Fréttablaðið - 29.07.2021, Side 18

Fréttablaðið - 29.07.2021, Side 18
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria @frettabladid.is María Oddný Sigurðar- dóttir er nýlega útskrifuð úr diplómanámi hjá Makeup Studio Hörpu Kára og eins og hjá mörgum kviknaði áhuginn á unglingsárunum. „Ég byrjaði að hafa meiri og meiri áhuga á förðun þegar ég var unglingur og elskaði að skoða kennslumyndbönd á netinu og prufa mismunandi „lúkk“. Síðan þá hefur áhuginn bara aukist,“ segir María. María Oddný er enginn nýgræð- ingur í förðun heldur er hún einnig áberandi í tónlistarsen- unni og kemur fram með fjölda hljómsveita. „Ég lærði í skapandi tónlistarmiðlun hjá Listahá- skólanum en svo er ég líka lærður klassískur píanisti. Núna er ég að læra klassískan söng. Ég syng með kabaretthópnum Túttífrúttunum og svo syng ég bakraddir hjá hljómsveitinni Flott. Hljómsveitin átti að koma fram á Menningarnótt en viðburð- inum var af lýst út af faraldrinum. Einnig eigum við að koma fram á Airwaves og ég vona svo sannar- lega að það verði af hátíðinni í ár. Þá hef ég verið að koma fram með konsept-gjörningahljómsveitinni Holdgervlum og svo er ég að vinna að sólóefni með Friðriki Mar- grétar-Guðmundssyni. Eins og er höfum við ekki gefið neitt út.“ Þeim sem vilja fylgjast með tón- listarferli Maríu er bent á að hún er með Instagramsíðuna @ maria- oddny. „Sem tónlistarmaður kem ég mikið fram og þá farða ég mig sjálf fyrir sviðið. Reyndar hef ég ekki verið að koma mikið fram síðasta árið út af faraldrinum, en mér finnst mjög gaman að farða fyrir svið. Svona dagsdaglega fer það pínu eftir stuðinu hvernig ég farða mig. Oftast er ég með frekar létta förðun yfir daginn og stundum finnst mér líka bara gott að vera ekki með neitt framan í mér.“ En hvað er það sem heillar þig við förðun? „Mér finnst svo áhugavert að skoða hvernig förðun er notuð á mismunandi hátt. Upprunalega var það kannski meira tengt því að fela eitthvað sem ég var ekki sátt við, unglingabólur og þannig. Síðan þá hef ég meira hugsað þetta sem ákveðið listform. Það er hægt að nota förðun á svo fjölbreyttan hátt, bæði til að draga fram allt það fallega við okkur sem við viljum kannski ýkja og síðan er hægt að gera eitthvað allt öðruvísi og abstrakt.“ Íslendingar með puttann á förðunarpúlsinum María Oddný hefur lengi haft áhuga á förðun og sem tón- listarkona hefur hún gaman af því að farða sig fyrir sviðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR Krefjandi og skemmtilegt nám María útskrifaðist úr náminu í júní síðastliðnum og var farið mjög ítarlega í ýmiss konar förðunartegundir. „Það var kennt fjórum sinnum í viku í fjóra tíma á dag. Þetta var krefjandi tímabil þar sem ég var líka að vinna og er einstæð móðir, en það var svo ótrúlega gaman að ég fann varla fyrir því. Við fórum í grunnatriði húðumhirðu og förðunar. Síðan var farið út í meira af ákveðnum gerðum af förðunum. Að lokum voru þrjú mismunandi lokaverk- efni sem voru tískuförðun, „bjútí“ förðun og „no makeup makeup“ förðun.“ Glóandi húð er lykilatriði María segist hafa mestan áhuga á að farða fyrir myndatökur í tískutímarit og tískusýningar. „Mér þykir líka skemmtilegt að gera hefðbundnari „beauty“ farðanir. Svo finnst mér spenn- andi að hafa eitthvert „konsept“ í förðun, til dæmis að hafa sterka liti, hafa sömu liti í förðuninni og í fötunum eða eitthvað sem er í umhverfinu. Þetta er kannski meira í tískuförðunum, en mér finnst almennt mjög gaman að pæla í litasamsetningum og fók- usera oft á augun og reyni að velja augnskugga sem draga fram augn- litinn. Svo finnst mér förðun með fallegri húðvinnu algjört lykilat- riði og er ég mjög hrifin af svona „dewy“ húð með fallegum roða í kinnunum. Mér finnst líka mjög falleg förðun þar sem fókuserað er á eitthvað eitt, til dæmis sterk augu, sterkar varir eða bara til dæmis mikinn lit í kinnunum.“ En hvernig er förðunartískan í sumar? „Almennt finnst mér förðunin léttari en hún hefur verið, ekki jafn mikið af þungum skyggingum og meira um að húðin sé „dewy“, glóandi og fersk. Síðan eru graf- ískir og óhefðbundnir eyelinerar í skærum litum mjög vinsælir núna. En mér finnst fókusinn almennt vera annaðhvort á augun eða varirnar; svona „minna er meira“ fílingur. Ég hugsa líka alltaf um tilefnið þegar ég er að farða. Ef þú ert að fara í brúðarförðun, þá er kannski betri ákvörðun að hafa eitthvað meira látlaust og hefð- bundið heldur en að fara út í eitt- hvað sem er í tísku sem gæti svo mögulega elst illa á myndum.“ En haustið, hvernig lítur það út? „Það er mjög mikið alls konar í gangi núna og stundum er frekar erfitt að setja alveg fingurinn á það sem er í tísku. Ég skoða nokkrar Instagram-síður reglu- lega og sé mikið af mjög skapandi augnförðun með sterkum litum. En svo eru þessar klassísku farðanir ennþá á sínum stað eins og „cat eye-liner“ og rauðar varir. Augabrúnirnar eru yfirleitt frekar náttúrulegar en það er líka vinsælt að greiða þær upp með geli eða sápu. Svo finnst mér mjög gaman að skoða hvað tískuhúsin eru að gera, en það er mjög fjölbreytt eftir því hvernig fatalínurnar eru hjá hverjum og einum. Ég sótti til dæmis innblástur til Dior fyrir lokaverkefnið mitt í tískuförðun.“ Amma með grafískan eyeliner María segir að Íslendingar séu með puttann á púlsinum í því sem er að gerast úti í heimi í förðun. „Mér finnst Íslendingar vera yfirleitt frekar framarlega hvað varðar Instagram og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst til dæmis ótrúlega gaman að fylgjast með Emblu Wigum á Instagram og TikTok. Hún gerir ótrúlega skapandi farðanir og er með mjög marga fylgjendur. Þar sem vörumerki Íslendinga er náttúran hefur nátt- úruleg förðun verið mjög vinsæl í auglýsingaherferðum. En það sem ég sé til dæmis frá kennurunum mínum á Instagram er bara svipað og maður sér annars staðar. Það er líka mismunandi hversu hugrakkir Íslendingar eru með förðunina og það fer bara eftir því hvaða hóp þú ert að horfa á. Þú ert kannski ekki að fara sjá ömmu þína með grafískan eyeliner eða skærappelsínugulan varalit. En til dæmis í tónlistar- og listasenunni eru margir að gera mjög skemmti- lega hluti. Mér finnst ég almennt sjá mikið af alls konar förðun hér heima en það fer mest eftir því hvar maður er staddur hvers konar förðun maður sér.“ Hægt er að fylgjast með förðunarferli Maríu á Instagramsíðunni @bymaria- oddny. ■ Glóandi förðun er vinsæl í sumar. MYND/ANNA KRISTÍN María vinnur gjarnan með liti í förðun. MYND/SARA BJÖRK Mér finnst fókusinn almennt vera ann- aðhvort á augun eða varirnar; svona „minna er meira“ fílingur. 6 kynningarblað A L LT 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.