Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 J oe Biden forseti setti nýtt sögulegt met í ný- liðinni viku, að sögn bandarískra fjölmiðla. Þá hafði hann komist undan því lengur en nokkur nýkjörinn forseti að halda opinn blaðamannafund frá innsetningu sinni. Fróðlegar skýringar Reyndar þótti metið enn sögulegra vegna þess að varla er hægt að halda því fram að Biden hafi gefið blaðamönnum færi á sér síðustu mánuði kosningabar- áttunnar á undan. Undantekningin voru kappræð- urnar við Trump og það má halda því fram að Biden hafi komist klakklaust frá þeim, og að sú staðreynd hafi skipt máli. New York Times skrifaði nýlega um kórónuveikindi Trumps og fullyrti að þau hefðu verið mun alvarlegri en látið var uppi. Trump fór í kappræðu aðeins tveim- ur dögum áður en tilkynnt var um veikindi hans og sjúkrahúsvist og blaðið segir að þar hafi verið tekist á um hvort forsetinn yrði settur í öndunarvél eða ekki. Hvað sem þessari umræðu líður þá stóð hvorugur frambjóðendanna sig vel í kappræðunni en sú niður- staða var mun mikilvægari fyrir Biden. Hann hafði verið geymdur svo lengi í kjallaranum fræga sem gaf margvísleg færi á getgátum. Eftir kappræðuna varð aðeins snúnara að gera sér mat úr meintum andlegum vandræðum frambjóðanda demókrata, sem kjallara- geymslan ýtti undir. Hefði Trump farið með afgerandi sigur af hólmi í kappræðunum, svo ekki sé talað um ef Biden hefði lent í hverju slysinu af öðru, sem repúblik- anar töldu ekki óeðlilegt að búast við, þá hefði það get- að skipt máli. Trump var svo meðvitaður um mikilvægi þessa að það hefur sennilega ýtt undir að hann færi mikinn til að reyna að tryggja slíka niðurstöðu. Sú aðferð hafði hættur í för með sér og reyndist hjálpa Biden. Fundirnir breyttu auðvitað ekki því að dæmin um útafakstur Bidens voru óþægilega mörg. En sá þáttur mundi ekki lengur ráða úrslitum. En sú spurning stóð opin eftir, ef Joe Biden væri ekki eins langt leiddur vegna aldurs og mörg atvik síðustu ára ýttu undir, af hverju var hann þá hafður í kjallaranum í Delaware nær alla kosningabaráttuna? Sumir svöruðu með útleggingu um kalda ákvörðun kosningastjórnar demókrata um að láta baráttuna ein- göngu snúast um Trump. Hafa hann beggja vegna og láta Biden ekki trufla það plan. Mikilvægast væri að spurningin snerist ekki um Trump eða Biden heldur um það, hvort kjósandinn væri með eða á móti Trump. Margar kannanir virtust sýna að sú niðurstaða yrði demókrötum hagfelldust. Yrði Biden dreginn inn í myndina lagaðist samanburðurinn fyrir Trump. Þetta hljómar sennilega, þótt það kynni að verða flókið í framkvæmd. En á meðan demókratar hafa lungann af fjölmiðlum algjörlega með sér, svo ekki sé minnst á hina ofsaríku tæknirisa í fjölmiðlun, er að- ferðin sennilega leikur einn. Demókratar komust upp með kjallarameðferðina á Biden og það þótt niðurstaða kappræðna gæti bent kjósendum á að feluleikurinn með frambjóðandann hefði gengið of langt. Gengur augljósa dæmið upp? En hvað svo? Hvert yrði framhaldið ef aðferðin tryggði flokknum Hvíta húsið? Enginn vitiborinn maður getur ímyndað sér að Biden-brellan dugi í fjög- ur ár. Það er enda talað furðu opinskátt um að Biden sé að sjálfsögðu eins kjörtímabils forseti. Það kemur engum á óvart. En umræðan um að Kamala Harris hljóti að taka við löngu fyrir lok þess er ótrúlega hávær. Harris fór illa út úr tilraunum sínum til að verða forsetaefni demókrata og dró sig í hlé í prófkjörsbaráttunni miðri og hún hefur ekki aflað sér mikilla vinsælda innan flokks síns, þótt varaforsetatignin muni hjálpa. Fram- ganga hennar sem saksóknari í Kaliforníu hefur einn- ig valdið henni vandræðum innan flokks. Upplýst var að hún hafði gengið hart fram í að fá menn sakfellda og fangelsaða með þunga dóma á baki, sem síðari at- huganir sýndu að höfðu fengist með óréttmætri og iðulega vafasamri málsmeðferð og því komið í ljós að fjölmargir voru dæmdir saklausir. Frægt varð að fangelsi í Kaliforníu voru margsetin. Í framhaldinu myndaðist stuðningur við að stytta bæri fellda refsi- dóma vegna minni brota. Harris barðist gegn þeim sjónarmiðum. Þegar sú afstaða varð sífellt óvinsælli hélt hún því fram að það væru hennar undirmenn sem hefðu háð þá baráttu í hennar nafni og gengið lengra en hún hefði kosið. Þegar skjöl um hið gagnstæða voru dregin fram hélt hún því enn fram að þau hefðu mörg og jafnvel flest verið útbúin án hennar atbeina. Hún þótti engu að síður réttmætt varaforsetaefni við hlið Bidens. Hún ætti þá kost á því, fyrir flokksins hönd, að verða fyrsta konan sem yrði varaforseti, þótt nokkrar konur hafi áður verið í slíku framboði. Þá væri hún blönduð og höfðaði bæði til Austur-Asíu- manna og blökkumanna sem slík og hún væri líkleg til að höfða fremur til yngra fólks en Biden gæti. Sú mynd er af kosningunum í nóvember 2020 að demókratar hafi unnið þar mikinn sigur. Það er al- gengt að það forsetaefni sem hefur sveifluna með sér sé líklegt til að fá sæmilega traustan meirihluta í þing- deildunum tveimur. Það gerðist ekki núna. Öldunga- deildarþingmennirnir eru enn jafn margir þótt demó- kratar hafi bætt aðeins við sig. Varaforsetinn getur tekið þátt í atkvæðagreiðslum hafi atkvæði fallið jafnt. Þegar er farið að bera á því að það úrræði muni ekki alltaf duga til vegna þess að þingmenn demókrata hlaupi undan merkjum. Þó hafa þingmenn repúblik- ana verið miklum mun liprari við Biden í þeim efnum en demókratar voru við Trump. Þá er þess að geta að demókratar töpuðu allmörgum fulltrúum í hinni deild- inni og það umfram flestar spár. Það eru aðeins 20 mánuðir í næstu kosningar allra þingmanna fulltrúa- deildar og margir ætla af byrjuninni að ólíklegt sé að meirihluti demókrata haldi þar. Tregara en menn halda Og svo er það ekki endilega víst að auðvelt verði að láta Biden gamlaðan víkja fyrir Harris, svo að hún geti farið í forsetakosningar úr Hvíta húsinu. Eins og stundum endranær er hægt að horfa til lýsandi dæma úr sögunni. Utan Bandaríkjanna er Woodrow Wilson sá forseti Bandaríkjanna sem hnýtti endahnútinn á heimsstyrjöldina 1914-1918. Hann kom úr röðum demókrata og bjó yfir ríkulegu sjálfsáliti svo ekkert vantaði upp á. Hann hafði verið guðfræðiprófessor og háskólarektor. Demókratinn Wilson hafði megna fyrirlitningu á blökkumönnum og leyndi því lítt. Og hann var heldur ekki í neinum vafa hver í hans liði skipti sköpum í hans og veraldarinnar snerrum. Eftir kosningarnar 1912 sem skiluðu honum í Hvíta húsið átti hann þetta samtal við William McCombs for- mann þjóðarnefndar Demókrataflokksins: „Áður en lengra verður haldið vil ég að það liggi fyrir að ég stend ekki að neinu leyti í neinni þakkarskuld við yður.“ McCombs var sem þrumu lostinn en náði þó að minna á margvíslegan atbeina sinn í kosningabarátt- unni. En Wilson batt enda á það hjal með þessari yfirlýsingu: „Það var ákvörðun Guðs að ég yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Hvorki þér eða annar mann- legur máttur hefði getað haft nokkur minnstu áhrif á þá skipan.“ Wilson forseti fékk heilablóðfall í september 1919 þegar eitt og hálft ár var eftir af forsetatíð hans. Var forsetinn rúmfastur að mestu og laskaður mjög. Síðari Geta duttlungar örlaga endurtekið sig? Reykjavíkurbréf05.03.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.