Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 28
BREIDD Bandaríska söngkonan og lagahöf- undurinn Valerie June segir svartar tónlistar- konur aldrei hafa verið einsleitan hóp enda þótt þeirri staðreynd hafi ekki verið slegið upp sérstaklega. Þegar hún var barn hafi hún haldið að allar svartar stúlkur ættu að syngja eins og Whitney eða Aretha en síðar hafi hún áttað sig á því að breiddin væri mun meiri. Þetta kemur fram í viðtali við hana í breska blaðinu The Guardian en Valerie June sendi á dögunum frá sér sína fimmtu breiðskífu, The Moon and Stars: Prescriptions for Dreamers. „Sjálf mun ég alltaf tala eins og sveita- kona en ég get sungið hvað sem er.“ 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 LESBÓK SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. mars Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 26. mars Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrumgómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira. BÍÓ Ár mitt með Salinger eða My Salinger Year nefnist nýj- asta kvikmynd fransk/kanadíska leikstjórans Philippe Fal- ardeau sem frumsýnd var í Bandaríkjunum og Kanada á dög- unum. Myndin gerist árið 1995 og hermt er af ungri stúlku, Joönnu að nafni, sem leikin er af Margaret Qualley, sem ræður sig til starfa hjá umboðsskrifstofu og fær þar það hlutverk að svara aðdáendabréfum hins sérvitra rithöfundar J.D. Salinger sem hún þekkir hvorki haus né sporð á. BBC lýsir myndinni sem „The Devil Wears Prada fyrir þá sem taka bækur fram yfir tísku“. Margaret Qualley er dóttir leikkon- unnar Andie MacDowell og er líklega þekkt- ust fyrir að hafa leikið hina tápmiklu Pussy- cat sem Cliff Booth pikkaði upp á rauðu ljósi í Once Upon a Time in Hollywood. Svarar fyrir Salinger Margaret Qualley fer með aðalhlutverkið. AFP Sveitaleg í máli en syngur hvað sem er Valerie June leikur á hin ýmsu hljóðfæri. AFP Eliran Kantor teiknaði umslagið. Helloween í sjöunda veldi SPRETTUR Fram undan er veisla hjá aðdáendum Helloween en sex- tánda breiðskífa þessa gamalgróna þýska sprettmálmbands er væntan- leg 18. júní. Hún sætir tíðindum fyr- ir þær sakir að Kai Hansen söngv- ari og gítarleikari, sem hætti í bandinu 1989, og Michael Kiske söngvari, sem hætti 1993, snúa nú aftur. Enginn missti þó vinnuna af þeim sökum en allir fimm sem fyrir voru í Helloween eru þar enn, þeirra á meðal stofnmeðlimirnir Michael Weikath gítarleikari og bassaleikarinn Markus Großkopf, gjarnan nefndur Stórhöfði hér um slóðir. Hansen, Kiske og Andi Deris skipta nú með sér söngnum. Þrjár ungar leikkonur og tværeldri og reynslumeiri bítastum Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Elst er hin bandaríska Frances McDormand, 63 ára, sem hlýtur til- nefningu fyrir frammistöðu sína í Nomadland eftir Chloé Zhao. Þar leikur hún konu sem misst hefur eig- inmann sinn og vinnuna og bregst við með því að selja allar eigur sínar og leggja land undir fót á húsbíl í leit að nýrri vinnu og eftir atvikum ævintýr- um. McDormand er tvöfaldur Ósk- arsverðlaunahafi í þessum flokki, vann fyrst fyrir Fargo 1997 og síðan fyrir Three Billboards Outside Ebb- ing, Missouri 2018. Þá hefur hún í þrí- gang verið tilnefnd fyrir bestan leik í aukahlutverki án þess að fara með styttuna heim; fyrir Mississippi Burning 1989, Almost Famous 2001 og North Country 2006. Sumsé vön manneskja. Bandaríska leikkonan Viola Davis, 55 ára, hefur einu sinni áður verið til- nefnd fyrir framgang sinn í aðal- hlutverki; fyrir The Help 2011. Hún fór ekki með sigur af hólmi í það skipti. Davis vann hins vegar Óskar- inn sem besta leikkona í aukahlut- verki fyrir Fences 2016. Hún var einnig tilnefnd í þeim flokki fyrir Doubt 2008. Í ár er Davis tilnefnd fyrir titilhlutverkið í myndinni Ma Rainey’s Black Bottom eftir George C. Wolfe. Þar ferðumst við aftur til ársins 1927 og kynnumst virtri þel- dökkri blússöngkonu, Ma Rainey, sem komin er á mála hjá hvítum út- gefanda – sem ekki var hlaupið að á þeim tíma. Hin bandaríska Andra Day, 36 ára, er þekktari sem söngkona en leik- kona en fékk stóra tækifærið í mynd Lee Daniels The United States vs. Billie Holiday, þar sem hún fer með titilhlutverkið. Þetta er hennar fyrsta tilnefning til Óskarsverðlauna en Day vann á dögunum Gullhnöttinn fyrir bestan leik í dramahlutverki. Myndin fjallar um ævi hinnar ástsælu söng- konu en árið 1940 flæktist hún inn í baráttu yfirvalda vestra gegn fíkni- efnum en markmiðið var að fá Holiday til að hætta að syngja lagið umdeilda Strange Fruit. Hin breska Carey Mulligan, 35 ára, er sú eina af yngri leikkonunum sem áður hefur verið tilnefnd til Óskars- verðlauna, fyrir bestan leik í aðal- hlutverki í An Education 2009, mynd- inni sem gerði hana að stjörnu á einni nóttu. Hún vann ekki þá. Mulligan hefur fengið mikið lof fyrir frammi- stöðu sína í Promising Young Wom- an, sem er frumraun leikstjórans Emerald Fennell. Þar leikur hún unga konu sem flosnað hefur upp úr læknanámi og býr heima hjá for- eldrum sínum eftir áfall sem hún varð fyrir þegar bestu vinkonu hennar var nauðgað af samnemanda þeirra. Hún svipti sig í framhaldinu lífi. Að því kemur að karakter Mulligan sker upp herör gegn fjölþreifnum körlum og þá sérstaklega nauðgara vinkonu hennar. Síðast en ekki síst er breska leik- konan Vanessa Kirby, 32 ára, tilnefnd í fyrsta sinn fyrir leik sinn í Pieces of a Woman eftir Kornél Mundruczó. Þar fer hún með hlutverk konu sem missir sitt fyrsta barn í fæðingu. Óska(rs)börn akademíunnar Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunn- gjörðar í vikunni. Góðkunningja akademíunnar er að finna á listunum tveimur yfir bestan leik í aðalhlutverki í bland við ný og spennandi nöfn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Chadwick Boseman: Ma Rainey’s Black Bottom. AFP Anthony Hopkins: Father. Getty Images via AFP Steven Yeun: Minari. AFP Gary Oldman: Mank. AFP Andra Day: The United States vs. Billie Holiday. AFP Riz Ahmed: Sound of Metal. Getty Images via AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.