Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2021, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.08.2021, Qupperneq 26
Styrktarfélagið Gleym mér ei styður við fjölskyldur sem missa barn á meðgöngu, í eða fljótlega eftir fæðingu. Án áheitasöfnunar hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni væri ekki hægt að halda starfinu úti. „Þriðja barnið mitt, Guðrún Júlía, kom andvana í heiminn 7. desember árið 2015. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinningum sem fylgdu þessum degi, en þegar ég hugsa til baka finn ég fyrst og fremst fyrir ást og þakklæti. Þetta litla barn breytti öllu.“ Þetta segir Ingunn Sif Höskulds- dóttir, fimm barna móðir, stjórnar- kona í styrktarfélaginu Gleym mér ei og tannlæknir. „Ég fékk strax á spítalanum svo sterka tilfinningu fyrir þeim for- eldrum sem á undan komu og bar- áttu þeirra fyrir bættri umgjörð. Baráttunni fyrir því að þessi djúpa sorg fái pláss í samfélaginu okkar. Fyrir því að við fáum að eyða tíma með börnunum okkar, elska þau, nefna, kveðja og syrgja. Tala um þau og varðveita minningu þeirra. Þarna heyrði ég í fyrsta skipti um Gleym mér ei.“ Dýrmætur stuðningur Gleym mér ei var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafn- hildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á með- göngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem missa barn á meðgöngu, í eða fljótlega eftir fæðingu. Helstu verkefni félagsins hafa verið endurgerð duftreits fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði, minn- ingarstund 15. október ár hvert, gerð fræðslubæklinga, kaup á kæli- vöggum og minningarkassar sem allir foreldrar fá afhentan við missi eftir 12 vikna meðgöngu. Árið 2019 stóð Gleym mér ei að stofnun Sorgarmiðstöðvar ásamt öðrum grasrótarfélögum í sorg- arúrvinnslu. Þar er meðal annars boðið upp á stuðningshópa undir handleiðslu fagfólks og regluleg fræðsluerindi. Englahópur á hlaupum Velvild og stuðningur við félagið hefur verið mikill frá fyrsta degi, enda um að ræða málefni sem snertir marga djúpt. Áheitasöfnun hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni er langstærsta fjáröflun félagsins og án hennar væri ekki hægt að halda úti þessu öfluga starfi. „Mikilvægi hlaupsins liggur þó ekki bara í þeim peningum sem safnast. Hlaupahópur Gleym mér ei samanstendur að mestu leyti af foreldrum sem hafa misst barn, fjölskyldum þeirra og vinum. Þennan dag fáum við að vera englamömmur, englapabbar, englasystkini og englavinir. Sam- staðan er áþreifanleg og heilandi,“ segir Ingunn Sif og bætir við að áheitasöfnun og hlaup gefi líka tækifæri til að vekja athygli á mál- efninu og opna umræðuna. „Rúmu ári eftir að Júlía fædd- ist skráðum við hjónin okkur í Reykjavíkurmaraþon til þess að safna áheitum. Ég í mína fyrstu 10 kílómetra og hann í sína fyrstu 21 kílómetra. Við þurftum bæði að leggjast í töluverðan undirbúning og hann var bæði uppbyggjandi og sameinandi. Hlaupadagurinn var fullkominn. Þarna vorum við allt í einu ekkert annað en mamma og pabbi Júlíu og það var töfrum líkast. Síðan þá höfum við verið skráð í hlaupið og töfrarnir hafa ekkert minnkað. Í fyrra nutum við þess að hlaupa saman fjölskyldan í okkar eigin Covid-maraþoni. Þessi dagur er og verður einn af okkar uppáhalds á hverju ári.“ Varðveita minningu barna Langstærsti kostnaður styrktar- sjóðsins fer í þá rúmlega hundrað minningarkassa sem félagið gefur á hverju ári. „Í kassanum er armband fyrir barn og foreldra frá Aurum, bangsar, gipsmót fyrir hendur og fætur, kertastjaki, föt á barnið og fleira, og er kassanum ætlað að styðja foreldra í að varðveita minn- ingu barnsins. Maraþonið tryggir áframhald kassanna, en auk þess höfum við reynt að standa að átaksverkefni á hverju ári,“ upp- lýsir Ingunn Sif. Í ár vinnur Gleym mér ei að auknum stuðningi við foreldra sem missa á fyrsta þriðjungi með- göngu með gerð fræðsluefnis. „Í ár hlaupum við líka í Gleym mér ei-bolum í þriðja sinn. Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari, hannaði og gaf félaginu yndislegan nýjan bol í byrjun sumars og við getum ekki beðið eftir því að sjá fólkið okkar í honum í hlaupinu í september. Hlaupurum stendur til boða að láta merkja bolinn sínu barni og hefur það vakið mikla lukku.“ n Hlaupastyrkur: rmi.is/hlaup- astyrkur/godgerdamal/370- gleym-mer-ei-styrktarfelag Vefsíða: gleymmerei-styrktar- felag.is Instagram: gleymmereistyrktar- felag Facebook: Gleymmérei Styrktar- félag Þessi dagur er og verður okkar uppáhalds Ingunn Sif Höskuldsdóttir er tannlæknir og fimm barna móðir. Þegar þriðja barn hennar, Guðrún Júlía, kom and- vana í heiminn fékk hún löngun til að leggja baráttu Gleym mér ei lið því það skiptir máli að foreldrar sem missa börn sín fái tíma til að elska þau, nefna,kveðja og syrgja. FRÉTTA- BLAÐIÐ/EYÞÓR Ingunn Sif og Björgvin, maður hennar, klædd bolum merktum Júlíu þeirra. Í minningarkassa Gleym mér ei eru gipsmót fyrir hendur og fætur barnsins. Þessar smáu hendur átti Guðrún Júlía. Hlaupabolir Gleym mér ei eru fallegir og má merkja nöfnum barna. Minningarkassa Gleym mér ei er ætlað að styðja foreldra í að varðveita minningu barnsins með fallegum hlutum. Hlaupahópur Gleym mér ei samanstendur að mestu af foreldrum sem hafa misst barn, fjölskyldum þeirra og vinum. Þennan dag fáum við að vera englamömmur, engla- pabbar, englasystkini og englavinir. 14 kynningarblað 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR MAR AÞON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.