Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Síða 14
KnsttspyrnurfelBBlð
IMKÉ9 Þróttur
50#
Hver er
David GriFFiths ?
Frá undiritun samnings við David Grijfits F.v. Ingibjörg Hafberg, David Griffiths, Tryggvi Geirsson,
Sigurður Þorvaldsson
Við náðum tali af honum á skrifstofu hans
í félagsheimili Þróttar. David heilsar mér
með þéttu handtaki og bros á vör og segist
ekki vita hvað Þróttarar vilji vita um
hann.
Hvað kom til að þú komst til Islands ?
Hann svarar hiklaust. Askorunin. Og
tækifæri til að fá að vinna með mönnum
sem hafa gaman af knattspyrnu. Undan-
farin átta ár hef ég starfað í Virginiu og
það var kominn tími til að snúa aftur til
Evrópu. Ekki aðeins það, heldur hefur
stuðningur stjómar Þróttar verið með ein-
dæmum góður, reyndar sá besti hingað til.
Ég hef það á tilfinningunni að allir bera
hag yngri flokkanna fyrir brjósti og það
gleður mig. Og í hreinskilni sagt, svona
starfsandi hvetur mig mikið.
Þti hefur verið við störf í Bandaríkjun-
um, hvað varstu að gera þar ?
Ég var í forsvari fyrir unglingastarfi þar
sem fjöldi þátttakanda var 1.000 frá aldr-
inum 6 til 19 ára. Það fól í sér allt frá
markaðsmálum til daglegrar þjálfunar á
leikmönnum og þjálfurum.
Svo þú hefur verið að þjálfa í nokkurn
tíma ?
Ég spilaði í Englandi frá fimm ára aldri þar
til ég flutti þaðan 21 árs gamall. Ég spilaði
með flughemum og síðustu sjö ár hef ég
verið þjálfari í fullu starfi.
Þurftir þú að mennta þig að einhverju
leyti fyrir þetta starf ?
Já, hvort ég þurfti. Eg hef lokið námi
frá virtum þjálfaraskóla (National
Soccer Coaches Association of Amer-
ica) og er með skírteini frá þeim skóla
sem heimilar mér að kenna þjálfurum
og veita þeim starfsleyfi sem slíkir. Ég
hef einnig sótt námskeið hjá Knatt-
spyrnusambandi Wales, Italíu og BrasiÞ
íu. En það mikilvægasta, þegar kemur
að menntun, var tveggja vikna nám-
skeið um unglingastarf hjá Liverpool
FC .
Áhugavert. Með alla þessa reynslu að
leiðarljósi, getur þú þá sagt okkur hvað
þú vonast til að ná fram hjá Þrótti.
David hallar sér fram á skrifstofuborðið.
Ég skynja að þegar talið berst að starfi
hans, þá verður hann alvarlegur í bragði.
Ég vill verða sá besti ! Þetta kann að
hljóma djarflega en þetta er mitt mark-
mið. Ég ætla mér að ná þessu markmiði
með því að bjóða leikmönnum ekki upp
á neitt annað en bestu fræðslu sem völ er
á hverju sinni. Ég vil bæta knattmeðferð
og heildarskilning þeirra á leiknum. Þeir
spila þennan leik vegna þess að þeir hafa
gaman af honum. Ég vil að þeir hafi
gaman af knattspyrnu og að þeim líði vel
og séu ánægðir með þá vinnu sem þeir
eru að vinna á vellinum. Ég ætla mér að
vera fyrirmynd þeirra fyrir gleði og
ástríðu knattspyrnunnar. Og inn á milli
vil ég geta frætt þá um lífið og tilveruna.
Utstkýrðu þetta aðeins nánar. Hvað
áttu við með „lífið og tilveruna“ ?
Til að geta orðið góður knattspyrnumaður
þarftu að geta hugsað rökrétt. Þannig að
leikmenn frá 5. flokki og uppúr koma til
með að fá verkefni sem þeir vinna hér hjá
okkur og einnig heima. Leikmenn þurfa
að geta tekið við og unnið úr upplýsing-
um fljótt og örugglega þannig að mennt-
un er stór hluti af leiknum. Þetta er ekki
allt, í hreinskilni sagt, hversu margir leik-
manna okkar munu geta lifað af knatt-
spyrnu í framtíðinni ? Ekki margir.
Þannig að ég tel að það sé mikilvægt að
þeir undirbúi sig fyrir lífið sem tekur við
eftir skóla og fótbolta. Þetta þýðir að ná
sér í menntun. Félagið ber þá ábyrgð að
þeir séu tilbúnir fyrir lífið og tilveruna
þegar þeir hætta knattspyrnuiðkun. Lífið
snýst um vinnureglur og hæfileika fólks
til að vinna sem ein heild. Þessi áætlun
mun undirbúa þá fyrir það. Ég tek eftir
því hversu mikla áherslu David leggur á
menntun og að leikmönnum líði vel.
Einmitt, þetta er aldeilis nýtt sjónar-
horn á þjálfun.
Ekkert frekar, ég vildi geta eignað mér
heiðurinn af því að vera frumherji en
þannig vinna allir betri klúbbar í Englandi
um þessar mundir.
Svo að þessi áœtlun er að enskri fyrir-
mynd ?
Já, í grundvallaratriðum er ég að því. Ég
líki eftir áætlun sem komið hefur verið á
um alla Evrópu.
14