Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 11

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 11
„Allt fýrír Þrótt, ekki spurning“ - sagði Eiki Hauks, gamla eld- ingin úr Sæviðarsundi, og leggur sitt af mörkum ásamt landsliði tónlistarmanna á glæsilegum nýjum Þróttara- diski, Orkan í Þrótti „Upptökurnar gengu eins og í sögu. Það þurfti auðvitað að kalla til fyrsta flokks hljóðfæraleikara, því á Þróttara- disknum mætast ótrúlegustu tónlistar- stefnur, pönk, rokk, kántrý og köttarar- eggí,“ segir Jón Olafsson Þróttari, hljóð- færaleikari og sjónvarpsstjarna í samtali við Lifi Þróttur. Hann stjómaði af rögg- semi upptökunum á 12 laga hljómlistar- disknum Orkan í Þrótti. Landslið tónlistarmanna í Þrótti Það er ekki ofsögum sagt að við Þróttarar höfum á að skipa sannkölluðu landsliði tónlistarmanna og skemmti- krafta. Þessir félagar okkar hafa sannar- lega ekki legið á liði sínu þegar Þróttur hefur kallað eftir aðstoð þeirra. Að öllu öðru ógleymdu reis stuðningur þeirra hvað hæst með Þróttaranamminu, gamla góða Þróttaradisknum sem hljómað hefur í tækjum Þróttara í nokkur ár og er gatslit- inn víðast hvar. Nú hafa þessir snillingar enn snúið bökum saman til styrktar Þrótti og 17. maí, á Þróttardaginn í ár, kemur út annar diskur með sjö áður óútgefnum lögum. Gömlu Þróttaralögin verður einnig að finna á disknum. Höfundar nýju laganna eru meðal annarra; Jón Olafsson, Ceres 4, Halldór Gylfason, Björgvin ívar Guð- brandsson (Bjöggi), kennari og þjálfari sem er spúttnikk disksins með framlag sitt sem fjallar um Nike-skó, - og auðvitað Eyvi, Eyjólfur Kristjánsson. Nokkrir ungir Þróttarar lögðu lið við sönginn. Ástarsöngur til knattspyrnu- stúlku Höfundar laganna syngja auk gamla stormsentersins, Eiríks Haukssonar, sem syngur eitt lagið. Sú upptaka var gerð í Noregi og með hjálp intemets og tölvu- pósts barst rödd hans til Islands. Nýju lögin heita ýmsum skemmti- legum nöfnum, t.d.: 5-1, Hátt og langt, Morgan Kane, Orkan í Þrótti og Bræðra- lagið. Einnig er að finna fyrsta íslenska ástarsönginn til knattspyrnustúlku. Hún er að sjálfsögðu í Þrótti! Landsliðið í tónlist Jón Olafsson segir að þetta landslið hljóðfæraleikara hafi náðst saman, allir þátt í knattspyrnunámskeiði undir hand- leiðslu Bjama Harðarsonar. Þetta var á seinni hluta síðustu aldrar,“ segir Jón og kímir. Jón segir að margir hafi viljað leggja fram tónlist á diskinn. En eftir að forval- snefnd hafði hlustað á 37 Þróttaralög voru 7 valin á diskinn. „Til að auka breidd söngvara á disk- inum var leitað til gamals Þróttara sem nú býr í Noregi. Það er enginn annar en Eiríkur Hauksson sem lék með einum albesta árangri sem Þróttur hefur náð í knattspyrnunni. Páll Olafs- son var meðal þeirra sem lék í sókninni á þessum árum, afburða knatt- spyrnumaður, en Eiki hlaut viðurnefnið „Eldingin úr Sæviðarsundi”, svo hraður og hættulegur var hann,” segir Jón Olafsson. Hann segir að Eiki elding hafi strax viljað vera með: „Mín væri ánægjan, allt fyrir Þrótt, ekki spurning,“ sagði Eiríkur félagi vor. Með söng Eiríks á internetinu tók Jón síðan tónlistina í hljóðver sitt og kom öllu heim og saman. Þeir sem heyrt hafa segja að allt hafi þetta gengið vel. Þróttarnammið er ófáan- legt og gömlu diskarnir slitnir. Jón Ólafsson, kon- Eiríkur Hauksson, sertmeistari Þróttar. allt fyrir Þrótt. Eyjólfur Kristjáns og Halldór Gylfason til hægri á myndinni á góðum Þróttardegi. voru til í að vinna fyrir Þrótt. „Að þessu sinni lögðu okkur lið rytmapar Sálarinnar, þeir Jóhann Hjörleifsson trymbill og Frið- rik Sturluson bassaleikari. Friðrik á son sem æfir handknattleik með Armanni/ Þrótti auk þess sem hann býr í gamla vít- ateignum í Sæviðarsundi. Heitir sá staður nú Hólmasund. Gítarleikarinn heitir Guð- mundur Pétursson og átti stuttan en árangursríkan knattspyrnuferil með Þrótti. Með öðrum orðum, þá tók hann Nýr orkandiskur Þróttara. 11

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.