Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 LESBÓK SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 8. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 12. mars GAMLIR SIÐIR George gamli Fisher, betur þekktur sem Corpsegrinder, söngvari bandaríska dauða- málmbandsins Cannibal Corpse, hefur enga trú á því að stemningin á þungarokkstónleikum verði hófstilltari og bældari en áður þegar menn taka aftur upp þráðinn eft- ir kórónuveirufaraldurinn. „Ég sé ekki fyrir mér þegar við hlöðum í Hammer Smashed Face að fólk standi bara hjá eins og uppvakningar. Það mun ekki gerast. Úti- lokað mál. Fólk mun byrja að slamma; því mun standa á sama,“ segir Fisher í samtali við RRBG Podcast. Hann er á því að fólk muni framvegis huga betur að ýmsu, svo sem handþvotti, að hósta í fjölmenni og öðru slíku, en á miðjum Cannibal Corpse-tónleikum muni það allt gleymast í hita andartaksins. Menn munu slamma George Fisher í ham á tónleikum. Wikimedia VIT „Við erum of vitgrannir til að hætta og mistökin okkar eru raunveruleg. Við erum bara gott band. Ég held að við höfum aldrei þróast – þannig lagað séð. Ég meina, við reyndum aldrei að vera eitthvað sem við er- um ekki,“ sagði Rick Nielsen, gítarleikari hins gamalgróna popprokkbands Cheap Trick í útvarpsviðtali á 105,5 WDHA í Banda- ríkjunum á dögunum en tuttugasta hljóðvers- plata þeirra félaga, In Another World, er væntanleg í næsta mánuði. Hann sagði Cheap Trick ennþá hafa gaman af því að búa til tón- list og á meðan einhver nennti að hlusta stæði ekki á þeim að leggja sitt af mörkum. „Við erum of vitgrannir til að hætta“ Nielsen hefur verið í Cheap Trick frá 1974. AFP Eve Hewson leikur í þáttunum. Ekkert á bak við augun? UMSAGNIR Nýju netflix-þættirnir Behind Her Eyes fá gegnumsneitt vonda dóma í breskum fjölmiðlum en þeir eru býsna umtalaðir fyrir þær sakir að sagan þykir taka óvænta stefnu er á líður. Gagnrýn- andi The Independent segir þætt- ina líða fyrir þá staðreynd að þeir geti ekki ákveðið hvort þeir ætli að vera sálfræðitryllir, rómantískt gaman, drama eða vísindaskáld- skapur; hoppað sé úr einum heimi yfir í annan. Gagnrýnandi The Telegraph tekur í svipaðan streng; segir áhorfendur ekki hafa nokk- urn skapaða hlut á móti sveigjum og beygjum í söguþræði svo lengi sem þeim sé gerð grein fyrir regl- unum sem gildi í þeim heimi sem þeir eru að stíga inn í. Eftir að hafa varið tuttugu árumaf mínu skapandi lífi hjá Para-mount, bæði við að leika í og framleiða sjónvarpsþætti, langar mig að bjóða Paramount+ velkomið inn í heim streymisins. Ég get ekki beðið eftir að deila með ykkur næsta kaflanum í áframhaldandi vegferð dr. Frasiers Cranes.“ Þannig komst bandaríski leikarinn og framleiðandinn Kelsey Grammer að orði á dögunum þegar upplýst var að þráðurinn yrði tekinn upp í hinum geysivinsælu gamanþáttum Frasier. Það er líklega tímanna tákn að nýju þættirnir verða sýndir á streymis- veitunni Paramount+ en ekki hinni gamalgrónu sjónvarpsstöð NBC, eins og upprunalegu serírunar ellefu sem gerðar voru frá 1993 til 2004. Ekki verður sagt að tilkynningin hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti en Grammer hefur unnið leynt og ljóst að því á allra seinustu árum að endurvekja Frasier. Eins hafa leikkonurnar Jane Leeves og Peri Gilpin lýst áhuga sínum á því að snúa aftur en þær léku aðalkven- persónurnar, Daphne og Roz. Ekkert liggur þó fyrir á þessari stundu um það hvort þær snúi aftur né heldur David Hyde Pierce, sem lék Niles, yngri bróður Frasiers. Heimildir herma þó að haft hafi verið samband við hann. Einn úr upp- runalega teyminu mætir þó örugg- Frasier um sína Staðfest var á dögunum að hinir feikivinsælu gamanþættir Frasier komi til með að snúa aftur á skjáinn innan tíðar. Kelsey Grammer verður sem fyrr í titilhlutverkinu en fátt annað liggur fyrir. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frasier Crane á barnum í Staupasteini ásamt hinum eldhressu Cliff, Cörlu og Sam. Þarna hófst saga þessa vinsæla karakters sem ekki sér enn fyrir endann á. NBC Kelsey Grammer or orðinn 66 ára gamall, fæddur 21. febrúar 1955. Hann er langþekktastur fyrir að leika Frasier Crane, fyrst í Staupa- steini og síðar Frasier-þáttunum. Hann hefur unnið til fjölda verð- launa fyrir túlkun sína, svo sem Emmy og Golden Globe. Varð raun- ar fyrsti bandaríski karlinn til að hljóta Emmy-tilnefningu fyrir að leika sama karakterinn í þremur ólíkum þáttum, Wings er sá þriðji. Grammer hefur einnig unnið til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í pólitísku dramaþáttunum Boss sem hann lék í frá 2011 til 2012. Þá muna margir eftir hon- um í The Last Tycoon frá 2016 til 2017 en auk þess hefur Grammer komið fram sem gestaleikari í mörgum sjónvarpsþáttum, svo sem Medium, 30 Rock og Modern Family. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og sviðsferill Grammers spannar fjörutíu ár. Þá hefur hann kom- ið að fjölda verkefna í sjónvarpi og á sviði sem framleiðandi. Hefur unnið til fjölda verðlauna Kelsey Grammer og David Hyde Pierce með Emmy-verðlaunin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.