Fréttablaðið - 13.08.2021, Síða 2
Útsýni fjarskiptafyrirtækjanna
Fjarskiptamastur Neyðarlínunnar, RÚV og Vodafone sem fyrirtækin hafa reist á toppi Úlfarsfells, hefur fengið félagsskap af nýju mannvirki, útsýnispalli sem
opnaður var formlega í gær. „Útsýnispallurinn er byggður úr náttúrulegu byggingarefni til að lágmarka sjónræn áhrif mannvirkisins og til þess að það falli
sem best að umhverfinu“, segir í tilkynningu. Á pallinum séu fjögur fræðsluskilti með örnefnum og bekkur fyrir göngufólk. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Renndu við og fáðu lyn afgreidd beint í bílinn
www.lyfsalinn.is
BÍLAAPÓTEK
VIÐ VESTURLANDSVEG
Fjölskyldur langveikra barna
upplifa mörg að þau séu sett
til hliðar í heimsfaraldrinum.
Ekkert heyrist frá yfirvöldum.
svavamarin@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL „Kerfið hefur ekki
komið til móts við þær fjölskyldur
sem hafa bæði verið heima og með
mikið launatap í lengri tíma,“ segir
Guðrún Helga Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri félagsins Einstakra
barna. Fjölmargir skjólstæðingar
félagsins þurfa að vera heima vegna
faraldursins sem nú geisar.
Guðrún bendir á að sumar
fjölskyldur hafi þurft að f lytja í
sundur. Annað foreldrið f lytur þá
af heimilinu til að vinna enda vilji
enginn bera smit inn á heimilið.
Þegar f leiri börn séu á heimilinu og
sæki skóla eða leikskóla þurfi þau
líka að yfirgefa langveikt systkini.
„Sumar fjölskyldur hafa neyðst
til að gera þetta svona og auðvitað
reynist það þeim einstaklega erf-
itt, sérstaklega til lengri tíma. Við
höfum því óskað eftir sértækum
leiðbeiningum frá stjórnvöldum
um hvernig eigi að vernda veikustu
börn landsins, en án árangurs,“
segir Guðrún. Hún bendir á að
síðastu skilboðin til hópsins frá
stjórnvöldum hafi verið að halda
sig einfaldlega til hlés.
Um f imm hundruð börn og
fjölskyldur þeirra eru skráð hjá
félaginu. Upplifa þau að sögn Guð-
rúnar að vera sett til hliðar. Upp-
lýsingarnar sem þeim berast séu
of almennar. Kallað var eftir sér-
tækum leiðbeiningum fyrir haust-
ið fyrir þennan hóp en ekkert hefur
heyrst frá stjórnvöldum.
„Það verður að hafa í huga að
ósmitað fjölfatlað barn sem þarf
mikla umönnun en á foreldra
sem smitast – barnið þarf áfram
umönnun. En ef foreldri lendir í
einangrun og smiti eða ef báðir for-
eldrar smitast – hvernig á að sinna
því barni, hver grípur boltann?“
spyr Guðrún.
Að sögn Guðrúnar er ekkert for-
eldri tilbúið að taka þá áhættu að
bera smit inn á heimili. Þetta sé
því eina lausnin, að f lytja í sundur
þar sem ekki er vitað hvernig kór-
ónaveiran myndi leggjast á börn
þeirra.
Guðrúnu finnst skorta á skiln-
ing og sértækar upplýsingar fyrir
þennan hóp. Kerf ið haf i ekki
komið til móts við þær fjölskyldur
sem hafa bæði verið heima og glími
við mikið launatap í lengri tíma.
„Það gleymist í umræðunni að
oft þurfi tvo einstaklinga til að
sinna einu langveiku barni og
sumir hafa ekki kost á öðru en að
vera bæði heima,“ segir Guðrún
Helga. ■
Fjölskyldur flytja í sundur
til að vernda langveik börn
Langveik börn hafa jafnvel þurft að sjá á eftir systkinum út af heimilinu
vegna kórónuveirufaraldursins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Það gleymist í umræð-
unni að oft þurfi tvo
einstaklinga til að
sinna einu langveiku
barni og sumir hafa
ekki kost á öðru en að
vera bæði heima.
Guðrún Helga
Harðardóttir,
framkvæmda-
stjóri félagsins
Einstakra barna.
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Aðstæður á Laugardals-
velli fyrir áhorfendur, veitingasölu
og fleira eru óviðunandi. KSÍ ræddi
á síðasta stjórnarfundi, sem fram fór
í vikunni, athugasemdir sem sam-
bandið fékk frá UEFA vegna aðstöð-
unnar á vellinum síðasta haust.
Þá var einnig rætt um vandræði
við að fá fullnægjandi varaaflstöð
fyrir landsleiki á Laugardalsvelli og
þann mikla tilkostnað sem fylgir
því. Myndeftirlitskerfið VAR verður
notað í komandi leikjum og kostar
það töluverða fjármuni.
Í fundargerð KSÍ kemur fram að
enn er óvissa varðandi áhorfenda-
takmarkanir fyrir komandi lands-
liðsverkefni. Ef takmarkanir á fjölda
áhorfenda verða sambærilegar við
þær sem eru nú í gildi þá hefur það
veruleg neikvæð áhrif á tekjur sam-
bandsins og afkomu ársins. Hagn-
aður sambandsins nam 37,7 millj-
ónum króna á síðasta ári.
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, fór yfir kostnaðaraukann
sem lendir á sambandinu á fund-
inum. Kom fram að hið svokallaða
búbblu-umhverfi landsliðanna kost-
ar mikið og aukið álag fellur á starfs-
menn sambandsins vegna þessa. ■
UEFA sendi KSÍ athugasemdir vegna
óviðunandi aðstöðu á Laugardalsvelli
Kvennalandslið á æfingu.
Unnið er hörðum höndum að því að
finna svör við kórónaveirunni.
kristinnpall@frettabladid.is
COVID-19 Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin, WHO, tilkynnti í gær
að til stæði að hefja tilraunir með
þrjú ný lyf fyrir sjúklinga sem hafa
greinst með kórónaveiruna. Til-
raunin nær til rúmlega þúsund
spítala í 52 löndum. Um er að ræða
stærri rannsókn en áður var farið
í með lyfin remdesivir, hydroxyc-
hloroquine, lopinavir og interferon.
Lyfin sem um ræðir voru valin af
nefnd WHO og eru artesunate, sem
er notað gegn malaríu, imatinib,
sem er notað við vissum krabba-
meinum og inf liximab, sem er
notað við sjúkdómum sem herja
á ónæmiskerfið á borð við svæðis-
garnabólgu og iktsýki. Til þessa
hafa aðeins tvær lyfjameðferðir sýnt
fram á skilvirkni gegn kórónaveir-
unni í tilraunum WHO.
„Að finna skilvirk lyf sem nýtast
við lækningar á Covid-19 sjúkling-
um er í forgangi hjá okkur,“ sagði
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri WHO. ■
Prófa ný lyf við
kórónaveirunni
2 Fréttir 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ