Fréttablaðið - 29.07.2021, Qupperneq 6
AÐEINS 3.990 KR./MÁN.
Tryggðu þér áskrift á stod2.is
Vegir liggja til allra átta um
verslunarmannahelgina hjá
landanum þrátt fyrir hertar
sóttvarnaaðgerðir.
svavamarin@frettabladid.is
SAMFÉLAG Áætlanir margra lands
manna sem ætluðu sér á útihátíð
um verslunarmannahelgina eru
í uppnámi eftir að samkomutak
markanir voru hertar. Öllum úti
hátíðum hefur verið af lýst eða
frestað og fjöldatakmarkanir eru á
tjaldsvæðum landsins.
En hvað tekur fólk þá til bragðs?
Blaðamaður og ljósmyndari Frétta
blaðsins hittu fólk á förnum vegi
og spurðu hvernig verja ætti versl
unarmannahelginni, sem segja má
að hafi verið aflýst í hefðbubndinni
mynd annað árið í röð. n
Stefna út og suður
Gabríela Helgudóttir
Gabríela ver helginni með átta mánaða syni sínum.
„Við ætlum að hafa það rólegt í góða veðrinu. Pabbi
hans er erlendis og við verðum bara tvö í bænum.“
Birna Blöndal og Kári Týr
„Nei, ekkert plan, við eigum ekkert líf, mæðginin.“
Sirrý og Birna
Sirrý og
Birna segjast
aðspurðar
ekki hafa átt
miða á Þjóð-
hátíð. „Nei, við
getum orðið
fullar hvar sem
er,“ segja þær.
Önnur þeirra
ætlar norður
í Ásbyrgi um
helgina en hin
þarf að vera
í bænum á
laugardaginn
vegna vinnu.
Haukur og
Svandís
„Við erum með
lítið barn og
ætlum upp í
sveit með fjöl-
skyldunni. Við
ætlum annað
hvort í Vík í
Mýrdal eða
Ástungu rétt
hjá Árnesi, eða
bara bæði.“
Guðmundur Hilmarsson
„Við förum tvenn hjón að gista á hótelinu á Flúðum,
njóta þess að vera til og spila golf, fá gott að drekka
og borða. Vonandi verður svona gott veður áfram.“
HELGIN FRAM UNDAN FRÉTTABLAÐIÐ
hjorvaro@frettabladid.is
FERÐALÖG Þar sem stóru útihátíð
um landsins er aflýst um komandi
helgi má búast við að aðsókn verði
töluverð á tjaldsvæðum.
Rakel Anna Boulter, landvörður
í Ásbyrgi, segir að gildandi sótt
varnareglur takmarki það hversu
mörgum gestum mögulegt verður
að taka við á svæðinu.
Kippur hafi verið í bókunum á
svæðinu í gær og útlit sé fyrir að fullt
verði um helgina líkt og hefur raun
ar verið um flestar helgar í sumar.
„Aðsóknin hefur verið góð hjá
okkur í allt sumar en við höfum
fundið fyrir því þegar nær dregur
helginni að bókunum hefur fjölgað.
Þar sem gildandi sóttvarnareglur
takmarka þann fjölda sem við
getum tekið á móti þá býst ég við
því að það verði fullt hjá okkur um
komandi helgi,“ segir Rakel Anna.
Af þessum sökum segist Rakel
Anna gera ráð fyrir að þurfa að vísa
fólki frá svæðinu vegna plássleysis.
Það hafi þurft að gera reglulega í
sumar.
„Það er alltaf jafn leiðinlegt. Það
er hins vegar ekki orðið fullt eins og
sakir standa. Þá hefur vegurinn um
Vesturdal verið opnaður eftir fram
kvæmdir það sem af er sumri en ein
ungis er opið fyrir fólk sem hyggst
tjalda hjá okkur,“ segir Rakel Anna.
Hildur Þóra Magnúsdóttir, sem
sér um tjaldsvæðið í Varmahlíð,
tekur í sama streng.
„Bókunum hefur fjölgað hægt
og rólega eftir því sem liðið hefur á
vikuna og ég býst við að það verði
fjölmennt á svæðinu um helgina.
Það eru hins vegar enn laus pláss og
allir velkomnir,“ segir Hildur Þóra.
„Lögreglan hafði samband við
mig í gær og minnti mig á mikilvægi
þess að virða gildandi sóttvarna
reglur og það munum við að sjálf
sögðu gera. Við erum bara spennt að
taka á móti þeim sem eiga leið um
svæðið,“ segir Hildur. n
Búast við að tjaldsvæði verði full í sólinni sem verður nyrðra
Rakel Anna
Boulter, land-
vörður í Ásbyrgi.