Fréttablaðið - 13.08.2021, Síða 33
Þetta er mín saga, ég er
sýningin og sýningin
er ég. Ég hleypi fólki
mjög nærri mér.
Sólveig
mun hefja
leikárið
á því að
leika í Emil
í Katt-
holti sem
leikstýrt
verður af
Þórunni
Örnu Krist-
jánsdóttur.
Sjálfsævisögulegi heimilda-
söngleikurinn Góðan daginn
faggi verður frumsýndur í
Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld, föstudag. Höfundar og
aðstandendur verksins eru
Bjarni Snæbjörnsson leikari,
Gréta Kristín Ómarsdóttir
leikstjóri og Axel Ingi Árna-
son tónskáld.
Góðan daginn faggi er einleikur
þar sem fertugur söngleikjahommi
leitar skýringa á skyndilegu tauga-
áfalli sem hann fékk upp úr þurru.
Sýningin er unnin upp úr dag-
bókum Bjarna Snæbjörnssonar
sem hann hefur haldið frá æsku til
dagsins í dag.
„Sýningin fjallar um sögu mína
og hvernig ég hef tekist á við það
að vera hinsegin,“ segir Bjarni. „Ég
fór að halda dagbók þegar ég var
unglingur og lýsti þar á fremur
yfirborðskenndan hátt því sem á
dagana dreif og skoðunum mínum
á hinu og þessu. Það var ekki fyrr ég
var orðinn stálpaður unglingur, sem
ég fór af alvöru að skrifa um tilfinn-
ingar mínar og reyndi að átta mig á
því hver ég væri.“
Blaðamaður spyr Bjarna hvort
hann hafi fengið taugaáfall eins og
söngleikjahomminn í sýningunni.
Hann segir: „Þegar ég var á kafi
við að búa til þessa sýningu fór ég
í gegnum allar dagbækur mínar og
bréf til að skilja sjálfan mig betur,
ég las líka alls kyns fræði og var hjá
sálfræðingum. Allt í einu þyrmdi
yfir mig og ég fékk snert af tauga-
áfalli vegna þess að ég áttaði mig
á því að ég hafði aldrei tekist á við
sjálfshatrið sem bjó í mér vegna þess
að ég er hommi. Þetta var því mjög
erfitt uppgjör.“
Frábær söngleikjatónlist
Sýningin skartar söngleikjatónlist
eftir Axel Inga Árnason. „Þetta er
frábær ný íslensk söngleikjatónlist,
þar er bæði gleði og dramatík,“ segir
Bjarni sem er sögumaður í sýning-
unni og talar því beint við áhorf-
endur. „Við förum í langt ferðalag
inn í þessa sögu mína og skoðum
hana frá öllum mögulegum sjónar-
hornum. Það er dásamleg óvissa
sem fylgir því að vera í beinu samtali
við áhorfendur og hlusta á salinn.“
Sýningin hefur verið lengi í
mótun og Covid setti þar skiljanlega
strik í reikninginn. „Ferlið hefur
tekið tvö og hálft ár,“ segir Bjarni.
„Alveg frá fyrsta uppkasti að hand-
riti buðum við fólki að koma og
hlusta á leiklestra og síðan buðum
við fólki að koma á rennsli.“
Dásamlegar viðtökur
Verkið hefur þegar verið sýnt á
Tálknafirði, heimabæ Bjarna, þar
sem stór hluti sögunnar gerist.
„Við sýndum sveitungum mínum
verkið. Viðtökur voru dásamlegar
en einhverjir voru slegnir og höfðu
ekki gert sér grein fyrir því hvað
það er erfitt að alast upp sem barn
og unglingur og finnast maður ekki
tilheyra. Það eru sár sem fylgja því.“
Bjarni er fullur tilhlökkunar
vegna frumsýningarinnar í kvöld.
„Ég get ekki beðið eftir að frumsýna.
Þetta er mín saga, ég er sýningin og
sýningin er ég. Ég hleypi fólki mjög
nærri mér. Nú er sýningin að öðlast
eigið líf og ég get farið að skilja hana
eftir í leikhúsinu.“ n
Mjög erfitt uppgjör
Það er dásamleg
óvissa sem
fylgir því að vera
í beinu samtali
við áhorfendur,
segir Bjarni.
MYND/AÐSEND
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
kolbrunb@frettabladid.is
Leikkonan Sólveig Guðmundsdótt-
ir hefur gert samning við Borgar-
leikhúsið en Sólveig hefur starfað
sem sjálfstætt starfandi leikkona
síðastliðin 19 ár. Hún útskrifaðist
sem leikkona frá The Arts Educa-
tional School of Acting í London
árið 2002 og hefur leikið síðan hin
ýmsu hlutverk bæði í leikhúsum og
sjónvarpi.
Sólveig hlaut Grímuverðlaunin
sem leikkona ársins í aðalhlut-
verki árið 2017 fyrir leik sinn í Sóley
Rós ræstitæknir og aftur 2019 fyrir
leik sinn í Rejúníon sem sýnt var
í Tjarnarbíói. Sólveig hlaut einnig
Menningarverðlaun DV 2017 fyrir
leik sinn í Illsku og Sóley Rós.
Sólveig mun hefja leikárið á því
að leika í Emil í Kattholti sem leik-
stýrt verður af Þórunni Örnu Krist-
jánsdóttur. n
Sólveig í Borgarleikhúsið
Sólveig hefur gert samning við Borgarleikhúsið.
MYND/AÐSEND
Betri svefn með Lín Design
Betri svefn með Lín D sig
Betri svefn
með Lín Design
www.lindesign.is
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2021 Menning 13FRÉTTABLAÐIÐ