Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 6
Mikil misskipting hefur verið eftir landshlutum í strand- veiði sumarsins. Strandveiði- menn binda vonir við auknar veiðiheimildir frá sjávarút- vegsráðherra. thorgrimur@frettabladid.is STRANDVEIÐI „Bestu dagar sumars- ins hafa verið að líða hver á fætur öðrum,“ segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábátaeig- enda, um horfur í strandveiði í ár. „Ef fram heldur sem horfir stefnir í það að veiðiheimildirnar í potti strandveiðimanna muni jafnvel klárast fyrir miðjan ágúst. Við bind- um miklar vonir við að ráðherra bæti við heimildirnar. Hann hefur öll tök á því ef hann hefur áhuga á. Þá endist þetta kannski aðeins lengur, nær mánaðamótunum.“ Arthur segir strandveiðitíma- bilið hafa einkennst af meiri mis- skiptingu milli svæða en oft áður. Verulegur samdráttur hafi orðið í veiði á B-svæðinu svokallaða, sem nær frá Strandabyggð til Grýtu- bakkahrepps. Svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súða- víkurhrepps, hélt hins vegar sínum hlut og ríflega það og á Norðurlandi gekk ágætlega. Kristmundur Kristmundsson, strandveiðimaður á bátnum Lunda, segir að veiðin hafi gengið sérlega vel í maí. Kristmundur veiðir norður á Ströndum og landar á Norðurfirði í Árneshreppi, en hann segir að mun verr hafi gengið fyrir Suðurströndum. „Það eru búin að vera vond veður hjá þeim og svo virðist ekki hafa verið eins mikið af stórum þorski snemma í vor og var venjulega,“ segir Kristmundur. Að sögn Kristmundar gekk veiðin á A-svæðinu það vel að landssam- bandið bað veiðimenn að róa ekki Strandveiðimönnum finnst blóðugt að vera stopp eftir örfáa daga í ágúst thorvaldur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTAN Íslandsstofa segir aukna bjartsýni meðal erlendra ferðaheildsala sem bjóða upp á ferðir til Íslands, samkvæmt nýrri könnun sem gerð var í júní. 31 prósent svarenda segja bókanir á ferðum til Íslands þegar byrjaðar að aukast og önnur 39 prósent telja að bókanir aukist í sumar eða haust. Þá telja 58 prósent að bókanir á ferðum til Íslands verði sambæri- legar árið 2022 og fyrir Covid-far- aldurinn. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslands- stofu, segir niðurstöður könnunar- innar gefa tilefni til bjartsýni, en þær beri þess þó merki að ferða- þjónustan hér á landi muni glíma við afleiðingar faraldursins í nán- ustu framtíð. Sigríður segir ljóst að samkeppni milli áfangastaða muni fara ört harðnandi þegar ferðavilji eykst og að ferðaþjónustan muni þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við þurfum að vera raunsæ og stilla væntingum í hóf,“ segir hún. n Ferðaþjónustan hóflega bjartsýn Kristmundur Kristmundsson.Arthur Bogason. Strandveiði útgerð er frá Norðurfirði, þar sem Kristmundur Kristmundsson landar sínum afla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN til fiskjar á rauðum dögum í júní. „Við fengum að róa þessa daga í fyrra en núna virðast þeir hræddir við að potturinn klárist snemma því ráðherra virðist ekki vilja bæta neinu við þennan pott,“ segir Krist- mundur, sem kveðst hafa á tilfinn- ingunni að sjávarútvegsráðherra vinni eingöngu fyrir stórútgerðina. „Þegar maður ræðir við einstaka þingmenn segjast þeir allir styðja við strandveiðina. En það virðist ekki nóg, því að það hefur ansi lítið þokast áfram og okkur finnst það í sjálfu sér alveg galið að fá ekki að róa tólf daga í hverjum mánuði,“ segir Kristmundur. Mönnum finn- ist ansi blóðugt að vera stoppaðir eftir örfáa daga í ágúst. „Það setur þetta svolítið niður að geta ekki gengið að tólf dögum vísum. Best væri auðvitað að fá alveg frjálsar handfæraveiðar. Það er ekki eins og þetta séu einhver tortímingartæki – þetta eru pínu- litlir krókar úti í sjónum.“ n urduryrr@frettabladid.is UMHVERFISMÁL „Þetta mun ekki bitna á neytendum í formi hærra vöruverðs,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, um nýjar tillögur Evrópusambandsins um bann við sölu nýrra dísil- og bensínbíla. Um er að ræða eina af tillögum ESB til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og ná markmiðum um kol- efnishlutleysi fyrir árið 2050. Meðal tillagnanna er að þrengja útblástursleyfi bíla fyrir árið 2035 og þannig binda endi á sölu nýrra dísil- og bensínbíla. Runólfur segir framleiðendur vera að ná betri árangri varðandi endingu og drægni rafmagnsbíla. Kostnaður við framleiðsluna nálgist óðum bíla með sprengihreyfla. Að sögn Runólfs er þetta hluti af óhjákvæmilegri þróun. „Það virðist vera að markaðurinn sé allur að fara í þessa átt hvort eð er,“ segir hann.  Meðal annarra tillagna ESB er skattlagning á flugvélabensín og skattfrelsi til tíu ára fyrir annað elds- neyti með minna kolefnisfótspor. Tillögurnar þurfa að fá samþykki frá öllum 27 meðlimum sambands- ins og búist er við að samningavið- ræður muni taka einhverja mánuði. Einhverjir evrópskir bílafram- leiðendur hafa tilkynnt að þeir muni skipta alfarið yfir í rafmagns- bílaframleiðslu áður en bannið tekur gildi, samkvæmt fréttastof- unni Forbes. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum er stefnt að því að gera nýskráningu bensín- og dísil- bíla óheimila hér á landi eftir árið 2030. n Telur að bann á bensín- og dísilbíla bitni ekki á neytendum Runólfur Ólafsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það eru alls konar ástæður fyrir því að fara sjaldnar á barinn og þær hafa ekki allar með Covid-19 að gera. Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Að mati almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra er staða faraldursins hér á landi varhuga- verð og boðað er til fundar í dag. Fimm Covid-19 smit greindust hér á landi í fyrradag. Öll voru smitin utan sóttkvíar og þrír þeirra smituðu voru fullbólusettir. Hluta smitanna mátti rekja til skemmt- analífsins í borginni líkt og í upp- hafi þriðju bylgju faraldursins. K á r i St e f á n s s on , for st jór i Íslenskrar erfðagreiningar, segir að tekin hafi verið áhætta er ákveðið var að hætta að skima bólusetta fyrir veirunni á landamærunum. „Meðan við vorum að skima bólusetta þegar þeir komu inn í landið voru 0,1 prósent af þeim smitaðir, það þýðir að ef þú færð inn í landið upp undir tíu þúsund bólusetta, þá myndir þú reikna með því að fá svona tíu manns bæði bólusetta og smitaða,“ segir Kári. „1. júlí var tek in meðvituð ákvörðun sem byggði á því að meta annars vegar sóttvarnir og hins vegar aðrar þarfir samfélagsins, og ég held að það hafi ekkert verið neitt annað í spilunum en að gera þetta,“ segir Kári. Hann sé viss um að sóttvarnayfirvöld séu á tánum varðandi skimanir á landamærum og grípi til hertra aðgerða ef þurfi. Stórt hópsmit sé ólíklegt enda stór hluti þjóðarinnar fullbólusettur. „Ég held að við eigum öll að vera tiltölulega varkár þangað til heim- urinn hefur verið meira bólusettur en hann er í dag,“ segir Kári. Með bólusetningu minnki bæði líkur á að fólk smitist og á því að það verði mikið veikt ef það smitist. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að fara sjaldnar á barinn og þær hafa ekki allar með Covid-19 að gera, þetta er spurning um það hvernig maður hagar sér í stórum hópi í litlu plássi,“ svarar Kári, spurður hvort að með varkárni hann eigi til dæmis við færri ferðir á barinn eða örari handþvott. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir kvaðst í gær íhuga hertar aðgerðir. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hvorki hafa fengið nýtt minnisblað frá sóttvarnalækni né eiga von á því. n Tekin var meðvituð áhætta á landamærunum thorgrimur@frettabladid.is SPÁNN Dómstóll á Kanaríeyjum neitaði í gær að heimila útgöngu- bann þar. Stjórnvöld eyjanna vildu útgöngubann frá hálfeitt eftir mið- nætti til sex að morgni á svæðum sem metin væru á þriðja og fjórða hættustigi á smiti af Covid-19. Heil- brigðisráðherra eyjanna, Blas Tru- jillo, sagði niðurstöðu dómstólsins gríðarlegt bakslag í baráttunni gegn kórónuveirunni. Forseti eyjanna, Ángel Víctor Torres, sagðist gáttaður yfir því að dómur sem þessi skuli falla sama dag og f lest smit hafa greinst á Kanaríeyjum frá upphafi faraldursins. Hæstiréttur Spánar sagði síðan í gær að ríkisstjórninni hafi verið óheimilt að setja útgöngubann í fyrra án þess að lýsa yfir neyðar- ástandi. Er bannið var sett var aðeins viðvörunarástand en sam- þykki neðri deildar þingsins hefði þurft til að lýsa yfir neyðarástandi. Mikill fjöldi Íslendinga stefnir í frí til Spánar í sumar. n Dómstólar fella sóttvarnaaðgerðir Heldur hefur sigið á ógæfuhliðina á Tenerife. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.