Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Side 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021
É
g var farinn að óttast að ég hefði
snert einhvern álagablett og reitt
álfana til reiði,“ segir Jón Bjarki
Magnússon kvikmyndagerðar-
maður sposkur á svip, en ár er liðið
frá því að hann lauk við fyrstu heimildarmynd
sína í fullri lengd, Hálfur Álfur. Væntingar
stóðu til að sýna hana á alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Vínarborg og á
Skjaldborgarhátíðinni síðasta vor en báðum
hátíðum var frestað vegna kórónuveirufarald-
ursins. Skjaldborgarhátíðin fór loksins fram í
september og þar vann myndin til dómnefnd-
arverðlaunanna. Í framhaldinu átti Hálfur Álf-
ur að fara í almennar sýningar í Bíói Paradís –
en hvað gerðist þá? Þriðja bylgja faraldursins
skall á eins og flóðbylgja hérlendis. Ekki var
um annað að ræða en að bíða fram á vorið og í
vikunni verður loksins hægt að frumsýna
myndina í Reykjavík og hefja almennar sýn-
ingar í Bíói Paradís. Jón Bjarki viðurkennir þó
að hann hafi fengið í magann þegar ný smit ut-
an sóttkvíar komu fram í byrjun mánaðarins
og ekki var hægt að útiloka að fjórða bylgja
faraldursins væri að hefjast. Það virðist hins
vegar hafa sloppið til, eins og við þekkjum.
Jón Bjarki býr í Berlín ásamt unnustu sinni,
Hlín Ólafsdóttur, sem framleiðir myndina með
honum, en þau hafa dvalist á Íslandi frá því í
júlí vegna faraldursins. Skelltu sér meðal ann-
ars á makrílvertíð í Vestmannaeyjum eftir
verslunarmannahelgi en Hlín er úr Eyjum.
Jón Bjarki er ekki í vafa um að amma hans og
afi, Hulda Jónsdóttir og Trausti Breiðfjörð
Magnússon, sem myndin fjallar um, hafi
hlutast þar til um, enda þótt þau séu nú búin
að kveðja þetta líf. Þau fóru sjálf á ófáar ver-
tíðirnar um dagana. „Amma var byrjuð að
hjálpa til á vertíð fimm ára í Ingólfsfirði á
Ströndum og afi var mikið á sjó, áður en hann
gerðist vitavörður.“
Þráin eftir því að skapa
Eftir að hafa haft blaðamennsku að aðalstarfi í
um áratug venti Jón Bjarki kvæði sínu í kross
árið 2015, flutti til Berlínar og hóf ári síðar
MA-nám í sjónrænni mannfræði við Freie
Universität. Það varð svo aftur til þess að hann
féll gjörsamlega fyrir mannfræðilegri
heimildarmyndagerð. „Mér finnst eins og þrá-
in eftir því að skapa og viljinn til að miðla sög-
um þeirra sem lítið fer fyrir í meginstraums-
umræðunni hafi fundið sameiginlegan farveg í
gegnum heimildarmyndagerðina,“ segir hann.
Jón Bjarki fór snemma að velta fyrir sér
hvað væri áhugavert lokaverkefni í náminu og
varð hugsað til ömmu sinnar og afa, sem þá
voru 98 og 95 ára gömul, en þau höfðu alla tíð
leikið stórt hlutverk í hans lífi. „Ég ólst upp á
Siglufirði og afi var vitavörður á Sauðanesvita
og þar var mitt annað heimili. Ég hafði farið til
þeirra með upptökutæki til að safna sögum
fyrir sjálfan mig og einnig tekið viðtal við þau
fyrir Stundina um litlu hlutina í lífinu, sem
birtist í blaðinu með myndum Kristins Magn-
ússonar. Það vakti lukku og yljaði fólki greini-
lega um hjartaræturnar. Það blundaði því í
mér að gera meira með þeim og miðla sögu
þeirra með sjónrænni hætti.“
Trausti var fæddur 1918 og Hulda 1921,
þannig að Jóni Bjarka var ljóst að stykki hann
ekki á verkefnið strax yrði það mögulega of
seint. Enda fór það svo að hjónin létust bæði
áður en myndin var frumsýnd, Trausti nýorð-
inn 100 ára 2019 og Hulda 99 ára fyrir tæpu ári.
„Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa náð
að gera þetta með þeim og ljúka við myndina,“
segir hann. „Þetta verkefni snýst samt ekki
bara um ömmu og afa, þó þau séu miðlæg í
myndinni. Þetta er miklu stærri saga um þessa
heillandi kynslóð sem þau tilheyrðu. Kynslóð-
ina sem upplifði ótrúlegar breytingar á lífs-
háttum og tækifærum og er óðum að hverfa.
Tengslin eru ekki falin, en þetta er samt alls
ekki ég „elska ykkur, amma og afi-mynd“.
Hefði ég bara verið að gera þetta fyrir mína
nánustu þá hefði ég gert allt öðruvísi mynd.“
Heilluð af hversdagsleikanum
Jón Bjarki og Hlín eru bæði heilluð af hvers-
dagsleikanum og fegurðinni sem býr í honum.
Fyrir vikið er heimili ömmu hans og afa í for-
grunni í myndinni enda heimur út af fyrir sig
og hluti af veröld sem er að hverfa. Þá var Jón
Bjarki margsinnis mættur á slaginu klukkan
sex árdegis til að fylgjast með afa sínum gera
hafragraut, eins og hann hafði gert á morgn-
ana í 85 ár. Og hvað fer betur við þennan heim
en harmonikkutónlist, sem Hlín samdi sér-
staklega fyrir myndina. „Það er ekki bara tón-
listin sem slík, heldur líka öndunin í hljóðfær-
inu. Leifar af gömlum tíma.“
Í ljósi þess hve persónuleg myndin er, þótti
Jóni Bjarka einstaklega vel við hæfi að tónlist-
in væri gerð af manneskju sem þekkti þau
gömlu persónulega. „Hlín lagði allt í sölurnar
við spilamennskuna og maður fann hvernig
henni blæddi út við að túlka síðustu tóna lífs
þeirra. Það varð svo ótrúlega mikil tilfinn-
ingaleg nánd í hljómunum sem hún skapaði,“
segir Jón Bjarki og bætir við að Hlín hafi verið
hvatamaður að verkefninu frá upphafi og alltaf
haft óbilandi trú á því. „Þegar ég var í ein-
hverri krísu og með efasemdir, sem kom oftar
en ekki fyrir, þá var Hlín akkerið sem kom í
veg fyrir að ég myndi steyta á skeri. Þá á hún
gríðarlega mikið í öllu verkinu sem framleið-
andi enda tekið þátt í þróun þess allt frá hug-
myndastigi. Þessi mynd hefði aldrei orðið til
nema fyrir hennar hjálp.“
Dauðinn leikur einnig stórt hlutverk í mynd-
inni – enda nálægur þegar fólk hefur náð svo
háum aldri. „Afi var mjög upptekinn af dauðan-
um og umgekkst hann með húmor og ákveðnum
léttleika. Hann var í senn að undirbúa hundrað
ára afmæli sitt og jarðarförina – hvort sem
kæmi á undan. Aldrað fólk, ekki síst háaldrað,
er líka ákveðinn jaðarhópur í þjóðfélaginu sem á
ekki auðvelt með að koma sinni rödd að í um-
ræðunni. Það er helst þegar fólk á hundrað ára
afmæli að fjölmiðlar sýni því athygli og þau
samtöl eru eins og þau eru,“ segir Jón Bjarki.
Heiti myndarinnar, Hálfur Álfur, vekur for-
vitni og Jón Bjarki upplýsir að afi sinn hafi
tengst sínum innri álfi undir það síðasta.
„Hann var alinn upp á Ströndum innan um álfa
og nálgast maður ekki alltaf kjarnann þegar
ferðalok eru í augsýn? Amma hafði á hinn bóg-
inn engan húmor fyrir þessu „álfarausi“ í hon-
um og ég þorði á stundum ekki annað en að
slökkva á myndavélinni þegar þau byrjuðu að
karpa um það. Þarna birtust mjög skrautlegar
samræður, svo ekki sé meira sagt, sem snerust
meðal annars um gildi bóka og steina. Sjálfur
viðurkenni ég að ég var með fordóma fyrir ál-
faklisjunni. Ég meina, maður er spurður að því
í Berlín hvort við Íslendingar séum ekki með
álfamálaráðuneyti.“ Hann hlær.
Álfarnir stukku um borð
„En álfaþemað kom upp og varð myndlíking
fyrir þetta ferðalag. Álfarnir stukku um borð á
miðri leið og skoruðu mig á hólm! Þegar frá
leið fannst mér það líka mjög viðeigandi. Álfar
eru um margt holdgervingar gamla Íslands.
Þeir eru enn þjóðlega klæddir og að róa til
fiskjar og harðneita að fylgja okkur inn á 20.
öldina, hvað þá 21. öldina. Sem barn var afi í
hliðstæðu landi og átti fyrir vikið auðvelt með
að tengja við álfana enda þótt amma kallaði
þetta þjóðsögur og húmbúkk. Þegar upp er
staðið er ég mjög glaður að álfarnir skuli hafa
slegist í för með okkur. Þeir eru hluti af okkar
menningu.“
Aðaltökur fóru fram vorið 2018 en um
sumarið veiktist Trausti illa og var lagður inn
á spítala. Náði sér í raun aldrei almennilega
eftir það og lést í mars 2019, 100 og hálfs árs að
aldri. Lokatökur fóru fram sumarið 2019,
skömmu eftir að Trausti lést. Hulda náði að
fylgja ferlinu lengur og var orðin spennt fyrir
Skjaldborgarhátíðinni síðasta sumar. Því mið-
ur entist henni ekki aldur til að sjá myndina
sýnda þar og hljóta verðlaun.
„Ömmu og afa var sárt saknað en það var
yndislegt að ná að sýna myndina í bíósal full-
um af fólki sem virtist vera að tengja við efnið.
Myndin hefur líka verið sýnd á hátíðum hér og
þar erlendis og viðbrögð hafa verið mjög
ánægjuleg, en auðvitað finnst mér leiðinlegt að
hafa ekki komist á þær hátíðir, út af ástandinu
í heiminum,“ segir Jón Bjarki.
Í umsögn dómnefndar Skjaldborgarhátíð-
arinnar sagði meðal annars: „Sterk og heil-
steypt saga, einlæg og tilgerðarlaus frásögn;
mynd sem hrífur mann með sér frá fyrstu mín-
útu og fær mann til að hlæja og gráta á víxl.
Óborganlegar persónur með sterka tengingu
við náttúruna og íslenskan menningararf.
Myndin minnir okkur á að taka lífið ekki of al-
varlega og hafa gaman, en jafnframt vekur
hún okkur til umhugsunar um dauðann og það
sem tekur við.“
Þurfti að margstilla kompásinn
Við gerð myndarinnar beitti Jón Bjarki aðferð
sem kallast „observational documentary“ og
dvaldist því lengi með ömmu sinni og afa. Það
var til þess að þau vöndust myndavélinni og
hættu að veita henni athygli. En var ekkert
mál að sannfæra þau um að taka slaginn með
honum?
„Í raun ekki. Afi var strax til í tuskið en
amma hafði meiri efasemdir um að þau ættu
erindi í heimildarmynd. Hún samþykkti þetta
þó enda treystu þau mér. Þau voru mjög ólíkir
karakterar; afi var meira gefinn fyrir athygli
en amma sem var meira til baka. Fann sig best
í ljóðlistinni enda mikil bókakona sem kunni
ógrynni ljóða utan að. Þar var kjarni hennar.“
Enda þótt menn hafi skýra hugmynd þegar
lagt er upp í vegferð sem þessa þá vita þeir aldr-
ei nákvæmlega hver útkoman verður. Jón
Bjarki tekur heilshugar undir það, hann hafi
margsinnis þurft að endurstilla kompásinn. Að
mörgu var að hyggja og sitthvað breyttist á leið-
inni, svo sem veikindi og fráfall afa hans. Þá
munu elliglöp hafa verið farin að gera vart við
sig hjá gamla manninum undir það síðasta.
„Framan af þá birtist það mest milli þeirra
ömmu, ég tók ekki svo mikið eftir þessu sjálfur,
en þetta varð meira áberandi eftir að hann
veiktist og var lagður inn á spítala. Ég kaus þó
að gera ekki mikið úr þessu í myndinni enda
vildi ég ekki að persóna afa yrði skilgreind út
frá þessum veikindum hans. Myndin breyttist á
hinn bóginn á lokametrunum enda tók á að
fylgja afa til grafar en vera um leið að vinna að
þessu verki. Á móti kemur að ég er rosalega
þakklátur fyrir að hafa lagt af stað og átt svona
ríkar stundir með ömmu og afa og að þessi
heimild um líf þeirra sé til, bæði myndin og svo
Álfarnir skor-
uðu mig á hólm!
Hálfur Álfur, fyrsta heimildarmynd Jóns Bjarka Magnússonar í
fullri lengd, fer í almennar sýningar í Bíói Paradís á fimmtu-
daginn. Þar segir hann sögu ömmu sinnar og afa, sem urðu 99
og 100 ára, en um leið merkrar kynslóðar sem óðum er að hverfa
af sjónarsviðinu. Jón Bjarki var blaðamaður í áratug en söðlaði
um árið 2016, eftir að hafa staðið í eldlínu lekamálsins, og fann
sína köllun í mannfræðilegri heimildarkvikmyndagerð.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is