Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021
ÁHUGAMÁL
Hristum
þetta af
okkur
L augarnar í Rey k javí k
w w w. i t r. i s
2m
Höldumbilinu og sýnum
hvert öðru tillitssemi
„Við erum svona tuttugu manna
kjarni sem förum saman í þessar
ferðir. Að koma til Færeyja er eins
og að koma hundrað ár aftur í tím-
ann og algjör heilun. Áhuginn á
Grænlandi hefur líka aukist ár frá
ári en ég hef fylgst lengi með Rax,
sem má segja að sé goðið mitt. Hann
kom einmitt til okkar með fyrir-
lestur rétt áður en við fórum til
Grænlands,“ segir Kidda og segir
hópinn hafa farið til Narsaq á Suður-
Grænlandi.
„Við fórum um allt á bátum og
mynduðum, sigldum einar 300 sjó-
mílur samtals og heimsóttum meðal
annars Brattahlíð, Hvalsey, Qaqor-
toq og Landbúnaðarskólann í
Quassiarsuk ásamt skriðjöklum sem
eru víða á þessu svæði,“ segir hún og
segir ferðina hafa verið ógleyman-
lega.
„Nú er það líka ástríða að skipu-
leggja ferðir fyrir hópinn. Ég er að
plana núna ferð um Austurland í
haust,“ segir Kidda en hópurinn er
nýkominn úr dagsferð frá Kötlujökli
og Mýrdalsjökli.
Þessa mynd tók Kidda í Vogum á Vatnsleysuströnd af yfirgefnu húsi.
Ljósmynd/Kidda
Myndin af lunda á flugi er uppáhaldsmynd Kiddu, en hún er tekin í Flatey.
Ljósmynd/Kidda
Kidda náði mynd þegar ís hrundi með látum úr hlíðum skriðjökuls þegar hún sigldi um í Grænlandi.
Ljósmynd/Kidda
Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í skemmtilega ferð til Færeyja árið 2018.
Ljósmynd/Allan Ragnarsson
Kidda hefur mjög gaman að því að mynda hesta og önnur dýr.
Ljósmynd/Kidda