Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Qupperneq 29
lega ekki aftur en John Mahoney, sem lék Marty, föður Frasiers, lést árið 2018. Ólíklegt verður að teljast að nýr leikari verði ráðinn í hans stað. Hundurinn Eddie er einnig horfinn til feðra sinna. Ekki hefur verið staðfest hvenær Frasier mun birtast aftur á skjánum en það verður væntanlega ekki fyrr en á næsta ári enda er Grammer upptekinn um þessar mundir við að leika í nýjum gamanþáttum úr smiðju Chris Lloyds og Vali Chandrasekarans sem gerðu Mod- ern Family. Þeir hafa enn ekki hlotið nafn en meðal annarra leikara má nefna Alec Baldwin. Leysti vanda hlustenda Varla þarf að kynna Frasier fyrir þeim sem þetta lesa en sálfræðing- urinn knái stýrði vinsælum útvarps- þætti í Seattle, þegar við skildum við hann, þar sem okkar maður spjallaði við hlustendur og leysti vanda þeirra. Hann bjó lengst af með föður sínum og breskum sjúkraþjálfara hans, Daphne Moon. Bróðirinn Niles, sem einnig er sálfræðingur, var eins og grár köttur á heimilinu og herti sig loksins upp og játaði ást sína á Daphne eftir áralanga aðdáun í laumi. Faðir þeirra, alþýðumaðurinn Marty, fylgdist sposkur með klaufa- legri framgöngu hinna snobbuðu og listhneigðu sona sinna sem kippti svona hressilega í móðurkynið. Hann lét þó bröltið í þeim og eftir atvikum bullið í léttu rúmi liggja enda vissi hann sem var að drengirnir hans væru þegar á reyndi réttsýnir og með hjarta úr gulli. Roz Doyle var svo útsendingastjórinn og nánasti samstarfsmaður Frasiers í útvarp- inu. Átján ár eru langur tími og spenn- andi verður að sjá hver staðan verð- ur á Frasier og hans nánasta föru- neyti en kappinn ætti að vera kominn á sjötugsaldurinn. Er hann ennþá einn? Eru Niles og Daphne ennþá hjón? Hvernig leggur Frasier út af væringunum í bandarísku þjóðfélagi og valdatíð Donalds Trumps? Og hvað finnst honum um Barack Obama, ef út í það er farið, hann var ekki tekinn við embætti forseta þeg- ar Frasier hvarf af sjónarsviðinu. Slapp kappinn við kórónuveiruna? Já, margs er að spyrja. Afleggjari Staupasteins Frasier er upphaflega afleggjari annars feikivinsæls gamanþáttar, Staupasteins eða Cheers, sem einnig gekk í ellefu ár, frá 1982 til 1993. Ekki eru mörg dæmi um að afleggj- arar hafi heppnast svo vel og lifað jafn lengi – og nú lengur – en móðurjurtin. Karakterinn Frasier kom upphaf- lega til skjalanna í þriðju seríunni af ellefu; hámenntaður og menningar- hneigður innan um alla Jóana á boln- um; Barþjónana Sam Malone (Ted Danson), Coach (Nicholas Colas- anto) og Woody (Woody Harrelson); þernurnar Diane (Shelley Long) og Cörlu (Rhea Perlman) og fastagesti á borð við Norm (George Wendt) og Cliff Clavin (John Ratzenberger). Frasier hafði hægt um sig til að byrja með en óx fiskur um hrygg er á leið enda sýndu mælingar að karakt- erinn naut hylli áhorfenda, auk þess sem handritshöfundar höfðu yndi af því að skrifa hann. Sérviska Frasiers og snobb stungu í stúf á barnum góða í Boston. Upphaflega var Frasier að gera hosur sínar grænar fyrir Diane en seinna kynntist hann eiginkonu sinni, Lilith (Bebe Neuwirth), á Staupasteini en hún var á margan hátt kvenútgáfan af honum sjálfum enda þótt hún væri heldur kaldari í lund og þurrari á manninn. Þau eign- uðist einn son, Frederick, en skildu undir lok þáttanna sem varð til þess að Frasier flutti búferlum til Seattle. Frederick varð eftir hjá móður sinni. Ekki er víst að allir muni það en Frasier kom við sögu í þriðju gaman- þáttunum, Wings. Birtist þar einu sinni sem gestur árið 1992. Tim Daly og Steven Weber voru burðarásarnir í þeim ágætu þáttum. Þegar dr. Frasier Winslow Crane, eins og hann heitir víst fullu nafni, birtist okkur aftur á næsta ári verða 38 ár liðin frá því við kynntumst hon- um fyrst en fá dæmi, ef nokkur, eru um slíka lífseiglu á skjánum. Það þarf líklega að fara á hvíta tjaldið og hafa uppi á mönnum á borð við James Bond til að slá honum við. Það er ekki leiðum að líkjast. Frasier Crane ásamt genginu sínu meðan leikurinn stóð sem hæst á tíunda áratugnum. Reuters 7.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. FLÓTTI Þeir sem höfðu gaman af spænsku glæpaþáttunum Money Heist á Netflix ættu að spenna beltin en ný sería frá sömu höfundum, Álex Pina og Esther Martínez Lobato, kemur inn á sömu efnisveitu 19. þessa mánaðar. Sú kallast Sky Rojo og fjallar um flótta þriggja vænd- iskvenna undan dólgi sínum en hann mun víst vera býsna víðs- fjarri því að vera sáttur við að sleppa af þeim hendinni. Æsi- legur eltingaleikurinn skilar þeim stöllum víst út á ystu nöf. Lali Espósito leik- ur í þáttunum. AFP BÓKSALA 24. FEB. - 2. MARS. Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Spegilmennið Lars Kepler 2 Dulmál Katharinu Jørn Lier Horst 3 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 4 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir 5 Hulduheimar 10 – vatnaliljutjörn Rosie Banks 6 Hulduheimar 9 – draumadalurinn Rosie Banks 7 Sóley og töfrasverðið Eygló Jónsdóttir 8 Augu Rigels Roy Jacobsen 9 Fyrsta málið Angela Marsons 10 Litlir lærdómshestar – stafir Elízabeth Golding 1 Allt uns festing brestur Davíð Þór Jónsson 2 Þagnarbindindi Halla Þórlaug Óskarsdóttir 3 Klón - eftirmyndasaga Ingólfur Eiríksson 4 Handbók um ómerktar undankomuleiðir Anton Helgi Jónsson 5 Draumasafnarar Margrét Lóa Jónsdóttir 6 Draumstol Gyrðir Elíasson 7 Taugaboð á háspennulínu Arndís Lóa Magnúsdóttir 8 Öll orðin sem ég fann Tara Tjörvadóttir 9 Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 10 Berhöfða líf Emily Dickinson Allar bækur Ljóðabækur Í upphafi þessa pistils þarf ég að gera eina játningu: Ég kaupi fleiri bækur en ég næ að lesa. Titlum í bókahillunni fjölgar jafnt og þétt og bækurnar hrannast upp á náttborðinu. Stað- reyndin er sú að í háskólanámi þarf yndislestur oftar en ekki að víkja fyrir námsbókun- um, og tíminn er sannarlega takmörkuð auðlind. Á síðustu mánuðum hefur mér þó tekist að komast í gegnum nokkr- ar vel valdar bækur, og hljóta þær sem hér verða nefndar mín bestu meðmæli. Á haustmánuðum las ég bókina Annáll um líf í annasömum heimi eftir heimspekinginn Ólaf Pál Jónsson. Í bókinni er unnið með þrjú ólík listform – vatnslita- myndir, ljóð og vangaveltur í prósa. Kaflarnir eru tólf talsins og stendur hver þeirra fyrir einn mánuð ársins. Hér er hversdags- legum augnablikum og hnatt- rænum áskorunum fléttað listi- lega saman með fallegum, lágstemmdum og áreynslulausum hætti. Fyrir jól las ég einnig töluvert af barnabókum fyrir námskeið í skólanum. Mér til mikillar gleði upp- götvaði ég hversu margar góðar barnabækur hafa komið út á síðustu árum, en hér verður látið nægja að nefna eina þeirra. Lang-elstur í bekknum er fyrsta bókin í þríleik Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur um bekkjarsystkinin Rögnvald og Eyju. Þrátt fyrir 90 ára aldursmun tekst með þeim djúp vinátta sem lætur engan ósnortinn, hvorki börn né fullorðna. Bækurnar eru bráðfyndnar og skemmtilegar, og líflegar teikningar höfundarins eru órjúfanlegur hluti af lestrinum. Í jólafríinu las ég síðan loksins bók sem ég hafði fengið í jólagjöf árið áður, en það er HKL ástar- saga eftir Pétur Gunnarsson. Ég hafði bundið miklar vonir við bókina og varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Í sögunni eru tveir meginþræðir – annars vegar upplifun höfundar sjálfs af Hall- dóri Laxness, og hins vegar lit- skrúðug ástarævintýri nóbels- skáldsins á fyrri hluta síðustu aldar. Frásögnin byggist m.a. á einkabréf- um Halldórs, minnisbókum hans og verkum. Að lokum má ég til með að nefna þær tvær bækur sem liggja efst í náttborðsstafl- anum þessa stundina. Önnur er Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson og hin er Klón: Eftir- myndasaga eftir Ingólf Eiríksson og Elínu Eddu. Um er að ræða brakandi nýtt og forvitnilegt ljóðverk um Sam- son Ólafsson Moussaieff, klón- hund forsetahjónanna fyrrver- andi. KRISTÍN NANNA ER AÐ LESA Bækurnar hrannast upp Kristín Nanna Einarsdóttir er meistaranemi í ritlist við Há- skóla Íslands. Vændiskonur á æsilegum flótta

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.