyrfti. Núna þarftu bara að minna þig á það daglega að það er líkt og þú hafir óskastein í hendi þinni. Svo hugsaðu bara það sem þú vilt og útilokaðu það sem þú vilt ekki. Utanaðkomandi aðstæður geta þrengt að þér, en til þess að þær geti það verður þú að leyfa það. Til þess að halda styrk þínum skaltu sleppa að taka nærri þér það sem þú ekki getur breytt og muna að þú hefur áhrif á svo marga með þessum yndislega húmor sem er gjöf til þín. Þú átt eftir að finna að þú verður svo leikandi orðheppinn, þú þarft ekki að ofhugsa eitt augnablik það sem þú ætlar að segja, heldur renna setningarnar frá þér eins og þær væru prófarkalesnar af sérfræðingi. Þú ert á hárréttum stað í lífinu og þótt þér finnist þú vera heftur niður, þá er það bara tilfinning. Það er hægt að segja með sanni að þú sért að standa þig ótrúlega vel, svo klappaðu þér á bakið og leyfðu þér að vera ánægður með þig og þín afrek. Það eru hressandi og hreinsandi breytingar framundan og þú verður svo sannarlega tilbúinn í þær. Þú kemur þér alltaf á óvart með hversu miklu meira þú getur en þú heldur, svo núna getum við sagt að fyrsta sætið var hannað fyrir þig. Leyfðu engum utanaðkomandi að draga þig niður eða segja þér eitthvað annað en þú veist að er rétt og satt, því þú hefur töfrasteininn og máttinn sem honum fylgir í hendi þér. Ástin verður eins og þú býst við henni; verður til blessunar ef þú býst við því frá þínum innstu hjartarótum, en hún verður hindrun ef þessi manneskja er kannski alls ekki nógu góð fyrir þig. Og þetta er eitthvað sem þú hefur bæði fundið á þér sjálfur og vitað. Þetta verður skemmtilegur mán- uður sem gefur þér marga möguleika til að ná þeim árangri sem þú mátt svo sannarlega búast við. Á hárréttum stað TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, þegar þú heklar inn ást og kærleika inn í þinn margbreytilega persónuleika muntu losna við erfiðleika og hindranirnar verða litlar sem engar. Svo allt sem er að mæta þér núna mun leysast með ást og kærleika. Og þegar þú hugsar að ástin sé á hægri öxl og kærleikurinn á vinstri, verða þér allir vegir færir. Og þó þú berjist oft fyrir réttlætinu eða þínu rétt- læti, þá skaltu nota þessa engla á öxlum þínum til að hjálpa þér og þá sérðu líka útkomuna sem er öllum í hag. Fljótfærni í orðum eða skrifum getur orðið þér til vandræða, eins og svo oft áður. Þá er ágætt að telja upp að 20 áður en þú lætur til skarar skríða. Því þá sérðu betur að ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja. Þessi setning var skrifuð á stóran vegg hjá flottu fyrirtæki og með litlum stöfum undir stóð Sigga Kling, svo taktu þennan boðskap til þín. Þú átt eftir að sameina fólk með góðsemi hjarta þíns, því með öllu sem þú gerir meinar þú vel, en bara gerðu ekkert í flýti. Þín pláneta er sólin sem stendur fyrir sálina og þú munt skynja þegar sálin þín uppljómast og þú finnur sannleikann og réttlætið. En þú þarft að ýta aðeins meira við lífinu og því sem þú vilt að ger- ist því að í kringum þig eru miklu fleiri möguleikar en þú hefur skynjað eða séð áður. Þegar þú færð þessa vellíðan sem við getum kallað hamingju, þá verður eftirleikurinn auðveldur og óskirnar ganga upp. Það hefur verið mikil undiralda hjá þér, sem þýðir flutninga, breytingar eða að byggja nýtt upp sem hefur verið óskastaðan þín. Þetta getur líka tengst því að þú sért að hjálpa öðrum að fá húsnæði eða vinnu. Og í öllu þessu sem er að gerast kynnistu nýju fólki sem hefur mikil áhrif á þig. Það er stundum mikilvægt að skipta fólki út, svo þú sért ekki alltaf að hlusta á það sama í lífinu dag eftir dag, í því felst ekkert nýtt eða spennandi. Bjóddu frekar fleirum inn í líf þitt og ef þú ert að leita að ástinni þá er hún nær þér en þú heldur. Tekst með ást og kærleika LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Mars 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.