Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 V ið sama tækifæri í síðustu viku voru nefnd nýleg skrif um Joe Biden ætt- uð úr amerískri útgáfu af Spectator. Þar var sagt að svo væri komið að næstum mætti flokka það undir grimmd að hefja um það umræðu opinberlega. En um leið væri það sýnu meira grimmd- arverk af hálfu Demókrataflokksins að fara svona illa með hrakandi eldri mann, og blekkja kjósendur í kosningum og halda því áfram eftir þær, og svívirða með því lýðræðið. Hálaunaðir hjálparkokkar Og vissulega er það einskonar sjálfspynding að fylgj- ast með þróuninni og hvernig hið raunverulega fórnarlamb er teymt á hvern flóttann á fætur öðrum til að freista þess að draga það að blekkingin komist að endimörkum. Biden er ekki sendur í sjónvarpssamtöl nema til inn- vígðra og eiðsvarinna. Síðast var einn helsti hjálpar- kokkur í Hvíta húsi Clintons, George Stephanopoulos, fengin til að sjá um „spurningarnar“ en forsetinn sat með svarmiðana sína í kjöltunni, enda er ekki lengur reynt að fela að velviljaðir innanbúðarmenn líti aðeins á samtölin sem gagnkvæman upplestur. En þótt sá hafi örugglega ekki ætlað sér annað en að forða gest- inum frá heimilisslysum, þá fór það svo að Biden missti það út úr sér að Pútín forseti „væri morðingi.“ Og þegar forsetinn bætti því við að Pútín ætti eftir að gjalda það þungu verði að hafa haft áhrif á forseta- kosningarnar 2020 fór í enn verra. Það hefði verið meira í stíl hefði karl nefnt kosning- arnar 2016. En að svo miklu leyti sem „átt var við“ kosningarnar 2020 sá Demókrataflokkurinn um það allt sjálfur. Um það er í rauninni ekki deilt heldur ein- göngu hvort að allt það umfangsmikla fikt „að og frá og í kjörkössunum“ hafi ráðið úrslitum þá eða ekki. Varðandi „afskipti Rússa“ af kosningunum 2016 þá var það allt rannsakað í mörg ár af sérstökum sak- sóknara sem safnað hafði í kringum sig tugum ann- arra saksóknara, nær allra úr hópi demókrata, og voru margir þeirra frægir fyrir vægðarleysi og harka- leg og jafnvel einkennileg vinnubrögð. Það var því örugglega ekki þeim að kenna að ekkert hafðist upp úr öllu krafsinu þótt eytt væri milljörðum í verkið og fjöldi manna var handtekinn og komið í fangelsi, en flestir síðar náðaðir. Morðingjastimpillinn En það er að minnsta kosti harla óvenjulegt að sitj- andi Bandaríkjaforseti tilkynni óvænt í „beinni út- sendingu,“ að starfsbróðir hans í Rússlandi sé morð- ingi. Það má gefa sér að Biden hafi ekki átt við að Pútín gengi um prívat og persónulega sveiflandi skammbyssunni eins og væri hann með lögheimili í Síkakó vestra og dræpi mann og annan eins og henti jafnvel bestu menn í gömlum íslenskum skinnbókum. En hvað átti hann þá við? Þess má minnast að 26. febrúar var tilkynnt að Joe Biden hefði gefið og látið framkvæma fyrstu fyrir- mæli sín um árás á annað ríki og varð Sýrland fyrir valinu. Pentagon taldi að ekki færri en 22 hefðu látist í árásinni og hún hefði einnig að öðru leyti heppnast vel því að eyðilegging á mannvirkjum og búnaði hefði verið í samræmi við væntingar. Stutt er að minnast þess að John Bolton, öryggisráðgjafi Donalds Trumps, hvarf úr því starfi og skrifaði í kjölfarið bók til að styrkja fjárhagslega stöðu sína, eins og tíðast þar vestra. Þar kom m.a. fram að ágreiningur varð á milli þeirra þegar að forsetinn hafnaði tillögu um hefndarárás á Íran eftir að klerkastjórnin skaut niður bandarískan herdróna. Ráðgjafinn og herinn höfðu fundið skotmark sem þeir mæltu eindregið með. „Er gert ráð fyrir mann- tjóni,“ spurði forsetinn. Ekki var talið að það yrði um- talsvert, og nefnt var matið 5 tugir manna. „Það fórst enginn þegar að dróninn okkar var eyðilagður. Ég hefni hans ekki með því að farga 50 mannslífum,“ var svar forsetans. Bolton taldi ákvörðunina sýna að forsetinn væri veiklundaður. Hvenær drepa forsetar mann og hvenær ekki? En spurning dagsins er hins vegar sú, hvort að Biden teldi í lagi ef Pútín kallaði hann morðingja af þessum velheppnuðu aðgerðum í Sýrlandi. Það má ekki gleyma því að Obama hefur sjálfur sagt frá því að hann hafi tekið þátt í því að velja og samþykkja skot- mörk á Arabíuskaga. Það voru í meginatriðum fólk, meintir skæruliðar eða hermdarverkamenn, sem fengu kveðju frá honum úr heiðskíru lofti enda lítið um hervirki þar. Það má reyndar alls ekki útiloka að réttlæta hafi mátt margar þessara árása. En það liggur þó ræki- lega fyrir að það voru ekki hin sérvöldu fórnarlömb ein sem féllu í þessum árásum. Þar voru þeir sem saman fá það óvirðulega heiti „collateral damage.“ Stundum voru fórnarlömbin jú að tala í farsíma sína og vissu ekki að símarnir þeirra leiðbeindu drónunum á skotmarkið. Og drónarnir „vissu“ ekki hverjir voru í næsta nágrenni við hinn dauðadæmda spjallara og var nokk sama um það, af því að þeir eru drónar. En Obama varð friðarverðlaunahafi Nóbels fyrir það eitt að ná kjöri gegn McCain forsetaframbjóð- anda hinna. Nefndin gerði aldrei minnstu athuga- semd við val Obama á fórnarlömbum úr órafjarlægð í algjöru öryggi í Hvíta húsinu. Og ekki að hann skyldi taka þátt í og heimila „vorhreingerninguna“ fyrir „botni Miðjarðarhafs,“ sem er einhver misheppn- aðasta aðgerð síðustu áratuga. Þeir velja einungis húmorista í þessa verðlaunanefnd Nóbels. En það er hins vegar athyglisvert að Obama segir í bók sinni A Promised Land að Joe Biden, þá varafor- seti, hafi lagst gegn árásinni á felustað Osama bin Laden nóttina 1.-2. maí 2011. Segir Obama að Biden hafi með því sýnt hugrekki og varfærni í senn þar sem nær allir aðrir í hópnum, sem naut trúnaðar til að vera nærri þeirri ákvörðun, hefðu viljað láta slag standa. Skjáskot trufla skrif Í þessum skrifuðu orðum birtast myndir á skjánum þar sem Biden forseti fer upp stigann inn í reisulega forsetaflugvélina og fellur um koll. Það getur alltaf Hæg er leið Harrisar. Það hallar undan fæti þar ’ En það er að minnsta kosti harla óvenju- legt að sitjandi Bandaríkjaforseti tilkynni óvænt í „beinni útsendingu,“ að starfsbróðir hans í Rússlandi sé morðingi. Reykjavíkurbréf19.03.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.