Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021
Í
Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni er að finna
vefnaðarvöruverslun. Hún heitir Sauma
og þegar inn er komið tekur á móti
manni stór, stæðilegur og brosmildur
karlmaður á besta aldri. „Það þykir
mörgum skrýtið að karl sé að vinna hérna,“
viðurkennir Sveinn Dal Sigmarsson, „og sumir
viðskiptavinirnir eru til að byrja með hálf-
smeykir við mig vegna þess hvað ég er stór og
mikill. Þeir jafna sig þó venjulega fljótt enda
tek ég vel á móti öllum. Annars er það sér-
íslenskt fyrirbrigði að konur vinni frekar í búð-
um af þessu tagi, erlendis eru það langmest
karlar.“
Það er nefnilega það.
Ekki þarf að verja löngum tíma með Sveini
til að skynja að jafnan er stutt í grínið og hlát-
urinn. „Já, já, ég hef mjög gaman af því að
grínast í fólki en auðvitað þarf maður að lesa
kúnnana; fólk er misjafnlega móttækilegt fyrir
sprelli.“
Hann brosir.
Viðskiptavinirnir eru mest konur en Sveinn
hefur þó tekið eftir mikilli aukningu hjá körl-
um á síðustu misserum enda sæki þeir nú í
auknum mæli í nám í fatahönnun. „Sauma-
skapur hættir aldrei en auðvitað gengur þetta
í bylgjum. Alltaf þegar kreppir að eykst til
dæmis saumaskapur og fólk sækir í betra efni
sem endist,“ segir Sveinn og bætir við að
saumaskapur hafi aukist talsvert í kórónu-
veirufaraldrinum enda þrengi nú að hjá mörg-
um, auk þess sem ýmsir hafi meiri tíma til að
sinna áhugamálum sínum. „Fólk hefur alltaf
þörf fyrir að skapa og ótrúlegasta fólk er farið
að sauma og selja á Facebook.“
Engin miskunn!
Sveinn er enginn nýgræðingur í vefnaðar-
vörubransanum en faðir hans, Sigmar Jónsson
stórkaupmaður, átti og rak um langt árabil
heildverslunina S. Ármann Magnússon.
Keypti hana árið 1976 af stofnandanum, Sig-
urði Ármanni Magnússyni stórkaupmanni,
sem meðal annars flutti inn fyrstu Mazda-
bifreiðarnar til Íslands. Sigmar einbeitti sér að
innflutningi og sölu vefnaðarvara og hóf
Sveinn ungur störf hjá föður sínum; við að
sendast, pakka efni og bera það inn í verslun-
ina sem í þá daga var til húsa á Hverfisgötu 76.
„Það var engin miskunn,“ segir Sveinn sem
finnst hann skyndilega við tilhugsunina standa
andspænis tveimur tonnum af efni úti á stétt.
Þrátt fyrir að hafa verið viðloðandi vefn-
aðarvörubransann í meira en fjörutíu ár hefur
Sveinn aldrei saumað sjálfur – fyrr en nú.
„Auðvitað hefur maður byggt upp ákveðna
þekkingu gegnum tíðina og ég hef alltaf verið
duglegur að leiðbeina fólki. Það er mér kapps-
mál að auka áhuga á saumaskap enda sel ég þá
meira af efnum.“
Hann glottir.
„Samt hafði ég aldrei saumað sjálfur og
ákvað að bæta úr því fyrir nokkrum mánuðum.
Kom þá á fót námskeiði í samstarfi við Helgu
Rún Pálsdóttur, klæðskera og fatahönnuð sem
kann sitthvað fyrir sér í faginu, og skráði mig
sjálfur. Við vorum þarna átta karlar og ein
kona á herrafatanámskeiði og ég saumaði
þennan líka ljómandi fína bomberjakka, þó ég
segi sjálfur frá.“
Hann hlær.
Sveinn segir saumanámskeiðum iðulega
vaxa fiskur um hrygg þegar kreppir að í þjóð-
félaginu og margir hafi skráð sig á slík nám-
skeið í bankahruninu. „Margt af því fólki fór
síðan út í rekstur sem það er ennþá með. Þeg-
ar fólk missir vinnuna og lífsviðurværið á það
auðvitað að spyrja sig: Hvað hefur mig alltaf
langað að gera?“
Stakk vin sinn í rassinn
Sveinn fæddist í Reykjavík árið 1963 og var
tápmikið barn. Alltaf glaður og kátur en líka
skapstór. „Það hefur elst af mér,“ segir hann
glottandi. Á ýmsu gekk, eins og þegar Sveini
sinnaðist við strák í hverfinu, elti hann með
vasahníf á lofti og stakk í rasskinnina. „Sjálf-
sagt hefði þetta verið lögreglumál í dag en á
þeim tíma leystu foreldrar okkar málið bara
sín á milli og við vorum byrjaðir að leika okkur
saman aftur daginn eftir.“
Feðgarnir voru víst ekki alltaf sammála og
þegar hann var sextán ára lenti Sveinn upp á
kant við föður sinn með þeim afleiðingum að
hann hætti í fússi í heildversluninni. Hann var
staðráðinn í að bjarga sér sjálfur og réð sig í
togaralöndun. „Þar náði ég því til dæmis að
vinna með sting. Það hafa ekki allir gert. Til að
byrja með voru menn tortryggnir í garð sonar
heildsalans en það lagaðist smám saman og ég
vann menn á mitt band. Það var algjört ævin-
týri að vinna við togaralöndunina.“
Í eitt skipti var okkar maður hætt kominn.
Hann var þá að vinna niðri í lest á togara þegar
kassastæða sem verið var að hífa upp á dekk
rakst utan í lúguna með þeim afleiðingum að
kassarnir tvístruðust í allar áttir. „Þegar ég
horfði á þetta gerast og allt dótið koma yfir mig
var ég ekki í nokkrum vafa: Jæja, núna er ég
dauður! Sama héldu aðrir sem urðu vitni að
þessu. Nema hvað? Ég var sprelllifandi og
hvorki skráma né mar á mér. Af einhverjum
ótrúlegum ástæðum höfðu kassarnir raðast allt
í kringum mig. Menn áttu ekki orð.“
Sveinn var einnig til sjós í tvö sumur, á
Stapafellinu, og varð svo frægur að vera tek-
inn fyrir smygl í fyrsta túr.
– Hverju varstu að smygla?
„Fjórtán vodkaflöskum og einum plötuspil-
ara. Ég slapp með sekt og fékk að halda plötu-
spilaranum eftir að hafa greitt toll.“
Undir stjórn Þræla-Jóns
– Átti sjómannslífið við þig?
„Já, það átti ágætlega við mig. Að vísu spúði
ég eins og múkki í fyrstu ferðinni. Það kætti
yfirmann minn, sem gekk undir því geðþekka
nafni Þræla-Jón, óskaplega og hann lét mig
losa skítastíflu meðan ég var hvað slappastur.
Síðar gekk Þræla-Jón fram af mér og ég ætl-
aði að berja hann. Þá sagði hann: „Jæja,
Svenni minn. Núna erum við góðir.“ Og hann
bað aftur um mig sumarið á eftir.“
Sveinn var við nám í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti á veturna og eftir skólaball fór hann
heim með stelpu. Þurfti svo að skreppa á kló-
settið um nóttina og hverjum haldið þið að hann
hafi þá mætt? Jú, laukrétt, téðum Þræla-Jóni.
„Mér krossbrá auðvitað en það hvorki datt né
draup af Jóni sem bauð mér bara vinsamlega
góða nótt. Enda kom á daginn að þetta var alls
ekki Þræla-Jón, heldur tvíburabróðir hans, sem
kannaðist auðvitað ekkert við mig.“
Hann skellihlær.
Sveinn var mikill hrakfallabálkur á sínum
yngri árum; mölbraut til dæmis á sér höndina í
svifdrekaflugi. „Ég var níu mánuði í gifsi eftir
það slys. Ekki nóg með það; mér tókst á ein-
hvern ótrúlegan hátt að brjóta á mér hina
höndina líka. Var sumsé um tíma í gifsi á báð-
um.“
Höfuðleðrið flettist af
Mesta áfallið var þó þegar hann keyrði spítt-
bát óvart upp á land þegar hann var sextán
ára. Sveinn var þá að draga mann á sjóskíðum
á Þingvallavatni og með þrjá unga pilta með
sér í bátnum. Honum hlekktist á með þeim af-
leiðingum að báturinn keyrði upp í harðaland.
Sjóskíðamaðurinn og tveir piltanna slösuðust
lítið sem ekkert en þriðji pilturinn festist undir
bátnum mikið slasaður. „Það var skelfileg að-
koma. Höfuðleðrið var að hluta farið af svo
skein í kúpuna sem hafði brotnað. Hann sat
fastur undir bátnum og ég fylltist einhverjum
fítonskrafti og tókst að lyfta bátnum upp þann-
ig að hægt var að ná drengnum undan. Fólk
dreif að úr nærliggjandi bústöðum og honum
var komið til þess að gera hratt undir læknis-
hendur. Ég var í algjöru sjokki og áttaði mig
ekki strax á því að ég var mikið slasaður sjálf-
ur; miltað hafði til að mynda sprungið.“
Sveinn og pilturinn voru báðir fluttir á gjör-
gæslu þar sem þeir lágu næstu dagana. Fjöl-
skylda Sveins var úti á landi og komst því ekki
strax að sjúkrabeðinum. „Við lágum hlið við
hlið og aumingja drengurinn grét látlaust í tvo
sólarhringa. Það var gríðarlega erfitt. Það sem
kom mér í gegnum þetta var afstaða móður
hans sem sat hjá okkur. Hún sagði öllu máli
skipta að við jöfnuðum okkur, síðar mætti fara
yfir hvað fór úrskeiðis. Sem betur fer greri
drengurinn sára sinna og náði fullri heilsu á
ný. Þetta slys kemur oft upp í hugann enda
mín mesta eftirsjá í lífinu. Þetta hafði djúp-
stæð áhrif á mig.“
Það leit ekki kona við mér
Sveinn var réttnefnt partíljón á sínum yngri
árum og kveðst um tíma hafa verið eins og eitt
af húsgögnunum á skemmtistaðnum Holly-
wood, sem naut mikillar hylli á níunda áratugn-
um. Nokkurt bakslag kom hins vegar í kven-
hylli hans eftir að ljósmynd birtist af honum í
tímaritinu Samúel, þar sem hann var staddur á
balli hjá Samtökunum ’78. „Það kom þannig til
að systir mín leigði með samkynhneigðum
manni og ég hafði skutlað þeim á umrætt ball.
Samúel var vinsælt blað og eftir að myndin
birtist var ég stimplaður samkynhneigður. Það
leit ekki kona við mér í tvö ár á eftir.“
Hann hlær dátt.
Eftir stúdentspróf fór Sveinn aftur að vinna
í heildverslun föður síns enda erjur þeirra
feðga löngu gleymdar. Þar var hann til 27 ára
aldurs eða þar til örlögin gripu í taumana.
Sveinn var þá tekinn fyrir ölvunarakstur og
missti bílprófið. Álpaðist svo til að keyra próf-
laus og var nappaður á ný sem þýddi að refs-
ingin var framlengd. Hann vann mikið við út-
keyrslu fyrir heildverslunina og þar með var
grunninum kippt undan starfinu. Og hvað gera
menn þá? Jú, skella sér í háskóla í Flórída.
Sveinn skráði sig í nám í fjármálum og fjár-
mögnun og undi hag sínum vel í sólinni þar
vestra. Var aukinheldur kominn með bílpróf
og bíl eftir eina viku. Lítil samskipti voru víst
milli lögreglunnar á Flórída og í Reykjavík á
þessum árum.
Samband, börn og skilnaður
Hann sneri heim að þremur árum liðnum, með
háskólagráðu og sænska konu, Jenny, upp á
arminn. Eftir skamma dvöl hér heima lá leið
þeirra til Lundar, þar sem Sveinn fór í meist-
aranám í Evrópufræðum. „Mér þótt það blasa
við enda stefndi Ísland hraðbyri inn í Evrópu-
sambandið á þessum tíma.“
Það fór á annan veg, eins og við þekkjum.
Að námi loknu fór Sveinn að vinna sem fjár-
málastjóri hjá Norðurlandadeild samtaka al-
þjóðlegra flugfélaga í Stokkhólmi, IATA, og
Jenny hjá tæknirisanum Ericsson. IATA er
milliliður milli flugfélaga og ferðaskrifstofa og
peningaflæðið um 600 milljarðar á ári, að sögn
Sveins. Þau eignuðust tvö börn saman á þess-
um tíma en á endanum komu brestir í sam-
bandið. „Við vorum bæði mjög metnaðargjörn
og fjarlægðumst smám saman hvort annað.
Við bárum þó sem betur fer gæfu til að skilja í
góðu og erum fínir vinir í dag. Ég grínast
gjarnan með að börnin hafi allt það versta frá
mömmu sinni en það er auðvitað algjört kjaft-
æði – þau hafa það allt frá mér.“
Hann hlær.
Sonur Sveins og Jenny, Alfreð Dal, býr á Ís-
landi en dóttirin, Embla Júlía, er að ljúka há-
skólanámi í Bandaríkjunum, auk þess að spila
körfubolta, eins og móðir hennar gerði á sinni
tíð. Þær eru báðar hávaxnar, Jenny 191 cm og
Embla Júlía 186 cm. Alfreð er einnig í hærri
kantinum, 206 cm. „Þegar hann var fjórtán ára
vildi hann prófa að búa á Íslandi og hefur verið
hér síðan. Embla Júlía er líka mjög stolt af ís-
lenskum uppruna sínum en hefur ekki viljað
búa hér. Við erum samt í góðu sambandi og
hún kemur oft í heimsókn,“ segir Sveinn.
Við eigum saman dóttur!
Þegar sambandinu við Jenny lauk sneri Sveinn
heim til Íslands, eftir þrettán ár í útlöndum. Þá
biðu hans óvænt tíðindi. Kona sem hann hafði
átt einnar nætur gaman með í Hollywood
löngu áður knúði óvænt dyra og tjáði honum
að þau ættu saman dóttur – sem þá var ný-
fermd. DNA-próf staðfesti mál konunnar.
„Það var mikil upplifun að „eignast“ nýfermda
dóttur með spangir – gallharða gelgju.
Mamma var að setja í uppþvottavélina þegar
ég kom hálfskömmustulegur að færa henni
þessi tíðindi. Hún leit snöggt upp og sagði:
„Svona er að vera ríðandi úti um allt!“ Og hélt
svo áfram að setja í uppþvottavélina.“
Þið getið rétt ímyndað ykkur að núna er
dátt hlegið.
Fyrsti fundur þeirra feðgina var heldur
stirður. Sveinn bauð dóttur sinni, Kolbrúnu, í
bíltúr og hún svaraði fyrirspurnum hans bara
með einsatkvæðisorðum, nei eða já. „Ég var
engu nær eftir þennan bíltúr en þegar hún var
komin út úr bílnum sneri hún við til að segja
Jæja, núna er ég dauður!
Sveinn Sigmarsson kann vel við sig
sem tuskukaupmaður enda fær hann
næringu og kraft úr því að hitta fólk.
Sveinn Dal Sigmarsson er að eigin sögn tuskusali og rekur vefnaðarvöruverslun. Hann er með
djúpar rætur í faginu en byrjaði þó ekki sjálfur að sauma fyrr en fyrir nokkrum mánuðum. Margt
hefur á daga Sveins drifið en hann menntaði sig í fjármálum og starfaði lengi erlendis. Ungur slapp
hann með skrekkinn úr löndunarslysi og varð sjálfur valdur að alvarlegu bátaslysi. Þá eignaðist
hann óvænt nýfermda dóttur og er hálfbróðir hins ástsæla aflraunamanns Jón Páls Sigmarssonar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is