Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021
Þ
að er merkilegt hvernig allt gengur í
hringi og hlutir snúa aftur sem mað-
ur hefði aldrei trúað að gætu fundið
leið til baka. Og ekki nóg með það heldur
er yfir þeim einhvers konar notalegur blær
sem gjarnan fylgir minningum.
Þannig er það með níunda áratuginn. Við
finnum fyrir honum í tónlist og meira að
segja tísku. Jafnvel þótt allir, sem eitthvað
sjá frá sér, séu sammála um að sjaldan hafi
gengið yfir heiminn jafn skæð hrina tísku-
slysa.
Í kvöld er þáttur á RÚV sem heitir
Straumar þar sem á að fara yfir þennan
áratug. Áttuna eins og hann er kallaður nú
af því að yngstu kynslóðirnar virðast ekki
vera til í að telja áratugi afturábak og
finnst betra að nota leið enskunnar sem tal-
ar um 80’s. Ég er nokkuð viss um að allir í
þættinum séu á því að þetta hafi verið
geggjaður tími.
Nú vill líka svo skemmtilega til að ég
vinn með þrítugum manni sem er með
fortíðarþrá á lokastigi og á sér þann draum
heitastan að hafa fæðst heldur fyrr og
fengið að upplifa þennan tíma. Í hans huga
var þessi áratugur eitt langt partí með
bögglesi, brauðtertum, hárlakki og herða-
púðum.
En það er þannig, þegar maður lítur til
baka, að maður man bara það sem upp úr
stóð. Þannig var veður æsku okkar sól og
snjór til skiptis. Aldrei venjulegir dagar
með venjulegu veðri. Það sama á við um
þennan áratug. Hann er Gleðibankinn,
Hollywood, Arnarflug og verðbólga.
Það væri hins vegar áhugavert að senda
einhvern um tvítugt aftur til ársins 1982.
Þá var enn þá ár í að Rás 2 liti dagsins ljós
og fjögur ár í að fólk gæti horft eða hlustað
á eitthvað annað en það sem ríkið hafði
ákveðið að hentaði okkur. Sem voru helst
fréttir af loðnuleit og síldarsamningum og
óskiljanlegar sænskar og svissnesk/
franskar bíómyndir.
Ég var svo heppinn að fá vinnu hjá Haf-
skip um sumarið. Þar var kerfið þannig að
venjulega var unnið frá 8-22 fyrstu þrjá
daga vikunnar. Stytting vinnuvikunnar var
hugtak sem enginn hafði heyrt á minnst.
Það þótti sérstaklega gott ef hægt var að
komast í nógu mikla yfirvinnu. Ég var 15
ára og fannst það meiri háttar.
Nú eru menn að fara á taugum þegar
verðbólgan skríður yfir 4 prósent. Velkomin
til 1982 þegar hún fór yfir 85 prósent. Og
það rétt þegar við vorum að venjast því að
hafa misst tvö núll aftan af krónunni árið
áður. Stjórn efnahagsmála var sem sagt
ekki til fyrirmyndar.
Þetta var tímabil einokunar, ríkisaf-
skipta, hafta, forræð-
ishyggju, einangrunar
og fordóma. Það voru
þrjár konur á þingi og
engin þeirra var ráð-
herra. Það hafði verið
prófað einu sinni og
þótti víst ekkert spes.
Samtökin 78 höfðu
verið til í fjögur ár og
réttindi samkynhneigðra (sem er orð sem
var ekki til þá) voru engin. Og við megum
ekki gleyma því að Sovétríkin og þær syst-
ur allar voru í spriklandi fínu fjöri.
Hér voru tollar á nánast öllu, vöruúrval
takmarkað, fáir veitingastaðir og ferða-
menn svo til óþekkt hugtak. Íslendingar
veiddu rúmlega hundrað þúsund tonnum
meira af þorski en þeir gera nú. Samt var
sjávarútvegurinn rekinn með tapi og bank-
arnir líka.
Við áttum eftir að bíða í sjö ár þar til
okkur var talið óhætt að drekka bjór.
Það er sem sagt ágætt að velta því aðeins
fyrir sér hvert við höfum farið á þessum
tæpu 40 árum og stundum er bara í lagi að
klappa okkur sjálfum á bakið og viðurkenna
að við búum í heldur betra samfélagi frels-
is, mannréttinda og hagsældar.
En jú. Það var samt rosalega gaman.
’
Það voru þrjár konur á
þingi og engin þeirra var
ráðherra. Það hafði verið
prófað einu sinni og þótti
víst ekkert spes.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Aftur í áttuna
E
f ég ætti að lýsa minni pólitísku
sýn í fjórum orðum væru þau
þessi: „Ísland verði land tæki-
færanna.“ Lykilatriði í þeirri sýn er
að hún takmarkast ekki við höfuð-
borgarsvæðið heldur nær til landsins
alls.
Vanmetið framlag
landsbyggðarinnar
Flest skiljum við gildi þess að blómleg
byggð sé um allt landið. Það eykur
lífsgæði allra Íslendinga, hvar sem
þeir búa.
Þeir eru þó til sem amast við við-
leitni stjórnmálamanna til að tryggja
jöfn tækifæri um allt land með öflug-
um innviðum og öðrum aðgerðum. Sú
afstaða byggist líklega fyrst og fremst
á því að viðkomandi sé ósammála
þorra þjóðarinnar
um gildi þess að
hafa blómlega
byggð í landinu.
Því gildismati
verður sennilega
seint breytt með
rómantískum til-
finningarökum en það má líka prófa
að horfa kalt á málið.
Og þegar við gerum það sjáum við
að landsbyggðin hefur skapað verð-
mæti og lífskjör í þágu allrar þjóð-
arinnar langt umfram það sem fram
kemur í þröngsýnni og takmarkaðri
athugun á opinberum hagtölum.
Það þarf ekki annað en að horfa á
þrjár stærstu útflutningsgreinar okk-
ar, sem ráða algjörum úrslitum um
lífskjör á Íslandi. Fiskimiðin eru allt í
kringum landið og eru sameign allrar
þjóðarinnar. Náttúran sem laðar
flesta ferðamenn hingað er aðallega
utan höfuðborgarsvæðisins. Og raf-
orkan sem er undirstaða stóriðju
verður að mestu leyti til á hálendinu.
Að ógleymdri matvælaframleiðslunni
sem tryggir okkur framúrskarandi af-
urðir.
Þegar af þessari ástæðu getum við
sagt með vissu að framlag landsbyggð-
arinnar til verðmætasköpunar og lífs-
gæða er vanmetið í þeim takmörkuðu
tölum sem við horfum oftast á.
Það eru því ekki bara mjúk og róm-
antísk tilfinningarök sem mæla með
því að við tryggjum jöfn tækifæri um
allt land heldur líka, og kannski fyrst
og fremst, ísköld efnahags- og sann-
girnissjónarmið.
Ég upplifi nánast á hverjum degi
sem þingmaður og ráðherra að kraft-
urinn, hugvitið, þrautseigjan, hug-
myndaauðgin, nýsköpunarhugsunin
og frumkvöðlahugarfarið á lands-
byggðinni gefur höfuðborgarsvæðinu
auðvitað ekkert eftir. Þessum kröft-
um þarf að veita brautargengi og það
er ákvörðun.
Árangur í verki
Ég er stolt af því að hafa fengið tæki-
færi til þess sem ráðherra að stuðla að
jafnari aðstöðu og tækifærum lands-
byggðarinnar.
Dæmi um það er stofnun 100 millj-
óna króna nýsköpunarsjóðs lands-
byggðarinnar („Lóu“); full jöfnun
flutningskostnaðar raforku frá og
með næsta hausti; átak til að flýta
bæði jarðstrengjavæðingu og þrífös-
un rafmagns; lagafrumvarp sem
stuðlar að lækkun raforkukostnaðar
með breyttum gjalskrárforsendum
dreifiveitna; aukin framlög til Fram-
kvæmdasjóðs ferðamannastaða;
markaðsstofur landshlutanna efldar
og þeim breytt í áfangastaðastofur;
verkefnið „Græni dregillinn“ sem
miðar að einföldun grænna fjárfest-
inga og stofnun grænna iðngarða, t.d.
á Bakka og víðar; aukinn stuðningur
við stafrænar smiðjur (Fab-Labs)
víðs vegar um landið; fjárstuðningur
við athugun á fjölnýtingu auðlinda-
strauma á Grundartanga; aukið fjár-
magn til framleiðslustyrkja í kvik-
myndagerð sem oft renna að stórum
hluta til þjónustufyrirtækja á lands-
byggðinni, og þannig mætti áfram
telja.
Þó að töluvert hafi áunnist er enn
verk að vinna, ekki síst í samgöngu-
málum, en líka öðrum innviðum og
opinberu stuðningskerfi á mörgum
sviðum.
Tækifærin til sóknar eru mörg.
Ferðaþjónustan
er sjálfsprottin
byggðaaðgerð
og viðspyrna
hennar mun því
skipta lands-
byggðina gríð-
arlegu máli.
Orkuskipti og græn framtíð munu
líka skapa ný atvinnutækifæri á
landsbyggðinni, en það þarf að stuðla
að því og það vil ég gera.
Síðast en ekki síst þurfum við að
breyta umræðunni og auka samstöðu
um þessi jákvæðu og skynsamlegu
markmið.
Sama mætti segja um
Ísland allt
Fyrst minnst er á að breyta um-
ræðunni gætum við hér tekið einn
lokasnúning gegn rökum þeirra sem
amast við því að ríkið beiti sér fyrir
því að landsbyggðin sé samkeppnis-
hæf við suðvesturhornið. Þeir hinir
sömu sjá nefnilega margir hverjir
ekkert athugavert við að ríkið beiti
sér fyrir því að Ísland – litla Ísland –
sé samkeppnishæft við aðrar þjóðir á
sem flestum sviðum.
Er það ekki mótsögn?
Það væri til dæmis hægt að segja:
„Ef nýsköpun, rannsóknir og þróun
þrífast ekki á Íslandi án stuðnings frá
hinu opinbera, þá verður bara að hafa
það; látum frumkvöðlana bara flytja
sín verkefni til útlanda.“ – En við
segjum það ekki, heldur beitum rík-
inu af krafti til að tryggja alþjóðlega
samkeppnishæft umhverfi á Íslandi
fyrir nýsköpun, rannsóknir og þróun.
Það sama mætti segja um fleiri svið
og alltaf er svar okkar hið sama: Við
ætlum að tryggja samkeppnishæfni
Íslands gagnvart öðrum þjóðum.
Svarið er þess vegna augljóst þeg-
ar sumir spyrja: „Ef landsbyggðin er
ekki samkeppnishæf við suðvestur-
hornið, verður fólkið þá ekki bara að
flytja suður?“
Svarið er mjög afdráttarlaust: Nei,
auðvitað ekki. Ekki frekar en við
sættum okkur við að Ísland sé ekki
samkeppnishæft gagnvart öðrum
þjóðum. Með sömu rökum og við beit-
um okkur fyrir því að Ísland sé sam-
keppnishæft ætlum við að tryggja
tækifæri um allt Ísland.
Land tækifæranna
– um allt land
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’
Með sömu rökum og
við beitum okkur fyrir
því að Ísland sé samkeppn-
ishæft ætlum við að tryggja
tækifæri um allt Ísland.
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380