Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.07.2021, Qupperneq 8
Ekki kemur á óvart að þessara tveggja dala sé getið í þessum sögum, enda hömrum girtir og einkar til- komumiklir. Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi. FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR Við sunnanverðan Arnarfjörð eru stuttir en brattir Ketil dalir sem teygja sig frá Bíldudal norðvestur að Kópanesi. Stærstur og þekktastur er Selárdalur en síðan eru nokkrir minni dalir eins og Hringsdalur og Aust- mannsdalur sem báðir koma fyrir í aldagömlum munn- mælasögum. Ekki kemur á óvart að þessara tveggja dala sé getið í þessum sögum, enda hömrum girtir og einkar tilkomumiklir. Í Hrings sögu segir frá Hring sem nam land í Hringsdal en hann neyddist til að f lýja Noreg vegna vígaferla. Elti hann Austmaður hingað til lands en svo voru Norðmenn títt nefndir í fornsögum. Vildi hann hefna frænda síns sem Hringur hafði vegið og nam land í næsta dal við Hringsdal, sem síðar fékk nafnið Austmannsdalur. Sendi hann flugumenn til að koma Hring fyrir kattarnef en sá síðarnefndi varðist vel og ku hafa hryggbrotið alla flugumennina á steini í Hringsdal sem kallast Víghella. Austmaðurinn gafst þó ekki upp og þegar húskarlar Hrings voru að heiman sendi hann vígamenn að nýju í Hringsdal. Varðist Hringur vel og náði að fella marga þeirra áður en hann féll sjálfur. Var hann síðan heygður í kumli utarlega í Hringsdal. Aust- maðurinn var hins vegar heygður að eigin ósk á fjalls- núpi sem nefnist Haugshorn en ofan af því mátti sjá yfir alla landareign hans. Það er gaman að heimsækja Austmannsdal en þar var búið fram á miðja síðustu öld. Ekinn er Ketildalavegur frá Bíldudal í áttina að Selárdal. Frá veginum er stutt ganga niður að uppistandandi rústum gamla bæjarins en skammt frá þeim eru fallegar grjóthleðslur. Frá veg- inum má einnig ganga upp á Haugshorn eftir grösugum Austmannsdal. Fylgt er snoturri fossaröð og síðan bugð- óttri ánni inn dalinn þar sem haldið er upp brekkurnar á vinstri hönd. Leiðin er óstikuð en fylgja má misgreini- legum kindagötum. Síðan tekur við fjallsrani sem fylgt er í norður út á nef Haugshorns. Þarna býðst frábært útsýni yfir mynni Ketildala og allan Austmannsdal en handan Arnarfjarðar blasa síðan við Lokinhamrar, hæsta fjall Vestfjarða, Kaldbakur (999 m), Tjaldanesfjöll og innar í firðinum Hornatær. Þetta er þægileg 3 klukku- stunda ganga sem er flestum fær. Gengin er sama leið til baka en eftir gönguna er tilvalið að heimsækja listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal en þar eru útilistaverk sem höfða bæði til barna og fullorðinna. n Á slóðum Austmanns Í Austmanns- dal er sérlega falleg fossaröð sem hægt er að fylgja inn dal- inn. Haugshorn til er vinstri en þar segir sagan að Austmaður sem dalurinn er kenndur við sé heygður. MYND/TG Af Haugshorni er frábært út- sýni yfir Arnar- fjörð og mynni Ketildala. MYND/TG Rústir gamla bæjarins í Austmannsdal eru mikið fyrir augað og frábær mótíf. MYND/ ÓMB

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.