Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 6

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 6
„Þetta vegur þungt“ DOMARAMALIN í ÞRÓTTI ÁNÆGJUVOGIN 1 dagvöruverslun á Islandi samkvæmt ítarlegri könnun IMG Gallup. Við þökkum viðskipta- T vinum okkar þetta traust. Af þeim 25 fyrirtækjum sem mæld voru á íslensku ánægjuvoginni varð OLÍS í 1. sæti í flokki smásölufyrirtækja (olíufélög og stórverslanir í dagvöru) fyrir árið 2002. Það eru Stjómvísi, Samtök iðnaðarins og IMG Gallup sem standa að þessari mælingu. ÞÚ FINNUR MUNiNN Olíuverzlun fslands hf. • Sundagörðum 2 • 104 Reykjavík • Sími 515 1000 • Fax 515 1010 • www.olis.is Allt frá því stuttu eftir stofnun Þróttar fyrir nærri 54 árum hafa knattspyrnudómarar félagsins verið áberandi á knattspyrnu- völlum landsins, bæði hvað varðar magn og gæði ef svo má að orði komast. Um árabil dæmdu Þróttardómarar allt að 85% allra leikja í mótum og stjórnuðu sam- tökum dómara að auki. Ohætt er að segja að fremstur í flokki hafi farið Magnús V. Pétursson sem dæmdi í yfir 30 ár, innanlands og utan, bæði í knattspyrnu og handknattleik. Ekki langt á eftir komu þeir Grétar Norðfjörð, Baldur Þórðarson, Eysteinn B. Guð- mundsson, Þorvarður E. Björnsson og Óli P. Olsen sem allir urðu milliríkjadómarar utan Baldurs. Aðrir sem dæmdu lengi í efstu deildum voru þeir Bjami Pálmars- son, Halldór Bachman, Gunnar R. Ingv- arsson, Hjálmar Baldursson og Stefán J. Sigurðsson. Hemmi Gunn kvartaði Margar skemmtilegar sögur eru til af dómurunum, flestar þó af Magnúsi sem ekki var mikið fyrir að láta sér leiðast og átti það til að lífga upp á daufa leiki með ýmsum uppátækjum. Eitt sinn er Her- mann Gunnarsson Valsari kvartaði við Magnús og sagði að hann hefði átt að fá vítaspyrnu er honum fannst brotið á sér, sagði Magnús; „Þú verður að láta þig detta og öskra svolítið“. Næst þegar Hemmi komst inn í vítateig andstæðing- anna féll hann með miklum óhljóðum, en byrjaði vel Fyrsta Bónusmótið fyrir yngstu knattspyrnumenn- ina var haldið í maíbyrjun á gervigrasvelli Þróttar. Greinilegt er að þörf er fyrir mót af þessu tagi og hugur í mönnum að stækka mótið og gera það að enn meiri viðburði. Jóhannes Jónsson, kaupmað- ur í Bónusi, kom sjálfur og afhenti verðlaunin. Það þótti börnunum skemmtilegt og Jóhannesi ekki nema sjálfsagt 6

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.