Fréttablaðið - 13.08.2021, Side 9

Fréttablaðið - 13.08.2021, Side 9
Guðmundur Steingrímsson. n Í dag HAFÐU FJÖLPÓSTINN Í MEST LESNA DAGBLAÐI LANDSINS!* – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS * Samkvæmt prentmælingum Gallup Það er hvergi betri staður fyrir ölpóstinn en inni í Fréttablaðinu en kynningarefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5000 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 46,5% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25 - 80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* Á vísindaráðstefnu í Albany í New York-ríki þann 23. ágúst 1856 – fyrir réttum 165 árum – kynnti kona nokkur að nafni Eunice Foote allmerkilega uppgötvun. Foote fékkst einkum við plöntu- fræði og var einnig mikil baráttu- kona fyrir kvenréttindum, sem skiptir ekki öllu máli í samhengi þessarar umræðu – og þó – en Foote ákvað sem sagt að gera tilraun og kynna niðurstöðuna á ráðstefnunni, sem þótti fáheyrt af konu og gerði jú ráðstefnuhaldara ögn vandræðalegri en ella. Tilraunin snerist í grundvallar- atriðum um þetta: Foote setti mis- munandi gastegundir í þrjú lokuð glerílát. Í einu ílátinu var vatns- gufa, í öðru venjulegt andrúmsloft og því þriðja koltvísýringur, eða CO2. Svo athugaði hún áhrif sólar- hita á ílátin. Það er skemmst frá því að segja að Foote uppgötvaði þarna það sem síðar varð kallað gróður- húsaáhrifin. Hún veitti því athygli að ílátið með koltvísýringnum hitnaði mun meira en hin, og það sem meira er, það kólnaði líka mun hægar eftir að sólin var farin. Þessi áhrif finnur fólk allvel í dag. Hinar rosalegu hitabylgur sem orðið hafa víða um heim á undanförnum árum einkennast mjög af því að nú er hætt að kólna á næturnar. Það er áfram heitt eftir að sólin er farin. Þess vegna deyja f leiri úr hita og vökvaskorti. Svona virkar CO2, eins og Foote komst að. Eindirnar í koltví- sýringnum binda hita. Þær fanga hann og geyma. Hvelfingin umhverfis jörðu er eins og glerílát í tilraun Foote. Sólin hitar. Eftir því sem CO2 eykst í hvelfingunni, því meiri hiti safnast fyrir í andrúms- loftinu og smám saman þurrkast upp og brenna heilu landsvæðin og veðrakerfin fara úr skorðum með hræðilegum afleiðingum. Í sögubókunum er írski eðlis- fræðingurinn og karlmaðurinn John Tyndall vanalega sagður hafa uppgötvað þetta. Tyndall birti athuganir sínar árið 1859, þremur árum á eftir Foote, og gat auðvitað ekki um hana. Kannski vissi hann ekki af henni. Í öllu falli var það ekki fyrr en 2011 að sagnfræðingar uppgötvuðu braut- ryðjendastarf Foote, þegar þeir glugguðu í gömlu fundargerðar- bækur vísindafélagsins í Albany og sögðu ja hérna. Margar ríkisstjórnir og stór- fyrirtæki hafa ekki ennþá fattað gróðurhúsaáhrifin almennilega, að minnsta kosti ef marka má aðgerðaleysi þeirra. Samt er þetta svo einfalt. CO2 er vissulega bráð- nauðsynlegt öllu lífi en sé of mikið af því í andrúmsloftinu hitnar andrúmsloftið. Punktur. Og gerist þetta hratt – svo ekki sé talað um á ógnarhraða – er voðinn vís. Á þeim 165 árum frá því fundar- stjóri kynnti með allnokkrum útskýringum Eunice Foote á svið í Albany – konur mega jú líka leita sannleikans á hann að hafa sagt – hefur magn koltvísýrings í andrúmsloftinu aukist um rúmlega 40%. Slík aukning á svo skömmum tíma í andrúmslofti jarðar hefur aldrei nokkurn tímann gerst áður. Við búum í tilraunaglasi og það er löngu ljóst hver niðurstaðan er: Við erum að stikna. Kona og CO2 í glasi Með jarðeyðingu, kola- og olíubrennslu – akstri, f lugi, raforkuframleiðslu, landbúnaði, neyslu og iðnaði – úsa jarðarbúar, einkum ríkari hlutinn, um 100 þúsund tonnum af CO2 og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á hverri mínútu. Við bætum um 50 milljörðum tonna af gróðurhúsaloftteg- undum í tilraunaglasið á ári hverju. Og jú, eitthvað er að gerast í glasinu. Mestu skógareldar sem um getur brenna í Bandaríkj- unum. Sólarstrendur í Evrópu og víðar eru logandi helvíti. Hitamet falla. Um 50 stig mælast á Sikiley. Golfstraumurinn er í sögulegu lágmarki. Jöklar bráðna. Sjávar- borð hækkar. Flóð eyða þorpum. Ofsaveður verða sífellt algengari. Hafa ber í huga að hér tala ég ein- ungis um veðrið. Allt hitt fylgir líka. Þegar fólk getur ekki búið einhvers staðar vegna hita og þurrka, flóða, elda eða storma þá verða fólksflutn- ingar. Fólksflutningar auka spennu. Lítið er rætt um veruleika alþjóða- stjórnmála í heimi væntanlegra og hafinna náttúruhörmunga, en um þetta þyrftu Íslendingar kannski að ræða fyrr eða síðar. Ísland er jú talið eitt þeirra landa sem gætu komið þokkalega út úr gróðurhúsáhrif- unum, og veita allgott skjól komi til hruns siðmenningarinnar, svo lengi sem Golfstraumurinn skröltir. Upplitsdjarfa stefnu gagnvart þeim veruleika að hingað kunni að streyma fólk í náinni framtíð þarf líklega að smíða fyrr en síðar. Annars skortir svo sem ekki fundina. Og margar eru þær til áætlanir þjóðanna um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vonandi rætast þær. Samt eykst CO2 í andrúmsloftinu ár frá ári. Sjötta áfangaskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar kom út í vikunni. Hún innihélt rauða viðvörun til mann- kyns. Það er núna eða aldrei. Og jú, margir eru nokkuð slegnir. Eitthvað þarf að gera. Það hvarflar samt að manni sú hugsun að þessi nefnd, sem inniheldur nánast allt lofts- lagsvísindasamfélag jarðarinnar, sé eins og kona um miðbik 19. aldar að tala um vísindi í Albany. Er einhver raunverulega að hlusta? n FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2021 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.