Fréttablaðið - 29.07.2021, Page 2
Yfir svífur mökkur úr Geldingadölum
WWW.PLUSFERDIR.IS | INFO@PLUSFERDIR.IS
Keflavík - Tenerife,
báðar leiðir
Keflavík - Tenerife,
báðar leiðir
Keflavík - Malaga,
báðar leiðir
Keflavík - Alicante,
báðar leiðir
30. júlí - 04. ágúst
Verð frá 39.900 kr.
04. - 11. ágúst
Verð frá 49.900 kr.
06. - 17. ágúst
Verð frá 39.900 kr.
05. - 12. ágúst
Verð frá 39.900 kr.
Birt með fyrirvara um prentvillur, stafabrengl og önnnur „úps“
Innifalið: Flug, skattar og 8 kg. handfarangur.
BÓKAÐ
U Á PL
USFERD
IR.ISFlugPlús!
Aðeins fjórðungur lands-
manna hefur hvorki verið
bitinn né þekkir fólk sem
hefur verið bitið af lúsmýi.
Skordýrafræðingur segir við-
brögð við biti virðast minnka
ef fólk er bitið oftar.
adalheidur@frettabladid.is
thorgrimur@frettabladid.is
SKORDÝR Þrír af hverjum tíu Íslend-
ingum hafa verið bitnir af lúsmýi
hér á landi á síðustu tólf mánuðum
samkvæmt niðurstöðum könnunar
sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið.
Fimmtíu og sjö prósent svarenda
sögðust þekkja einhvern sem hefur
verið bitinn. Aðeins fjórðungur
hefur hvorki verið bitinn né þekkir
einstakling sem hefur verið bitinn.
Konur eru ívið líklegri en karlar
til að verða fyrir mýinu og bit verða
helst hjá ungu fólki og heldur dregur
úr líkum á biti eftir því sem fólk
eldist. Þannig hafa 35 prósent fólks
á aldrinum 18 til 24 ára verið bitin af
lúsmýi en aðeins átján prósent yfir
65 ára aldri.
Ekki er mikill munur á íbúum
höfuðborgarsvæðis og landsbyggð-
ar og fólk af öllum stigum þjóð-
félagsins verður jafnt fyrir þessari
plágu.
Þá leggst lúsmý jafnt á starfsmenn
hins opinbera og þá sem starfa í
einkageiranum. Hins vegar benda
niðurstöðurnar til að fólk sem
starfar í þriðja geiranum verði frek-
ar fyrir lúsmýinu en 45 prósent þess
sögðust hafa verið bitin af lúsmýi á
undanförnum 12 mánuðum.
Til samanburðar höfðu innan við
þrjátíu prósent starfsmanna hins
opinbera og einkageirans orðið
fyrir biti.
„Líkurnar á biti eru nú alltaf jafn-
miklar hvernig sem staðan er,“ segir
skordýrafræðingurinn Gísli Már
Gíslason.
„Mér sýnist þó á sjálfum mér að
viðbrögðin fari minnkandi. Ég hef
verið bitinn frá því að menn átt-
uðu sig á því hvaða padda þetta var
sem var að bíta fólk á gróðursælum
sumarbústaðareitum og hef fundið
að því oftar sem ég er bitinn, þeim
mun minni viðbrögð sýnir líkam-
inn. En ég er bitinn eftir sem áður.“
Gísli segir þetta í takt við ein-
kenni annarra mýflugnabita.
„Þetta er eins með aðrar mýteg-
undir eins og moskítóættina,
bitmýið eða mývarginn um allt
land. Þegar fólk er bitið aftur af því
virðast viðbrögðin verða minni. Í
nágrannalöndunum fær fólk heldur
yfirleitt ekki þessi geysilegu útbrot
sem fólk hér fær þegar það kynnist
lúsmýinu í fyrsta sinn. En þetta er
auðvitað einstaklingsbundið.“
Könnunin var send á könnunar-
hóp Prósents og svartími var frá
15. til 23. júlí. Í hópnum voru 2.600
einstaklingar á Íslandi, átján ára og
eldri, og voru svör þeirra vegin eftir
kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall
var 52 prósent. n
Þrír af hverjum tíu á Íslandi
hafa verið bitnir af lúsmýi
Gísli Már
Gíslason skor-
dýrafræðingur.
✿ Hefur þú, eða einhver
sem þú þekkir, verið bit-
inn af lúsmýi á Íslandi á
síðustu tólf mánuðum?
n Já, þekki
einstakling sem
hefur verið bitinn
n Já, hef sjálf/ur
verið bitinn
n Nei
57%
29,6%
25,6%
hjorvaro@frettabladid.is
VEÐUR Þrátt fyrir að öllum stórum
útihátíðum sem halda átti um
komandi verslunarmannahelgi hafi
verið aflýst er samt sem áður ferða-
hugur í landsmönnum. Vilji fólk
komast í sól er best að heita förinni
norður í land.
„Það verður sólríkast fyrir norðan
um komandi helgi en það verður
ekki mikill hitamunur á milli lands-
hluta.
Heilt yfir landið erum við að spá
um 10 til 15 gráða hita um helgina
og að það verði milt og gott veður á
flestum landsvæðum.
Það er ekki mikil úrkoma í kort-
unum en það gæti þó verið að
það verði væta einhverja dagana.
Úrkoman ætti hins vegar að verða
minnst fyrir norðan,“ segir Birgir
Örn Höskuldsson, veðurfræðingur
hjá Veðurstofunni, um veðurspána
fyrir verslunarmannahelgina.
„Það er helst við suðurströndina
þar sem veðurspáin sker sig úr frá
öðrum landshlutum en þar verður
þokuloft ef spá okkar gengur upp.
Annars staðar á landinu ætti fólk
að geta notið góðs veðurs í úti-
legum eða á þeim tjaldsvæðum þar
sem það kýs að vera,“ segir veður-
fræðingurinn enn fremur. n
Sólríkast á Norðurlandi
Lúsmýið byrjaði að herja hressilega á Íslendinga með bitum sínum sumarið
2015 og hefur unnt sér lítillar hvíldar síðan. MYND/AÐSEND
Tjaldsvæðið á Akureyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Mökkurinn úr gosinu í Geldingadölum var vel sjáanlegur frá höfuðborgarsvæðinu í gær. Óróinn í gosinu hefur rénað og aukist að nýju á víxl undanfarna viku
en spár um endalok gossins hafa hingað til ekki ræst. Í gær spjó eldstöðin enn úr sér hrauni með tilheyrandi gösum sem stigu til himins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
gar@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Dagsektum sem
lagðar voru á Vöku vegna starf-
semi á Leirvogstungumelum verður
ekki haggað, segir úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála.
Sumarið 2018 kom í ljós að á svæði
Vöku á Leirvogstungumelum væri
fjöldi númerslausra bíla og að þar
væri óþrifalegt. Ekki hefði verið
sótt um starfsleyfi og engar meng-
unarvarnir til staðar. Gefinn var eins
mánaðar frestur til hreinsunar.
Umsókn fyrirtækisins um starfs-
leyfi var hafnað í júni 2020 og því
enn veittur frestur til að hreinsunar
Þrátt fyrir nokkra tiltekt hreinsaði
Vaka ekki svæðið að fullu og ákvað
heilbrigðisnefnd í apríl 2021 að
leggja á 20 þúsund króna dagsektir
þar til allur úrgangur væri á braut.
Vaka sagðist stöðugt vera að losa
efni af svæðinu og mótmælti.
Úrskurðarnefndin sagði Vöku
hafa „verið veittir þrír frestir til að
ljúka hreinsun svæðisins og enginn
þeirra staðist“, eins og segir í niður-
stöðu nefndarinnar. n
Dagsektir á Vöku
standa óhaggaðar
Hjá Vöku í Laugarnesi.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
2 Fréttir 29. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ