Fréttablaðið - 29.07.2021, Qupperneq 4
Ef við ætlum að bólu-
setja heilbrigð börn þá
verður þetta að vera
öruggt.
Valtýr Stefáns-
son Thors,
barnasmitsjúk-
dómalæknir.
svavamarin@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Ekki hefur verið
tekin formleg skýrsla af unglings-
stúlkum sem gistu í Laugardalshöll
um helgina meðan fótboltamótið
Rey Cup stóð yfir.
Stúlkurnar komust sjálfar á
snoðir um að eftirlitsmyndavélar
tóku stöðugt upp í svefnsal þeirra
er þær sáu svefnsal sinn á tölvuskjá
sem stóð á vinnuborði í afgreiðslu.
Að sögn móður einnar þeirra var
stúlkunum brugðið enda höfðu þær
oft haft fataskipti og verið fáklædd-
ar og jafnvel naktar í salnum.
„Við töluðum aðeins við þær í
upphafi, en það virðist ekkert sak-
næmt hafa átt sér stað og bara um
mannleg mistök að ræða,“ segir
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglu-
fulltrúi hjá Lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem málið er
til rannsóknar.
Aðspurður um upptökurnar og
hve margir hafi aðgang að þeim
segir Guðmundur að þær séu ekki
aðgengilegar í gegnum netið. „Við
ætlum að eyða öllum upptökunum
en eiga afrit ef eitthvað kemur upp,“
segir hann. Rannsókn málsins er
enn ólokið.
Persónuvernd hefur ekki borist
formleg kvörtun vegna Laugardals-
hallarmálsins að sögn Helgu Sig-
ríðar Þórhallsdóttur, staðgengils
forstjóra. Stofnunin getur hins
vegar tekið mál til skoðunar að eigin
frumkvæði.
„Við erum ekki búin að setja neitt
af stað ennþá og erum svona aðeins
að hinkra og sjá hvað kemur út úr
rannsókn lögreglu,“ segir Helga Sig-
ríður.
Persónuvernd tekur alla jafna
ekki mál til skoðunar á sama tíma
og þau eru til opinberrar rann-
sóknar annars staðar. ■
Lögregla eyðir upptökum úr svefnsal stúlkna í Laugardalshöll
Stúlkurnar afjhúpuðu kerfi með
eftirlitsmyndavélum. MYND/AÐSEND
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ
6.399.000 KR.*
N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S
• STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
N Ý H Ö N N U N
N Ý I N N R É T T I N G
N Ý TÆ K N I
N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R
* S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU
Börn smitast síður af Covid-
19 en fullorðnir og verða
sjaldnar alvarlega veik. Lítið
er vitað um langvarandi
áhrif Covid-sýkinga á börn
sem stendur. Barnasmit-
sjúkdómalæknir telur full-
snemmt að byrja að bólusetja
hraust börn áður en meiri
rannsóknir liggja fyrir.
urduryrr@frettabladid.is
COVID-19 Valtýr Stefánsson Thors
barnasmitsjúkdómalæknir telur
ekki liggja á að bólusetja yngri börn
gegn Covid-19 sem stendur. Hann
segir börn almennt veikjast minna
en fullorðnir og smitast síður.
„Ef við horfum á faraldurinn hér
á Íslandi þá hafa núna um og yfir
átta hundruð börn smitast af Covid
og ekkert þeirra veikst alvarlega,“
segir Valtýr og bendir á að þeim
sé veitt mikil eftirfylgni á Covid-
göngudeild Barnaspítala Hringsins.
Þá virðist Covid-sýking hafa lítil
áhrif á ungbörn og almennt koma
þau mjög vel út úr svoleiðis. Ein-
hver dæmi eru erlendis um ung-
börn sem smitast við fæðingu eða
jafnvel í móðurkviði og vegnar vel
eftir sýkingu.
Búið er að bólusetja börn niður
í fimmtán ára aldur en samkvæmt
Valtý er það í þeim aldurshópi sem
einkenni líkjast helst því sem full-
orðnir glíma við. Einhver börn sem
hafa undirliggjandi sjúkdóma eða
eru í sérstökum áhættuhóp hafa
verið bólusett niður í tólf ára aldur.
Ekki er til markaðsleyfi fyrir
bóluefni barna yngri en tólf ára
en einhver fyrirtæki hafa byrjað
að sækjast eftir því og eru að gera
rannsóknir með bóluefni fyrir börn
niður í tveggja ára aldur og jafnvel
yngri.
„Persónulega og út frá þeim
gögnum sem við höfum finnst mér
ekkert liggja á að bólusetja yngri
börn,“ segir Valtýr. Hins vegar segir
hann að það væri gagnlegt að geta
bólusett öll börn til að hjálpa til við
að halda faraldrinum fjarri.
Þrátt fyrir að ekkert gefi til kynna
hingað til að bóluefni virki illa á
börn eða valdi aukaverkunum sem
ekki hafa sést hjá fullorðnum telur
Valtýr farsælla að bíða nokkra mán-
uði eftir meiri gögnum.
„Ef við ætlum að bólusetja heil-
brigð börn þá verður þetta að vera
öruggt,“ segir Valtýr.
Barnalæknar hjá Barnaspítala
Hringsins eru nú að vinna að rann-
sókn um það hvort Covid-sýkingar
hafi langvarandi áhrif á börn. Val-
týr segir það ekki enn vera vel kort-
lagt hjá börnum þó að það hafi eitt-
hvað verið skoðað.
„Ef það kemur í ljós að umtals-
verður hluti barna sem hafa greinst
með Covid er með langvarandi
einkenni þá væri það lóð á vogar-
skálar þess að hefja bólusetningu
hjá hraustum börnum,“ segir hann
en vonast er til þess að búið verði
að safna öllum gögnum í lok ágúst.
Stærra lýðheilsuvandamálið er að
mati Valtýs andleg og sálræn áhrif á
börn og unglinga eftir mikla röskun
á eðlilegu skóla- og frístundastarfi
síðasta eina og hálfa árið. Hann
segir að börn og unglingar hafi
mörg átt erfiðara með að sinna
námi sínu og að einhverjir hafi
þurft að hætta í menntaskóla.
„Ég held það ætti að vera eitt af
helstu markmiðunum að halda
skólunum opnum og halda líf i
barna og unglinga eins eðlilegu og
hægt er til að tryggja velferð þeirra.
Allir geta verið sammála um að það
sé eitt það mikilvægasta sem við
getum gert,“ segir Valtýr. ■
Telur óþarft að bólusetja börn í flýti
Yfir átta hundruð börn á Íslandi hafa smitast af Covid en ekkert þeirra hefur veikst alvarlega, FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
kristinnpall@frettabladid.is
COVID-19 Íþróttabandalag Reykja-
víkur sem sér um Reykjavíkurmara-
þonið fundar nú daglega um mögu-
legar sviðsmyndir maraþonsins sem
er á dagskrá 21. ágúst næstkomandi.
„Þessu hefur alltaf verið hólfaskipt
eftir vegalengdum, núna erum við
með öðruvísi sviðsmynd,“ segir Silja
Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR.
Hlaupið er á dagskrá eftir að
núverandi reglugerð um hertar
samkomutakmarkanir rennur út en
þar sem nýjasta bylgja kóróna veiru-
faraldursins sýnist í veldisvexti er
erfitt að sjá að samkomutakmörk-
unum verði aflétt í tæka tíð.
Svo gæti farið að það þurfi annað
árið í röð að aflýsa hlaupinu vegna
heimsfaraldursins. Undanfarin ár
hafa á bilinu fjórtán til fimmtán
þúsund hlauparar tekið þátt í hlaup-
inu á ári hverju en metfjöldi tók þátt
árið 2014 þegar 15.552 hlupu.
„Það eru stöðug fundahöld um
að skoða möguleikana sem eru til
staðar eins og í fyrra þegar við sett-
um af stað átak um að hlaupa eigin
leið. Um leið skiptir góðgerðarsöfn-
unin sem á sér stað í hlaupinu okkur
miklu máli, að hún gangi eftir,“ segir
Silja um áheitasöfnunina sem hefur
vaxið ár frá ári frá því hún byrjaði
2007. Síðast er hlaupið fór fram
söfnuðust 167,4 milljónir króna sem
dreifðust á 181 góðgerðarfélag. ■
Stíf fundahöld um
maraþonið í ágúst
Þétt hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni í
ágúst 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
4 Fréttir 29. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ