Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Qupperneq 9

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Qupperneq 9
STARFSMANNABLAÐIÐ 7 Reykjavík föstudaginn 1. sept. 1944 gerir svofellda ályktun um launamái starfsmanna ríkis og bæja. Gildandi launalög í landinu eru úrelt og ófullnægjandi og ósamræmi og órétt- læti í launagreiðslum langt úr hófi. Laun opinberra starfsmann hafa verið uppbætt með 30% og 25% á sama tíma og grunnkaup verkafólks og iðnaðarmanna í Reykjavík hefir hækkað um 42% til 120%. Ríkisstarfsmenn hafa dregizt langt aftur úr, vegna þess einkum, að setið er á rétti þeirra í skjóli ránglátrar laga- setningar, sama er um bæjastarfsmenn þar eð bæjarstjórnir flestar haga launa- greiðslum í samræmi við ríkið. Fyrir því heitir fundurinn á Alþingi og ríkisstjórn að koma fastri skipan á launagreiðslur ríkis og ríkisstofnana með því að setja launalög, er taki gildi um næstu áramót og ákveði ríksstarfs- mönnum réttlát laun innbyrðis og í samanburði við aðra launþega.“ II. Um Lög nr. 33 frá 1915. (Um lög þessi birtist á öðrum stað hér í blaðinu grein eftir Lárus Sigur- björnsson, rithöfund, formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurbæjar en það félag er stærsta Bandalagsfélagið nú). ,,AImennur fundur haldinn að tilhlut- un B. S. R. B. í Listamannaskálanum í Reykjavík föstudaginn 1. sept. 1944 lýsir yfir vanþóknun sinni á ákvæðum laga nr. 33 3. nóv. 1915 um verkfall op- inberra starfsmanna og telur að opin- berum starsfmönnum beri réttur til að semja um launakjör sín til jafns við aðrar vinnandi stéttir. Fyrir því skorar fundurinn á Alþingi að taka téð lög til endurskoðunar og færa til samræmis við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur, eftir því sem við á“. Báðar þessar tillögur voru samþykkt- ar með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Þareð blað þetta er nær eingöngu helgað launamálum, viljum vér birta hér útdrætti úr sumum ræðun- um, sem fluttar voru. Þar má finna upp- lýsingar um hvernig nú er háttað unl kaup og kjör. En á þyí er hin mesta þörf að þegnar þjóðfélagsins kynnist högum hvers annars, svo' að þeir geti vegið og metið óskir og þarfir náúng- ans, og um fram allt beiti við það samúð og skilningi, en ekki tortryggni og fyrirfram ákveðnum kenningum og hleypidómum. Ekki eru tök á að birta allar ræðurn- ar hvorki í heild né heldur í útdrætti, meðal annars vegna þess, að sumir ræðumanna fóru úr bænum, enda verð- ur ekki unnt að taka sjónarmið allra í einu blaði, né heldur að sýna myndir af öllu því misrétti og ósamræmi sem nú ríkir í launamálum ríkisins. Viðhorf starfshópa. Efalaust hefir fundur Bandalagsins gefið mörgum kærkomið tækifæri til að kynnast dálítið nánar, hvernig er um- horfs hjá næsta félagi. Vér teljum mikilsvert að slík kynningarstarfsemi verði sem víðtækust og væntum þess, að samtök vor finni til þess sem flestar leiðir. Ætlast má til, að málgagn vort verði verulegur þáttur í þessa átt, og með það fyrir augum m. a. birtast hér útdrættir úr ýmsum ræðum félaga vorra á fundinum 1. þ. m. Fulltrúi Læknafélags íslands, Kristján Arinbjarnar, héraðslæknir í Hafnarfirði, dró upp nokkrar myndir af launakjörum og fólkseklu í kennara

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.