Fréttablaðið - 15.07.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 15.07.2021, Síða 36
Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? Leikstjórinn Richard Donner var 91 árs þegar hann lést 5. júlí. Hann skilur eftir sig fjölbreytilegt höf- undarverk þar sem leynast nokkrar sígildar perlur en þessar hljóta að teljast þær allra bestu. 1 The Goonies (1985) Ekki dugir að deila við dómstól götunnar sem hefur úrskurðað þessa dáðustu mynd Donners sem hans bestu. X-kynslóðin elskar hana og hún snarvirkar einnig hjá síðari kynslóðum í sam- runa fjársjóðsleitarævintýris og unglingaþroskasögu. 2 Superman: The Movie (1978) Löngu áður en ofur- hetjumyndir urðu allsráðandi tókst Donner að telja áhorfendum trú um að maður gæti flogið. 43 árum síðar er Super- man enn langbesta bíómyndin um Ofurmennið. Þökk sé næmni og hárfínu skopskyni leikstjórans og heilbrigðum hetjusjarma Chri- stopher Reeve. 3 The Omen (1976) Áttundi áratugurinn var gjöfull þegar hryllingsmyndir eru annars vegar og í þeirri deild hlýtur frumraun Donners, The Omen, að tróna á toppnum með The Exorcist. 4 Lethal Weapon (1987) Þessi er hvorki meira né minna en besta hasarmynd hins sprúðlandi fjöruga níunda áratugar. Um það þarf ekki að deila. Donner endur- skilgreinir þarna löggufélaga- klisjuna með hjálp Mel Gibson og Danny Glover í toppformi. n Bestu myndir Richards Donner KVIKMYNDIR Black Widow Leikstjórn: Cate Shortland Aðalhlutverk: Scarlett Johansson, Florence Pugh, David Harbour, Rachel Weisz, Ray Winstone Þórarinn Þórarinsson Rússneski njósnarinn Natasha Romanoff, Svarta ekkjan, var kynnt til sögunnar í Marvel-mynda- sögunum 1964 og þá sem skæður andstæðingur ofurhetjunnar Iron Man, sem aftur opnaði henni leið inn í kvikmyndaheim Marvel 2010, þegar Scarlett Johansson sást fyrst í hlutverki hennar í Iron Man 2. Natasha er eitursvöl og Scarlett hefur gert henni ferlega töff skil, þannig að aðdáendur hennar og Marvel hafa í raun beðið í um áratug eftir að hún fái að njóta sín til fulls í sinni eigin mynd. Seint koma sumar … Black Widow er nú loksins komin en heldur seint. Í tvennum skilningi þar sem ekki er nóg með að sjálf- stæðrar myndar um hana hafi lengi verið beðið, þar sem hún er einnig fjórtán mánuðum á eftir áætlun og ef Covid hefði ekki verið að þvælast fyrir hefði frumsýningin verið í maí í fyrra. Tíminn hefur þannig ekki bein- línis unnið með Black Widow auk þess sem allir sem hafa séð Aven- gers: Endgame, vita að framtíð Natöshu er ekki sérlega björt. Ekki verður þó af Marvel tekið að með Black Widow er persónunni sýndur verðskuldaður sómi og merkilega vel tekst að skapa per- sónunni, sem á framtíðina ekki fyrir sér, býsna áhugaverða og spennandi fortíð. Þetta hefði bara mátt vera aðeins fyrr og markvissara þar sem eftir ellefu ára bið eftir sinni eigin mynd stendur Natasha Romanoff uppi í skugganum af flottari og skemmti- legri aukapersónum í dálítið ringl- uðum bræðingi Bond- og Marvel- myndar. Þannig að þrátt fyrir hasar, fjör og merkilega miklar tilfinning- ar, finnst manni eitthvað vanta. Án þess kannski að átta sig nákvæm- lega á hvað það er. Myndin gerist á milli atburða Captain America: Civil War og Avengers: Infinity War og hefði sjálfsagt haft meiri vigt ef hún hefði komið strax í kjölfar Civil War frá 2016. Á mörkum Marvel og Bonds Hér segir frá heilmikilli dramatík og háska sem á daga Natöshu drífa á meðan hún er á flótta undan yfir- völdum, sem hluti af útlagahópi Hefnendanna. Henni auðnast ekki að fara lengi huldu höfði í Noregi þar sem henni berst dularfullur pakki frá löngu horfinni, ættleiddri litlu systur sinni. Ill öf l ásælast greinilega þann varning og Black Widow er mjög svo skyndilega komin í æsandi elt- ingaleik heimshorna á milli, eins og hún hafi stokkið úr hefðbundinni Marvel-mynd yfir í James Bond- myndina Moonraker. Black Widow byrjar af miklum krafti með átakanlegum og spenn- andi f lótta Natöshu og samsettri sovétnjósnafjölskyldu hennar frá Bandaríkjunum til Kúbu, þar sem illmennið Dreykov tekur á móti þeim. Sótrafturinn sá leysir fjöl- skylduna upp og finnur Natöshu og barnungri systur hennar stað í sturlaðri áætlun sem kennd er við Rauða herbergið og gengur út á að heilaþvo stúlkubörn og breyta í kaldrifjaða atvinnumorðingja. Síðan tekur við mátulega kjána- leg saga sem hverfist um innihald pakkans dularfulla, uppgjör snar- bæklaðrar fjölskyldu og herskara heilaþveginna morðkvenda. Þannig að sterkar vísanir í hina bjánalegu Bond-mynd Moonraker eru ekki gripnar úr tómu gufuhvolfinu. Þegar myndin nær hæsta f lugi keyrir hún frekar á persónunum heldur en þreytandi og fyrirsjáan- legum sprengjuhasar, sem kemur inn á milli í of stórum skömmtum. Persónugalleríið er síðan svo öflugt og skemmtilegt að Natasha og Scar- lett Johansson þurfa að taka á öllu sínu til þess að sýna og sanna að Svarta ekkjan sé f lottust og klárust í þessu dæmi öllu. Þarna munar mest um þá frábæru og sívaxandi leikkonu Florence Pugh í hlutverki litlu systurinnar Yelena Belova. Hún er gersamlega ómótstæðileg og nokkrum núm- erum of svöl sem færasti barnungi morðingi í heimi, eins og stoltur stjúpfaðirinn kýs að orða það. Áfram stelpur Yelena er ógeðslega klár, kald- hæðin, banvæn og kjaftfor og leggur myndinni til vel rúmlega helminginn af þeim slagkrafti sem hún þrátt fyrir allt býr yfir. David Harbour keyrir síðan upp húmorinn og innihaldslaust karl- mennskugrobbið sem Red Guardi- an, hið heillum horfna andsvar Sovétríkjanna við Captain Amer- ica. Þót t stelpu k ra f t u r inn sem myndinni er greinilega ætlað að bera með sér sé full klisjukenndur til þess að ná almennilegum þunga, Konur fylkja liði og frelsismerki bera Svalar eru systur. Scarlett Johansson er grjóthörð eins og vera ber í hlutverki Natöshu Romanoff, en þarf að hafa sig alla við þar sem Florence Pugh er hreint út sagt æðisleg sem litla systirin Yelena. MYNDIR/MARVEL STUDIOS David Harbour heldur gríninu gangandi sem föðurómyndin og tilvistarkreppti karlinn Alexei, svar Sovétsins við Captain America. skila þær virkjanatilraunir sér í grófustu og of beldisfyllstu Marvel- myndinni til þessa, þar sem stelp- urnar hika meðal annars ekki við að ræða legnám og umráðaréttinn yfir eigin líkama svo tæpitungu- laust að sjálfsagt mun einhverjum 20. aldar teprum verða um og ó. n NIÐURSTAÐA: Þreytandi spreng- ingar og stöðluð átök taka full mikið pláss á kostnað skemmti- legra persóna. Marvel-maskínan hefur þó ekki enn slegið alvar- legt feilpúst og Black Widow stendur fyrir sínu þótt hún sé svo brokkgeng og lausbeisluð að hún getur ekki talist með þeim bestu í þessum rúmlega tuttugu mynda bálki. 28 Lífið 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.