Fréttablaðið - 15.07.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 15.07.2021, Síða 4
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P® A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI FRÁ 6.399.000 KR.* N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S • STÆRRI VÉL 240 HÖ • 360° MYNDAVÉL • LÁGT DRIF • LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ • SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA • FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR N Ý H Ö N N U N N Ý I N N R É T T I N G N Ý TÆ K N I N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID NÚ FÁANLEGUR Í TRAILHA WK ÚTFÆRSLU Nú fer fram leit að þátttak­ endum í rannsóknarverk­ efnið Svefnbyltinguna. Markmið verkefnisins er að uppfæra rannsóknaraðferðir í kringum kæfisvefn. Verk­ efnið var nýlega styrkt um 2,5 milljarða. birnadrofn@frettbladid.is  HEILBRIGÐISMÁL Kæfisvefn, þar sem fólk hættir að anda reglulega yfir nóttina og hrýtur oft mikið þess á milli, svefnleysi og fótaóeirð í svefni, eru meðal helstu vandamála sem tengjast svefni. Þetta er eitt rannsóknarefna Svefnbyltingarinnar, fjögurra ára rannsóknarverkefnis, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík og forstöðu­ manns Svefnseturs. Svefnbyltingin fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk úr Hori­ zon 2020 rammaáætlun Evrópu­ sambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Markmið verkefnisins er að nútímavæða og uppfæra rann­ sóknaraðferðir í kringum kæfisvefn. „Staðreyndin er sú að sé fólk með kæfisvefn þá eru auknar líkur á ýmsum öðrum sjúkdómum, eins og hjartasjúkdómum og háþrýstingi ásamt oft mikilli dagsyfju,“ segir Erna. Að sögn Ernu er mikilvægt að rannsaka svefngæði fólks og kom­ ast að því hvort hægt sé að bæta þau með einföldum lífsstílsbreytingum eða hvort þurfi að leita frekari þjón­ ustu heilbrigðiskerfisins. „Sé mikill hluti fólks vansvefta þá hefur það ekki bara áhrif á lífsgæði fólks heldur líka efnahagsleg áhrif, bæði á einstaklinga sem og á sam­ félagið,“ bætir hún við. Lára Jónasdóttir er verkefnastjóri Svefnbyltingarinnar og segir hún verkefnið fara vel af stað. „Í sumar erum við að safna svefn­ mælingum þar sem verið er að sann­ reyna nýja, einfaldari uppsetningu mælibúnaðar og gildi tveggja mis­ munandi snjallúra til að mæla svefn,“ segir Lára. „Þessar mælingar munu svo vera nýttar í næstu skref Svefnbyltingar­ innar þar sem eingöngu einfaldari mælibúnaður er notaður,“ bætir Lára við. Nú stendur yfir leit að þátttak­ endum í rannsóknina og segir Lára leitina ganga nokkuð vel. „En við erum að vonast til að fá enn fleiri áhugasama til að taka þátt í sumar,“ tekur hún fram Þátttaka felst í því að fólk sofi eina nótt heima hjá sér með svefnmæli­ búnað sem mælir öndun, heilarit, augnhreyfingar og fleira til að mæla svefnstig, meðal annars magn djúp­ svefns og draumsvefns. „Við erum að leita að alls konar fólki, bæði einstaklingum sem sofa vel og þeim sem hafa upplifað ein­ hver vandamál tengd svefni, til dæmis þeim sem hefur verið sagt að þau hrjóti og hætti að anda í svefni eða eiga erfitt með svefn,“ segir Lára. „Þeir sem gefa okkur tíma sinn með því að sofa með mælibúnað, fá svo að nokkrum vikum liðnum ítarlega greiningu á svefni sínum,“ bætir Lára við. Aldrei fyrr hefur verið veittur jafn hár styrkur til rannsóknar hér á landi. Erna segir niðurstöðurnar geta gagnast Íslendingum og von­ andi einstaklingum um allan heim, til að mynda með betra aðgengi að svefnmælingum og bættri meðferð við svefnvandamálum. „Og að vita betur hver þarf í raun á meðferð við slíkum vanda að halda og bæta meðferðarúrræði svo einstaklingar greinist fyrr en nú og fái viðeigandi aðstoð,“ segir Erna. n. Leita að fólki til að sofa fyrir vísindin Lára Jónasdóttir, verkefnisstjóri Svefnbyltingarinnar, og Erna Sif Arnardóttir, lektor í HR. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR GEIRSSON gar@frettabladid.is SKAGAFJÖRÐUR Veitt hefur verið undanþága í Skagafirði frá reglum um skólaakstur, svo barn eitt geti fengið far með bílnum í leikskólann. Fram kemur í fundargerð byggð­ arráðs Skagafjarðar að barnið búi tæplega 40 kílómetra frá leikskólan­ um. Rætt hafi verið við bæði skóla­ bílstjóra og leikskólastjóra og leyfi veitt til þess að barnið gæti farið með skólabílnum – sem eingöngu er ætlaður eldri börnum. „Með hliðsjón af mikilvægi þess að barnið fái að ganga í leikskóla með jafnöldrum sínum sem og með hliðsjón af vegalengd á milli heim­ ilis og skóla, samþykkir fræðslu­ nefnd að gera undanþágu,“ vitnar byggðarráðið til bókunar fræðslu­ nefndar“. n Leikskólabarni ekið 40 kílómetra Í Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Síðasti dagur bólusetn­ inga fyrir sumarfrí var í gær, þegar um tvö þúsund manns fengu seinni skammt bóluefnis frá Moderna. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis­ ins, segir að þeir sem telji sig þurfa á bólusetningu að halda meðan á sumarfríi stendur geti haft samband í gegnum netspjall Heilsuveru og fengið bólusetningu. „Mér sýnist við vera búin að metta markaðinn að mestu en við munum hafa þessa línu opna fyrir þá sem vilja bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Bólusett verður í hús­ næði Heilsugæslunnar á Suður­ landsbraut, í sama húsi og sýnataka hefur farið fram. „Þar verður alltaf einn hjúkrunar­ fræðingur á vakt sem getur bjargað þeim sem þurfa, til dæmis náms­ mönnum sem búa erlendis eða fólki sem býr í löndum þar sem illa geng­ ur að bólusetja,“ segir Ragnheiður. Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer og Janssen. Þeim sem hafa af þakkað bólu­ setningu eða hafa frestað því að fá seinni skammt bóluefnis, er einn­ ig velkomið að hafa samband við Heilsugæsluna í gegnum netspjallið og bóka tíma í bólusetningu. n Hægt að fá bólusetningu þótt komið sé sumarfrí Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Sé mikill hluti fólks vansvefta þá hefur það ekki bara áhrif á lífs- gæði fólks heldur líka efnahagsleg áhrif. Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og for- stöðumaður Svefnseturs. r Ursula von der Leyen. thorgrimur@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Evrópusambandið kynnti í gær áætlun til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um rúman helming á næsta áratug. Meðal aðgerða er sérstakur meng­ unarskattur á erlend fyrirtæki. ESB kynnir nýja loftslagsáætlun Pakkinn ber nafnið „Fit for 55“, sem vísar til prósentanna sem sam­ bandið vill skera niður í losun. „Losun koltvísýrings verður að kosta sitt og kostnaðurinn verður að hvetja neytendur, framleiðendur og frumkvöðla til að velja hreinan tækjabúnað og grænar og sjálfbærar vörur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. n 4 Fréttir 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.