Fréttablaðið - 13.08.2021, Síða 11

Fréttablaðið - 13.08.2021, Síða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2021 www.taramar.is T A R A M A R HEALING TREATMENT Græðir brennda húð Göngu hátíð stendur nú yfir í Reykja- vík. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK sandragudrun@frettabladid.is Gönguhátíð í Reykjavík hófst í gær og stendur yfir til 15. ágúst. Hátíðin er haldin í tilefni af 10 ára afmæli gönguklúbbsins Vesens og vergangs. Á hátíðinni er boðið upp á fjöldann allan af skipulögðum göngum sem henta fólki á ýmsum getustigum. Fyrstu göngurnar hefjast kl. 8.00 á morgnana og þær síðustu kl. 20.00 á kvöldin. Í kvöld klukkan 18.00 er ganga um Laugar- dalinn með leiðsögn sagnfræð- ingsins Stefáns Pálssonar. Gengið er fram hjá gömlu þvottalaug- unum og þaðan út á Laugarnes þar sem gamlar minjar eru skoðaðar. Svo er gengið meðfram sjávar- síðunni niður að Hörpu. Gangan er í samstarfi við Sumarborgina. Einnig er í boði í kvöld róleg ganga með leiðsögn upp á Mosfell í Mos- fellsdal og Léttganga í Breiðholti í boði SÍBS. Allt ókeypis Á morgun og á sunnudaginn verða einnig fjölbreyttar göngur í boði og má þar nefna göngu um fræðslustíg við Nesjavalla- virkjun í boði Orku náttúrunnar og krefjandi göngu á Móskarðs- hnúka, Laufskörð og Hátind sem ekki er mælt með fyrir lofthrædda. Rólega sögugöngu á Garðskaga og sögugöngu á Árbæjarsafni og margt fleira. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vefsíðunni vesenogvergangur.is en göngurnar eru allar ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum til styrktar starfi klúbbsins. ■ Bæði léttar og krefjandi göngur Guðrún Tinna fær hvolp í fimmtugsafmælisgjöf. Hún fékk líka hvolpinn Jack þegar hún varð fertug og heldur hér á honum í fanginu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvergi smeyk á föstudaginn þrettánda Guðrún Tinna Thorlacius fæddist föstudaginn 13. ágúst og fagnar í dag sínu fimmtugasta afmæli á föstudaginn þrettánda. Tinna setti sér 50 afmælismarkmið til að rannsaka lífið utan þægindarammans og segir gott að stíga út fyrir rammann og storka daglega lífinu. 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.