Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 6
arib@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ástæða þess að Sorpa bs. hefur ekki veitt Stundinni við- tal er vegna eðli spurninganna, það væri sjálfsagt að veita viðtal ef það væri á færi eins manns að svara spurningunum. Fram kemur í nýjasta tölublaði Stundarinnar að Sorpa hefði neitað viðtalsbeiðnum svo mánuðum skipti. „Almennt séð er stefna okkar hjá Sorpu að svara öllum spurningum og vangaveltum frá almenningi og fjölmiðlum með skýrum og greini- legum hætti,“ segir Jón Viggó Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Í tilfelli Stundarinnar þá gerðum við það skrif lega, við mátum það svo þegar við sáum spurningarnar og vangaveltur Stundarinnar að best væri að skila svörum skriflega vegna þess að þetta voru frekar tæknilegar spurningar sem kröfðust gagnaöflunar. Það var mikið sagn- fræðigrúsk í spurningunum sem kallaði á aðkomu margra sérfræð- inga og er ekki á færi eins manns að svara í viðtali.“ Jón segir að Sorpa myndi að sjálf- sögðu veita Stundinni viðtal ef spurningarnar væru ekki svo tækni- legar. Sorpa geri þá kröfu að vita gróflega hverju blaðamenn eru að velta fyrir sér. „Stundin hefur unnið ágæta vinnu við að rifja upp söguna og ákveðin mál í tilkomu GAJA. Það er mjög fínt að halda því til haga.“ Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að fram- kvæmdastjóri Sorpu eigi að treysta sér til að svara blaðamanni þótt hann sé gagnrýninn. „Við höfum fylgst með Sorpu tefja og hindra vinnu blaðamanns, forðast að svara og synja um viðtöl, neita að veita aðgang að moltu sem er afurð fyrir- tækisins, og skrifa á sama tíma sínar eigin fréttir sem henta stjórnendum fyrirtækisins betur, birta þær á Facebook og kosta til auglýsinga á þeim þar,“ segir Jón Trausti. „Þetta virðist vera nýja aðferðin, í stað þess að mæta bara í viðtal og svara öllum spurningum eftir bestu getu. Á sama tíma og fjölmiðlar eru undirfjármagnaðir eru ríkið og sveitarfélög að ráða til sín stöðugt fleiri upplýsingafulltrúa til að skrifa fréttirnar sjálf.“ ■ Sorpa mat það best í stöðunni að svara skriflega fyrirspurnum Nýjasta umfjöllun Stundarinnar snýr að GAJA, gas- og jarðgerðarstöðinni á Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI María Sjöfn Árnadóttir sakar veiðifélög í Vopnafirði um að standa fyrir umhverfis- spjöllum á Arnarvatni með ólöglegum viðbyggingum við stíflu við vatnið. thorgrimur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Maríu Sjöfn Árna- dóttur lögfræðingi brá í brún þegar hún kom á æskuslóðir sínar við Arnarvatn í Vopnafirði á þriðju- daginn og horfði þar á umhverfis- spjöll sem hún segir hafa orðið af mannavöldum. Í færslu á Facebook- síðu sinni greinir María frá því að síðan hún kom síðast á staðinn árið 2000 hafi vatnið fyllst af drullu vegna stíf lu sem liggur þar niður að Vesturdalsá. Stíf lan var byggð árið 1970 en hefur verið hækkuð nokkrum sinn- um, síðast árið 2020, og segir María það hafa verið gert án vitundar Vopnafjarðarhrepps, sem á landið. Hefur hún fengið það staðfest frá starfandi byggingarfulltrúa. „Sem barn sigldi ég þarna um á gúmmíbát í kílunum, umkringd fallegum gróðri sem er algjörlega horfinn, þarna er einungis drullu- svað í dag,“ skrifaði María í færsl- unni. „Hver ætlar að taka ábyrgð á þessu? Síðan hvenær hefur verið heimilt að steypa stíflu á hálendi án samþykkis landeiganda?“ Við Fréttablaðið segir María að stíflan og vatnið hafi verið deiluefni í rúm þrjátíu ár. „Það eru ákveðnir hagsmunaað- ilar þar sem hafa villt um fyrir hreppsnefndum, sem hafa ekki verið þarna í mörg ár,“ segir María. „Þeir hafa fengið hreppsnefndir til að treysta veiðifélögunum svo þetta verði ekki skoðað. Nú þegar mynd- irnar hafa verið birtar eru margir í sjokki, því allir treystu því að hér væru engin umhverfisspjöll.“ María segir hagsmunaaðilann vera Veiðifélag Vesturárdals, sem hafi lyklavöld til að stýra rennsli um stífluna þrátt fyrir að leigusamning- ur þess við hreppinn sé útrunninn. „Félagið hefur gríðarlega hags- muni af því að stíf la þetta, því þá lengist veiðitímabilið í veiðiánum. En þeir pissuðu pínu í skóinn með því að hækka alltaf stíf luna því þá safnaðist drulla fyrir í vatninu. Það þyrfti að moka þessa drullu upp því hún hefur ekki átt greiða leið í gegnum stífluna og hefur því f lætt yfir hana. Þeir hafa síðan brugðist við með því að hækka hana til þess að drullan fari ekki í veiðiána. Svona hefur þetta haldið áfram þar til Arnarvatnið varð að því drullusvaði sem það er núna.“ Hækkanirnar á stíf lunni segir María ólöglegar þar sem ekki hafi fengist leyfi Vopnafjarðarhrepps fyrir þeim. Bjartur Aðalbjörns- son, nefndarmaður í hreppsnefnd Vopnaf jarðar, segir skrifstofu hreppsins hafa staðfest að ekkert leyfi hafi verið veitt fyrir hækkun stíflunnar í fyrra. Að sögn Maríu kann umhirðan jafnframt að brjóta gegn kvöðum sem liggja á jarðeigninni. Gunnar Gunnarsson rithöfundur, sem átti jörðina á sínum tíma, heimilaði hreppnum að byggja stíf luna árið 1970 með því skilyrði að hún yrði ekki hækkuð til þess að túnið í kringum vatnið yrði ekki kaffært. María segir að bókun um þetta skilyrði Gunnars hafi verið sett í hreppsnefndarbækur en að þær finnist ekki lengur. „Ég veit að þær voru þarna fyrir nokkrum árum, þegar nokkrir fyrr- verandi starfsmenn sáu bókunina. Nú virðast þær hafa horfið, sem öllum þykir mjög einkennilegt,“ segir María. „Þetta er auðkæranlegt, en það er ekki minn vilji að fólk missi leyfi og fái sektir,“ skrifaði María á Face- book-þræði um umhverfisspjöllin. „Mér finnst hins vegar nauðsynlegt að tekin verði ábyrgð á þessum nátt- úruspjöllum, upphækkunin fjar- lægð og helst grafin upp drullan úr vatninu sem hefur eytt öllum gróðri þarna og landið ræktað upp.“ ■ Arnarvatn í Vopnafirði sagt orðið að drullusvaði vegna umdeildrar stíflu Stíflan við Arnarvatn var hækkuð með steypu í fyrra. MYND/AÐSEND Nú þegar myndirnar hafa verið birtar eru margir í sjokki, því allir treystu því að hér væru engin umhverfisspjöll. María Sjöfn Árnadóttir lög- fræðingur. kristinnpall@frettabladid.is EVRÓPA  Sólarhring eftir að nýtt hitamet í Evrópu og hitabylgja hófst á Spáni þar sem hitastigið náði 45 stiga hita var talsmaður spænsku veðurþjónustunnar, Aemet, ómyrk- ur í máli og sagði að slíkum hita- bylgjum myndi fjölga í framtíðinni. Máli sínu til stuðnings sagði Rubén del Campo að  hitabylgjur væru mun algengari á  síðustu tíu árum en nokkru sinni áður. „Hegðun mannkynsins veldur aukningu á hitabylgjum og leiðir til þess að hitastigið hækkar. Eftir þrjá- tíu ár verður sumar eins og þetta talið kalt,“ sagði del Campo í sam- tali við spænska fjölmiðla. Það á enn eftir að staðfesta að hitastigið sem mældist í  borginni Syracu se á Sikil ey fyrr í vikunni, 48,8 stiga hiti, sé nýtt hitamet. Al þjóða veður fræði stofnunin (WMO) þarf að staðfesta slíkt en fyrra metið náði aftur til ársins 1977 þegar 48 stiga hiti mældist í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Hitabylgja umhverfis Miðjarðar- haf hefur leitt til mikilla gróður- og skógarelda á Ítalíu, Grikklandi og í Tyrklandi. Hitabylgjan færist nú vestar í álf- una og eru stjórnvöld á Spáni og í Portúgal farin að undirbúa sig undir það að hitabylgjan gæti haft alvar- legar afleiðingar með skógareldum. Forsætisráðherra Portúgals, António Costa, minntist á það í ávarpi að myndirnar sem borist hafa frá skógareldunum í Grikk- landi minntu hann á skógareldana í Portúgal árið 2017 þegar 66 létust á þeim sjö dögum sem eldarnir geis- uðu í landinu. ■ Óttast að hitabylgja þessa árs verði talin köld eftir þrjátíu ár Viðbrögð við skógareldum æfð í Saxlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Hitabylgjan færist nú vestar í Evrópu og búa stjórnvöld á Spáni og í Portúgal sig undir alvarlegar afleiðingar, meðal annars skógar- elda. Trudeau hefur setið í stóli forsætis- ráðherra í sex ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is KANADA Samkvæmt heimildar- mönnum Reuters mun Justin Tru- deau, forsætisráðherra Kanada, á sunnudaginn boða til þingkosninga þann 20. september næstkomandi, tveimur árum áður en næstu þing- kosningar áttu að fara fram. Sömu heimildarmenn segja áformin hluta af leið ríkisstjórnarinnar til að sýna fram á að ánægja ríki meðal íbúa Kanada með aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við heimsfaraldurinn. Samkvæmt nýjustu áætlunum verður hundrað milljörðum kanad- ískra dala varið á næstu árum í að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins. Það eru um fjögur pró- sent af vergri landsframleiðslu. ■ Trudeau íhugar að boða til kosninga kristinnpall@frettabladid.is  TYRKLAND Tyrknesk stjórnvöld greindu frá því að 17 hið minnsta hafi látist í skyndif lóði  (e. f lash f lood) sem gekk yfir landið í gær. Rúmlega 1.400 manns þurftu að f lýja heimili sín en f lóðin áttu sér stað aðeins nokkrum dögum eftir að skógareldar geisuðu um Tyrkland og átta létu lífið. Búið er að finna lík 17 einstakl- inga, þar af 15 í fylkinu Kastamonu. Áætlað er að um 330 þorp hafi verið án rafmagns og að fimm brýr hafi skemmst í f lóðunum. ■ Sautján látnir eftir flóð í Tyrklandi 6 Fréttir 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.