Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 15
Elsku Meyjan mín, í öllu þessu öngþveiti sem hefur verið nálægt þér ert þú al-
veg pollróleg. Og það er alveg merkilegt hversu mikið jákvætt þú getur séð að hafi komið til þín í
þessu skrýtna ástandi sem heimurinn hefur verið í .
Nýi markaðsstjórinn minn er Meyja og ég klappaði og fagnaði í dag þegar ég staðfesti að hann
væri í þessu merki. Það mætti segja það væri ykkar málsháttur: Meyjur klára málið!
Sjálfstæðið skiptir þig öllu þessa dagana, en það þýðir ekki að þú eigir að rífa þig lausa frá
neinu, heldur skaltu sýna öðrum að þú getir framkvæmt og gert hlutina án þess að biðja um að-
stoð.
Mergur málsins er að fyrirgefa og þó einhver hafi komið sérlega illa fram við þig, þá skaltu
bara ganga strax í málið, svo rífðu plásturinn snöggt af og þá sérðu að sárin eru fullgróin.
Þú hefur þroskað svo mikið huga þinn og anda og ert tilbúin í að fara á tjúttið og þér verður
boðið í ólíklegustu partí eða fundi. Þú skalt fyrst og fremst mæta þangað sem þér finnst jafnvel
að einhverju leyti sérkennilegt að þér sé boðið. Þú færð verðlaun og athygli fyrir eitthvað sem
þér finnst ekki endilega skipta öllu máli og það þarf ekki að vera stórt en getur verið risastórt.
Þú hleypir spennu í ástarmálin og hefur þá tilfinningu að þú getir bara leikið þér á þeim vett-
vangi. Gerðu það sem þú vilt, en þá verðurðu líka að vera viss um að vilja það sem þú færð. Ég
veit að margar af ykkur Meyjum hlæja þegar ég skrifa eitthvað um ást, því þið eruð sterkasta
merkið á því sviði að geta séð um ykkur sjálfar. En þið eigið að kitla aðeins tilveruna og þú hefur
þörf fyrir að anda að þér þessu fjöri sem lífið er að bjóða þér upp á. Þú breytir um stíl, brosir
meira og skautar yfir vandamálin eins og þú hafir aldrei gert annað.
Meyjur klára málið
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku óútreiknanlegi og spennandi Sporðdrekinn minn, það er algjörlega
ónauðsynlegt að hafa fyrir fram áhyggjur og kvíða fyrir einhverju sem hefur ekki gerst. Það hef-
ur allt bjargast hingað til, þó á síðustu stundu sé. Og svolítið þannig verður orkan þín á næstunni.
Ekkert vera að plana of mikið, því þá bjargast allt og það er eins og þú fáir upp í hendurnar á þér
svörin við því hvernig þú getur einfaldað og gert hlutina svo dásamlega auðvelda.
Það er undir þér sjálfum komið að setja fjör í líf þitt. Það heldur enginn um fjörstöngina nema
þú. Settu í fimmta gír og skapaðu þér spennu, fjör og gleði með því að drífa þig bara af stað.
Ef þú ert sterkt að hugsa til einhverrar mannesku, þá áttu að hafa samband við hana, það er
hinn andlegi sími að hringja í þig. Ekki hugsa þig tvisvar um og sérstaklega skaltu gera þitt besta
til að næra þá sem eru eldri en þú og þér tengdastir. Í þessu öllu saman er algjörlega bannað að
taka sér of langan tíma í það að loka og læsa sig inni í einhverjum ruglhugsunum sem passa þér
alls ekki.
Þú hefur nefnilega x-factorinn og ég man ekki betur en það hafi verið Sporðdreki sem hannaði
merki Nike, Just Do It. Fyrir þá sem eru svo heppnir að vera á lausu, þá er ástríðan blundandi í
hverjum steini, en innst inni ertu ekki viss hvort þú viljir leika þér eða gera alvöru úr hlutunum,
tíminn mun leiða það í ljós.
Fyrir hina sem eru svo heppnir að eiga maka, þá er það eina sem þú þarft að gera ef einhver
leiði sækir að þér að skoða þær miklu og sterku tilfinningar sem þið áttuð einhvern tímann. Því
tilfinningar eyðast aldrei, það þarf bara stundum að ná í þær til baka. Þá fyllistu friði í samband-
inu og lífið gengur smurt.
Tilfinningar eyðast aldrei
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER
Elsku Steingeitin mín, það er hægt að segja með sanni þú sért sterkasta
tréð í skóginum. En það getur stundum verið erfitt, því eina manneskjan sem þú getur ráð-
fært þig við ert þú sjálf. Þú þolir ekki að neinu leyti að sýna á þér veikleikablett, því þú ert
ekki sú manneskja sem vill vorkunn af neinu tagi.
Í þessu eru samt vissar veikleikahliðar og núna þarftu að gera meira af því að treysta, bæði
að hlutirnir gangi upp og að treysta öðru fólki fyrir sjálfri þér, eitt hænuskref í einu. Þá
muntu sjá að þú slakar meira á og það eru til fleiri en þú sem geta reddað málunum. Þeir
sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga maka eða vin, þurfa ekkert að óttast því þú passar
þína.
Þú hefur það afl að geta stoppað slúður, lagað jafnvægi á vinnustað eða skóla og hjálpað
öðrum til að ná rétti sínum fram. Og alveg eins og þú getur aðstoðað aðra, geturðu líka gert
það við þína sál og þitt sjálf. Annaðhvort hefur þér nýlega verið eða verður boðin stöðuhækk-
un í lífinu, hvað svo sem það merkir fyrir þig. Segðu bara já, þó þér finnist það óþægilegt, því
það þarf að þora til að skora. Í tilfinninga- og ástamálum þarftu sérstaklega að hlúa að þeim
sem þú elskar, gefa þeim skýr skilaboð um að þú elskir og ekki láta neinn þurfa að geta í eyð-
urnar með það.
Þú þarft að efla kraft þinn og orka gefur orku, eftir því sem þú gerir meira færðu meiri
orku. Þér hefur fundist þú vera dálítið þreytt, en það eru eðlilegar skýringar á því. Áramótin
eru búin og þessi dásamlegi margliti tími sem tengir bæði ástina og styrkinn er að koma til
þín eins örugglega og vorið.
Þarf að þora til að skora
STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Vogin mín, það hafa verið afspyrnulitríkir og erfiðir, en ljúfir tímar undan-
farið. Þú veist núna nokkurn veginn hver þú ert og hvað þú vilt . Og þú hefur alls ekki verið að fara út í of
mikið, þótt þér finnist það samt. Og það kemur fljótlega upp sú staða að þú fáir gjafir; að óvænt mann-
eskja reddi þér. Svo fyrirætlanir þínar gefa þér þá útkomu sem þú vonaðist eftir, en þú trúir kannski
ekki á í augnablikinu. En augnablik er ansi stutt og er bara sá tími sem það tekur mann að depla auga.
Lífið er í raun og veru bara eitt augnablik og þess vegna eftir því sem þú verður eldri sérðu það skýrar
hversu mikill sigurvegari þú ert. 28. mars er fullt tungl í Vogarmerkinu og það er þitt tungl. Þú þarft
að vera svolítið útsmogin og jafnvel grípa til hvítrar lygi til þess að ná því hlutverki sem þú vilt. Ef
það skaðar engan skiptir það ekki öllu. Hvort sem það er í málum tengdum tilfinningum, verkefnum
eða öðru sem þú ert að laða til þín verður útkoman svo sýnileg þegar Vogartunglið brosir við þér.
Þú lætur einhverja manneskju fara svo voðalega í taugarnar á þér að þú getur pirrast af minnsta
tilefni. En til þess að gefa þessari manneskju ekki svo mikla stjórn á lífi þínu, þegar eitthvað frá
henni veður yfir sálina þína, skaltu segja orðið útiloka. Því orð eru nefnilega máttur og orð eru álög,
því orðin eru orka sem eyðist aldrei. Mér finnst samt trúlegt að þetta sé persóna sem þér þykir afar
vænt um, en það skiptir ekki máli því þú þarft að gera þetta til að halda góða skapinu. Og hvað vill
maður í raun annað í lífinu en að vera í góðu skapi? Óskaðu þér þess með mætti þinna orða.
Ef þú ert í sambandi þá er mikilvægt þú hafir yfirsýn yfir fjármálin, því þú berð ábyrgð á þeim.
Þú átt ekkert annað skilið í lífinu en manneskju sem ber þig á höndum sér og vill gera allt til að létta
þér stundina. Ef þér finnst hafa verið mikill pirringur lengi, skaltu hugsa þig tvisvar um og spá í
hvort þú hafir gefið hjarta þitt á réttan stað.
Orð eru máttur
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
Elsku Bogmaðurinn minn, það hafa verið miklar jarðhræringar í kringum þig,
stórir og litlir skjálftar líkt og móðir Jörð er að senda okkur þessa dagana. Þú ert að stíga ölduna
og að ákveða hver næstu skref verða.
Best er að fara milliveginn, vera varkár, en þó alls ekki áhyggjufullur. Því það eru merkilegar
fréttir á leiðinni til þín og þú gætir átt eftir að skrifa undir einhverskonar samninga eða ganga frá
málum sem hafa verið að pína þitt stóra hjarta. Það er best að sýna bæði auðmýkt og gefa eitt-
hvað eftir, því þá stendurðu teinréttur uppi og flaggar í fulla stöng. Þú mátt vera svo stoltur af því
hversu úrræðagóður þú ert og verður þennan mánuðinn. En því fylgir líka að þú þarft að gera
flestallt sjálfur. Ekki stóla á að hinn eða þessi reddi málunum þínum, heldur ekki bíða eftir að ein-
hver hringi til að segja þér fréttirnar. Kláraðu frekar málin sjálfur eins og þú værir einn í heim-
inum. Í öllu þessu muntu finna styrkleika sem þú hefur ekki áður séð í þínum karakter. Þú munt
stækka sem manneskja og bókstaflega geta notað orðin ég er svo montinn af sjálfum mér.
Þegar líður á þetta tímabil lokarðu svo stórum kafla í lífi þínu og byrjar með þessu sterkara
upphaf, því að þó þér finnist lítið vera að gerast, þá hefur þetta áhrif líkt og fyrsti dómínó-
kubburinn hrindir öllu af stað. Þú veist aldrei hver það er sem þú hittir á lífsleiðinni, sú persóna
sem gæti verið sú sem breytir lífi þínu.
Og þó þú hafir tilefni til, getir og viljir láta einhvern heyra að hann hafi komið illa fram, skaltu
frekar geyma það með sjálfum þér. Það munu allir græða á því seinna meir. Vertu hjálpsamur og
almennilegur við fleiri en þú þarft, því þú átt töfra vísa frá manneskjum sem þú bjóst ekki við að
myndu standa þétt við hlið þína.
Kláraðu málin sjálfur
BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER
Elsku hjartans Vatnsberinn minn, þú stendur á töluvert miklum tímamótum,
bæði andlega og líkamlega. Þú ert orðinn það sterkur að þótt það sé brjálað rok í kringum þig
mun þér bara finnast að það sé gola.
Þegar þú ert kominn á þetta stig, þá ýtir ekkert við þér. Þú finnur að þú ert alveg pollrólegur
og hefur sterka stjórn á stöðu þinni. Þú breytir umhverfi þínu, hvort sem það tengist vinnu eða
skóla og raðar öllu rétt og í góðu skipulagi.
Þetta er einn merkilegasti tíminn á árinu sem þú ert að fara í gegnum, því hann er krafturinn
sem þú munt byggja sterkar og sterkar á eftir því sem líður á árið. Þú hendir frá þér því sem
skiptir engu máli og skilur ekkert í því að þú hafir ekki gert það fyrr. Og talandi um vindinn þá
lætur þú erfiðleikana sem vind um eyrun þjóta. Því þér finnst bara spennandi að byggja upp um-
hverfi þitt og sjálfan þig og sérð í þeim tilgangi að hver einasta fruma er að endurnýjast. Þessi
tími eflir þá sem hafa verið veikir, hræddir eða þreyttir.
Þú gefst ekki upp fyrir neinu sem skiptir máli, en aukaatriðin eru aukaatriði, þess vegna heita
þau það. Þetta er tímabil heiðarleika og hyggjuvits, þú munt finna frá þínu innsta hjarta hverju
þú getur treyst og það er eins og þú sjáir í gegnum þá sem ekki eru traustsins verðir.
Það er verið að kalla á þig til leiðtogastarfa og til þess þú sjáir það þarftu að vita sjálfur að þú
ert leiðtoginn í þínu lífi. Þú byggir upp betra umhverfi í kringum þig og með afli sjálfstraustsins
sérðu svo skýrt hvern þú elskar og hver er þess virði að berjast fyrir.
Ástin er þannig að þegar þig langar sífellt að gleðja og gera meira fyrir aðra manneskju en
sjálfan þig, þá ertu ástfanginn.
Kallaður til leiðtogastarfa
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Þakklæti er orka sem
mun efla líf þitt.
7.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15