Þróttur. Knattspyrnudeild - 01.09.1999, Síða 20
■
Knattspyrtnyf&lagið
ÍXZSIMip
50ára
Kjarnakarlar ur
-þaðan kom hálfur meistaraflokkur
og tveir formenn!
!
Héðinsliðið íknattspymu var annálað og gjörsamlega ósigrandi á 6. áratugnum. Hér er liðið íDanmörku eftir að keppa við lið Burmeister & Wain. Á myndinni má
sjá að liðið er mörgum Þrótturum prýtt. I efstu röð eru Hörður Guðmundsson, Gylfi Jónsson síðar lögregluforingi, Gunnar Pétursson. 1 miðröð má sjá Amarjörg-
ensson, Halldór Bachmann og Böðvar Guðmundsson. Og ífremstu röð lengst til hægri er Ólafur Olafsson, einnfyrstu Þróttaranna.
Fyrsti meistaraflokkur Þróttar kom að
stórum hluta úr starfsmannahópnum í
Vélsmiðjunni Héðni, sem var stærsta
smiðja landsins á þeim tíma með um 300
manna starfslið og átti ósigrandi firmalið.
Gunnar Pétursson, sá ágæti félagi sem í
næstum þrjátíu ár tók mjög virkan þátt
sem handknattleiks- og knattspyrnumað-
ur, í stjórnum, ráðum og nefndum Þróttar
og knattspyrnuhreyfingarinnar og þjálfari
margra flokka, segir að meðal annars hafi
komið frá Héðni og leikið með meistar-
aflokki Þróttar kappar eins og Hörður
Guðmundsson, Gunnar Aðalsteinsson,
Steinn Guðmundsson, Kristinn Gunnars-
son, Arnar Jörgensen, Sigurgeir Bjarna-
son, Böðvar Guðmundsson, að ekki sé tah
að um Halldór Bachmann. Sjálfur kom
Gunnar Pétursson frá Héðni, en hann
kom líka frá Fram, félaginu sem mest mis-
sti við stofnun Þróttar.
Gular og svartar rendur
Fyrsti búningur meistaraflokks var með
gulum og svörtum röndum og svörtum
buxum við. Margir kölluðu þetta
býflugnabúningana. Eins og kunnugt er
var útilokað fyrir félagið að fá gjaldeyrisyf-
irfærslu fyrir búningum. Búningum fyrir
fjórða flokk hafði verið komið bakdyram-
egin með Gullfossi. Mun Rögnvaldur
Gunnlaugsson glímukappi og búrmeistari
á Gullfossi, hafa staðið fyrir því að bún-
ingarnir fengust á land. Hann var mikill
KR-ingur en var kaupmaður í Ragnarsbúð
í miðju Þróttarhverfinu og var félaginu
ævinlega hliðhollur.
Varðandi bíflugnabúninginn, sem er
vel að merkja skráður varabúningur Þrót-
tar, þá voru það þrír rausnarpiltar, Gunnar
Pétursson, Arnar Jörgensen og Böðvar
Guðmundsson, sem gáfu félaginu þennan
búning.
Gunnar segir að þeir þremenningarnir,
allir Þróttarar, hafi verið á ferðalagi með
hinu ósigrandi knattspyrnuliði Héðins í
Danmörku og þar gátu þeir keypt búning-
ana hindrunarlaust í búð, tvö sett. Framan
af var þessi búningur aðalbúningur elsta
flokks félagsins.
Gunnar Pétursson var efnilegur leik-
maður 1949 hjá Fram, bæði í fótbolta og
handbolta. Strákar á Holtinu og Skerj-
afirðinum voru almennt Framarar í þá tíð
og margir úrvals íþróttamenn. I fyrsta
meistaraflokksliði Þróttar voru 9 leik-
menn úr 2. flokki í Fram að sögn Gunnars.
Þegar ljóst var að Fram yrði fyrir mikilli
blóðtöku urðu nokkur sárindi milli félag-
anna tveggja. Gunnar segir að almennt
hafi menn ekki talið að Þróttur færi alla
leið, gengi í ISÍ og yrði alvöru íþróttafélag
með öllum réttindum. En fljótlega var sótt
um aðild sem fékkst.
...og tveir formenn líka
Frá Vélsmiðjunni Héðni komu ekki
bara leikmenn. Þaðan komu líka stjórnar'
menn og dyggir stuðningsmenn. For-
mennirnir Haraldur Snorrason og Oskar
Pétursson störfuðu báðir í Héðni.
20