Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 22

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Page 22
Þróttur/Haukar í efstu deild Mikill metnaður í hópnum - segir Gunninga fyrirliði og hvatakona í sumar keppir lið frá Þrótti í fyrsta sinn í efstu deild Islandsmótsins í meistara- flokki kvenna. Saga meistaraflokksknatt- spymu í kvenna flokki í :Þrótti er ekki löng þótt yngri flokkar hafi verið starf- ræktir í mörg ár. Guðrún Inga Sívertsen, Gunninga, helsta hvatakona kvenna- flokksins féllst á að segja lesendum Þróttarblaðsins örlítið frá þessari sögu. „Þetta hófst fyrir fjórum árum“ sagði Gunninga „en þá hitti ég stjóm Þróttar og bað um að fá að stofna meistaraflokk kvenna í félaginu ásamt nokkrum hópi stelpna sem höfðu spilað í hinum ýmsu félögum en höfðu hætt langt fyrir aldur fram. Við ætluðum sjálfar að standa straum af öllum kostnaði við rekstur flokksins, því við vorum bara á höttunum eftir aðstöðunni. Þetta var Þrótti svo sem að meinalausu og meistaraflokkur kvenna varð til“. Það varð snemma ljóst að stelpurnar voru ekki bara að þessu að gamni sínu. Gunninga segir að metnaðurinn hafi snemma borið þær ofurliði. „Fyrsta sum- arið okkar í Þrótti rétt töpuðum við af sæti í efstu deild, en næstu tvö unnum við okkur sæti þar“. „Það var fullur skilningur allra á því að við afþökkuðum sætið í fyrra skiptið" segir Gunninga, „en við gátum ekki verið þekktar fyrir að gera það aftur þó aðstæð- urnar væru í raun þær sömu. Við vorum bestar í 1. deild en það voru bara ekki nógu margar okkar sem voru til í að keppa í efstu deildinni". I dag erum við 3 eftir af þeim hópi sem stofnaði meistaraflokk kvenna í Þrótti haustið 1999. „Bæði í fyrra og árið þar á undan kepptum við til úrslita við Hauka um sæti í efstu deild. Þær voru með góðan hóp, fullt af ungum stelpum og vel að öllu staðið í kringum kvennaknattspyrnuna þar. Okkur þótti því tilvalið að leita sam- starfs við Hauka um lið í 1. og efstu deild“. „Hugmyndin var sú“ segir Gunninga, „að tefla fram liði í báðum deildum sem mannað væri stelpum úr báðum félögunum“. „Með þessu ynnist tvennt; lið sem keppt gæti við þær bestu og verkefni fyrir allan hópinn" „Þetta samstarf hefur í raun gengið ævintýralega vel, hópurinn er stór, 25 stelpur á æfingum, enginn rígur á milli félaganna og alltaf æft við bestu aðstæður. I vetur æfðum við mikið á gervigrasinu á Asvöllum og í vor æfum við á grasinu í Laugardalnum. Iris Björk Eysteinsdóttir sem þjálfaði í fyrsta sinn í fyrra í meistar- aflokki með glæstum árangri stjórnar lið- unum ásamt því að spila og nýtur dyggrar aðstoðar Daða Rafnssonar. Það má heldur ekki gleyma því að vel er staðið að starf- inu hjá bæði Haukum og Þrótti. Kvenna- ráð var stofnað í kringum sameininguna og því stýrir enginn annar en Gunni Bald, uppalinn Þróttari sem hefur alið upp fullt af Haukafólki“. Hvar verða heimaleikir Þróttar/Hauka, eða á ég að segja Hauka/Þróttar í sumar? „Þraukarar, eru nafnið sem við höfum fundið á liðið, svona okkar á milli”, segir Gunninga, „bæði liðin okkar leika sína heimaleiki til skiptis á Þróttarvelli og í Hafnarfirði“ Að lokum Gunninga: Hverju spáir þú um sumarið? „metnaðurinn er gífurlegur í hópnum og þjálfararnir Iris og Daði hafa náð upp mjög góðri stemmingu fyrir kom- andi verkefni. Ég hef fulla trú á okkur stelpunum, frábærir leikmenn undir stjóm metnaðarfullra þjálfara. Við föllum ekki úr úrvalsdeildinni, því get ég lofað“ segir Gunninga sigurviss. Kæru nágrannar Allt frá því að Knattspyrnufélagið Þróttur flutti úr Sæviðarsundinu niður í Laugardal hefur félagið unnið þrotlaust að því að koma sér fyrir á nýjum stað. Sú vinna er nú að skila félaginu og ykkur sem búið í nágrenni Laugardalsins miklu. Aldrei fyrr í sögu Þróttar hefur verið önnur eins aukning í iðkenda- fjölda og undanfarin 1-2 ár og áhugi og starf foreldranna í félaginu er ótrúleg staðreynd sem önnur félög eru farin að öfunda okkur af. Áherslan í starfi félagsins hefur enda verið á bömin og unglingana þó árangur meistaraflokkanna sé alltaf mikilvægur mælikvarði á styrk og ímynd félagsins. Þið sem lesið þessar línur ættuð að hafa í huga gildi þess fyrir mannlífið að hafa Þróttmikið íþrótta- félag í hverfinu. Ekki þarf að fara mörum orðum um forvarnargildi æskulýðs- og íþróttastarfs, eins mikið og um það hefur verið rætt og ritað á undanförnum árum. Það er óhrekjanleg staðreynd að þeir krakkar sem eru virkastir í íþróttum og tengdri starfsemi eru einnig að standa sig vel annars staðar. Þróttur hefur markað sér þá stefnu að þjóna öllum íbúum í nágrenni Laugardalarins af bestu getu og kallar eftir góðu samstarfi við ykkur íbúana, bæði unga og aldna. Sú magnaða aðstaða sem félagið býr við í dag býður uppá frábæra möguleika til margvíslegs íþrótta- og tómstundastarfs sem Þróttur mun hafa forgöngu um. Kristinn Einarsson, formaður Þróttar 22

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.