Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021
HEILSA
Dakhla-vinin, Egyptalandi. AFP |
Ahmed Abu al-Seoud lyftir sporð-
drekanum varlega áður en hann losar
dropa af eitri úr sveigðum hala hans.
Abu Al-Seoud er staddur á
rannsóknarstofu í miðri Vestur-
eyðimörkinni í Egyptalandi þar sem
hann er umkringdur sporðdrekum.
Hann er 44 ára gamall og menntaður
vélaverkfræðingur. Í tæpa tvo ára-
tugi vann hann í olíugeiranum, en ár-
ið 2018 ákvað hann að venda kvæði
sínu í kross og fara að framleiða
sporðdrekaeitur til lyfjarannsókna.
„Ég var að þvælast á netinu og sá
að sporðdrekaeitur er eitt það dýr-
asta á markaðnum,“ sagði Abu al-
Seoud, klæddur hvítum rannsóknar-
sloppi. „Ég hugsaði með sjálfum mér,
hvers vegna ekki að nýta sér eyði-
mörkina hérna þar sem þeir eru um
allt?“
Rannsakendur í líftækni kanna nú
hvort sporðdrekaeitur búi yfir eigin-
leikum sem nýst geti í lyfjafram-
leiðslu. Fyrir vikið er hið fágæta og
öfluga taugaeitur mjög eftirsótt vara
og framleitt í nokkrum löndum í Mið-
Austurlöndum.
„Það hefur sýnt sig að tugir líf-
virkra mólekúla frá sporðdrekum búa
yfir lyfjafræðilegum eiginleikum sem
lofa góðu,“ sagði í yfirliti, sem birtist í
maí í fyrra í tímaritinu Biomedicines.
Kom fram að um þessar mundir væri
meðal annars verið að kanna virkni
þess gegn örverum, til að bæla
ónæmiskerfið og vinna gegn krabba-
meini. Vonin væri sú að einn góðan
veðurdag mætti nota það eða eftir-
gerð þess í lyfjagerð.
Abu al-Seoud er frá bænum
Dakhla-vininni, sem er í Nýjadalshér-
aði og um 800 km suðvestur af Kaíró,
höfuðborg Egyptalands. Sandhólar
og foldgná pálmatré umkringja rann-
sóknarstofuna, sem hann kallar
„Konungdæmi sporðdrekanna“ og er
ekki laust við að örli á væntumþykju í
röddinni.
„Hér geta allar fjölskyldur sagt
sögur af sporðdrekabiti,“ sagði hann.
Til þess að fá dýrin til að gefa frá
sér eitur inni á rannsóknarstofunni er
þeim gefið vægt rafstuð. Látnir eru
líða 20 til 30 daga á milli þess að
sporðdrekarnir eru látnir gefa frá sér
eitur til að tryggja sem mest gæði.
„Hreinleikinn skiptir mestu máli,“
sagði Abu al-Seoud og bætti við að til
að fá eitt gramm þyrfti eitur úr 3.000
til 3.500 sporðdrekum.
„Dauðahrellirinn“
Vökvinn er kældur og sendur til
Kaíró þar sem hann er þurrkaður og
pakkað til sölu sem duft.
Nahla Abdel-Hameed er 25 ára
lyfjafræðingur, sem vinnur í miðstöð-
inni í Kaíró. Abdel-Hameed vísar til
rannsókna sem hafi snúist um lækn-
andi áhrif eitursins gegn ákveðnum
sjúkdómum.
Mohey Hafez, sem situr í lyfjaráði
Samtaka egypsks atvinnulífs, var
varkárari í fullyrðingum sínum um
notagildi eitursins enn sem komið er.
„Nota má eitur úr sporðdrekum og
snákum til að búa til ónæmisblóð-
vatn,“ útskýrði hann við AFP. „Ekki
er til neitt tilbúið lyf sem byggist al-
gerlega á eitrinu sem lykilefni, en
gerðar hafa verið rannsóknir sem lofa
góðu um notagildi þess.“
Í Nýjadalshéraði má finna um
fimm tegundir af sporðdrekum.
Þeirra á meðal er Leiurus quinquest-
riatus, sem kallaður hefur verið
dauðahrellirinn. Eitrið úr honum
selst á allt að 7.500 dollurum (tæpar
milljón krónur) á grammið, að sögn
Abus al-Seouds.
Hann veiðir sjálfur sporðdreka og
ræður að auki íbúa nærliggjandi
þorpa í þessar áhættusömu veiðar.
Fá þeir hanska, flísatangir, stívél og
útfjólublátt ljós. Og að sjálfsögðu
mótefni gegn eitri sporðdrekans.
Sporðdrekaveiðimennirnir fá eitt
til eitt og hálft egypskt pund (átta til
12 krónur) fyrir sporðdrekann.
Lyfjafræðingurinn Abdel-Hamid
sagði að sporðdrekarnir væru veiddir
í byggð til að raska ekki jafnvægi
náttúrunnar. „Ég flokka þá sam-
kvæmt því hvar þeir voru veiddir,
tegund og stærð,“ sagði hún.
Starfsfélagi hennar, Iman Abdel-
Malik, sagði að áttfætlurnar gætu
verið lengi án matar. Til þess að
sporðdrekarnir gæfu meira eitur frá
sér fengju þeir nægan mat og pró-
tein. Mataræði þeirra byggist á
kakkalökkum og ormum sem þeir fá
tvisvar á mánuði yfir sumarið en
sjaldnar á veturna þegar þeir eru í
híði.
Móteitur gegn
„slæmu orðspori“
Fyrir liggja áætlanir um að rækta
sporðdreka frekar en að veiða þá,
sagði Abdel-Malik, sem er dýralækn-
ir.
Til þessa hafa 20 þúsund sporð-
drekar verið veiddir og tekur rann-
sóknarstofan að hámarki 80 þúsund
dýr, að sögn Alaa Sabaa, sem á þátt í
að reka fyrirtækið. Hann sagði að
fyrstu tökurnar á eitri hefðu farið
fram í desember og janúar eftir
tveggja ára undirbúning. Afrakstur-
inn hefði verið „þrjú grömm af eitri“.
Aðstandendur rannsóknarstofunn-
ar hafa að mestu safnað fé til rekstr-
arins sjálfir auk þess að fá stuðning
frá ríki og er kostnaðurinn til þessa
fimm milljónir egypskra punda (40
milljónir króna).
Þar er einnig unnið býflugnaeitur
og seldar landbúnaðarafurðir á borð
við vellyktandi plöntur.
Ýmsar gerðir af eitri hafa verið
framleiddar í Egyptalandi í áranna
rás, en framleiðslan hefur iðulega
verið ólögleg og varan léleg, að sögn
Abus al-Seouds.
Hann kvaðst vonast til þess að
starfsemi sín yrði þegar fram í sækti
móteitur við „slæmu orðspori“ lands-
ins í þessum geira.
„Við erum að reyna að sýna hvers
landið er megnugt með hágæðavöru
sem hefur verið rannsökuð með vís-
indalegum hætti og löglega framleidd
og búin til útflutnings.“
AFP
Ahmed Abu al-Seoud mundar
tangirnar til að grípa sporðdreka í
Vestureyðimörkinni í Egyptalandi.
AFP
Breyta eitri í aur
Í eyðimörkum Egyptalands veifa sporðdrekar eitr-
uðum hala. Eitrið er eftirsótt. Í rannsóknarstofu sem
ber viðurnefnið „Konungdæmi sporðdrekanna“ er
eitur kreist úr áttfætlunum og er dropinn dýr.