Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 21. MARS 2021 AVANA model 2570 L 224 cm Leður ct. 15 Verð 509.000,- L 244 cm Leður ct. 15 Verð 529.000,- LEUCA model 3186 L 167 cm Leður ct. 15 Verð 369.000,- L 207 cm Leður ct. 15 Verð 419.000,- ESTRO model 3042 L 164cm Leður ct. 10 Verð 359.000,- L 198 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LEVANTE model 3187 L 204 cm Leður ct. 25 Verð 459.000,- L 224 cm Leður ct. 25 Verð 479.000,- CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 ETOILE model 2623 L 200 cm Leður ct. 25 Verð 549.000,- L 230 cm Leður ct. 25 Verð 599.000,- Hinir heiðbláu lærisveinar Peps Guardiolas hjá Manchester City hafa farið með himinskautum á yfirstandandi sparktíð og eiga enn þá möguleika á því ótrúlega afreki að vinna fernuna. Liðið er svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn, á fyrir höndum úrslitaleik í enska deildabikarnum gegn Totten- ham Hotspur 25. apríl og er komið í átta liða úrslit í Meist- aradeild Evrópu, þar sem það mætir Borussia Dortmund. Þá er ótalið elsta sparkmót í heimi, enski bikarinn, en City glímir þar við Everton í átta liða úrslitum um helgina. Hér þarf vitaskuld allt að ganga upp en skili City sér fyrst í mark á öllum mótum yrði það einstakt afrek hjá ensku félagi. Nágrannar City í Manchester United unnu sem kunnugt er þrennuna, deild, bikar og Meistaradeild Evrópu, undir stjórn Sir Alex Fergusons árið 1999. Þeir sem muna hvaða lið vann deildabikarinn það ár mega klappa sér roggnir á bakið. Kevin De Bruyne skorar enn eitt markið fyrir City, gegn Southampton á dögunum. AFP Vinnur City fernuna? Hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola, þekkir bara eina leið – upp. AFP Oft er rætt um að vinna dolluna en Man. City getur gert gott betur, unnið fernuna. „Ragnar er þarna að syngja lagið „Litli vin“, en fær ekki að vera í friði því að ég geri mitt bezta til þess að snúa út úr fyrir honum.“ Þannig lýsti Svavar Gests meðfylgjandi mynd sem birtist í Morgunblaðinu á þessum degi árið 1961. Tilefnið var tónleikar sem hljómsveit Svav- ars Gests stóð fyrir í Austurbæjarbíói og téður Ragnar var vitaskuld Bjarnason. „Við leikum vinsælustu dægurlögin frá því í vet- ur bæði innlend og erlend og til þess að gera það fjölbreytt komum við fram í ýmsum gervum. T.d. leikum við eitt þeirra laga er Los Paraguios kynntu er þeir voru hér á ferð. Komum við þá fram í líkum búningum og þeir klæddust og flytjum lagið í sama búningi, en gerum svolítið grín að þeim um leið. Einnig koma þau þarna Nína og Friðrik og syngja fyrir áheyrendur. Þ.e.a.s. Ragnar og Reynir með aðstoð hljómplötu. Svo verður skemmtiþáttur, en þar gera þrír meðlimir úr hljómsveitinni grín að mér í þættinum „Gettu betur“,“ sagði Svavar. GAMLA FRÉTTIN Ragnar fékk ekki að vera í friði Ragnar Bjarnason og Svavar Gests eins og þeir birtust lesendum Morgunblaðsins fyrir réttum sextíu árum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Júníus Meyvant tónlistarmaður Jesús Kristur frelsari Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.