Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 16

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 16
BORGARLEIKHÚSIÐ i\\r eru haldnar Víkingáveislur. Við getum tekið á móti 300 matargestum samtímis. i’jöðlegur matur er borinn fram í trogum af syngjandi víkingum og valkyrjum. Drukkið er úr hornum að gömlum íslenskum vfkingasið. Um helgar eru haldnir dansleikir í Fjörugarðinum. Mikill glaumur og gleði ásamt gestum í vikingaskapi einkenna dansleiki Fjörugarðsinns. Fjaran Glæsilegur veitingastaður með rómantískum blæ, og fallegu útsýni yfir höfnina. Þar hehir ]ón Möller leikið píanótónlist sfðastliðin 12 ár. Einnig kemur þar fram okkar landskunna Vfkingasveit. Viking Flótel FFótelið og Vestnorræna ^ menningarhúsið eru í sömu byggingu. í hótelinu eru 29 vel búin og glæsileg herbergi með sturtu, salerni, kaffivél, hárþurrku, sjónvarpi og aðgang að Netinu. Vesmorrænt þema er á bak við hönnun herbergjanna á efri hæðinni og á neðri hæð eru herbergin f anda víkinga. í notalegri setustofu hótelsins er að finna fallegt handverk frá Vestnorden löndunum þemur. Morgunverðasalur víkingahótelsins er rúmgóður, skemmtilega innréttaður og hentar vel til fundar eða veisluhalda. FJORUKRAIN Sími 565-1213 www.fjorukrain.is Samskiptin fær- ast inn á netið Þróttur tók í notkun nýja heimasíðu á net- inu í haust og með henni má segja að orðið hafi gjörbylting í uppiýsingagjöf og jafnframt samskiptamöguleikum innan félagsins. Síðan byggir á íslenska vefum- sjónarkerfinu DIO, sem að hluta er smíðað með þarfir íþróttafélaga sérstak- lega í huga. A nýju heimasíðunni er nú þegar unnt að nálgast allar nauðsynleg- ustu upplýsingar sem fólk þarf á að halda um starfsemi félagsins og innan tíðar má reikna með að þar verði að finna nánast allt sem fólk getur hugsanlega langað til að vita um Þrótt. Sem dæmi má nefna að foreldrar og iðkendur í yngri flokkur geta hér gengið að æfingatöflum sínum, unnt er að fletta upp einstökum leikmönnum og skoða upplýsingar um þá ásamt mynd. Þá gildir einu hvort leikmaðurinn spilar með meistaraflokki karla eða í 6. flokki kvenna. Hér er líka auðvelt að fylgjast með úrslitum leikja og sjá hvaða leikir eru framundan, hvar þeir verða leiknir og hvenær. Fréttir eru flokkaðar eftir íþrótta- greinum og flokkum, þannig að t.d. for- eldrar í ákveðnum yngri flokki geta á sér- stakri fréttasíðu flokksins fylgst með því sem þar ber hæst. Það krefst þó mikils starfs að halda úti svo öflugri heimasíðu og hér kemur atorkusemi margra Þróttara að góðu haldi. Hátt í 40 manns taka þátt í því starfi að uppfæra og setja nýtt efni inn á síðuna. Tilkoma nýju síðunnar hefur einnig auðveldað tölvupóstsamskipti og fjöld- asendingar til muna. Þjálfarar geta nú t.d. farið inn á sérstaka póstlista, sem upp- færðir eru regiubundið, og sent tölvupóst til allra iðkenda sinna, svo sem ef breyta þarf æfingatíma með litlum fyrirvara. Og eigi t.d. foreldrar erindi við þjálfara bama sinna, geta þeir flett upp GSM-síma hans á heimasíðunni eða smellt þar á tengil til að senda honum tölvubréf. En sjón er sögu ríkari. Smelltu þér á www.trottur.is og skoðaðu þig um. Og þú getur að sjálfsögðu tekið þar þátt í spjalli áhugasamra Þróttara um gengi liðanna okkar á leiktíðinni sem nú er að hefjast. 16

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.