Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 11

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 11
STARFSMANNABLAÐIÐ 9 í öngþveiti. Það er því krafa okkar allra, sem erum í B. S. R. B. að stjórn og þing hraði lausn þessa máls. Læknirinn kom inn á kjör annarra stétta og fórust þá orð á þessa leið: Um barnakeimara sagði hann: Byrjunarlaun barnakennara eru ca: 265 krónur á mánuði og eftir 9 ára starf eru þeir komnir upp í ca: 350 króna mánaðarlaun. Mikilvæg ábyrgð hvílir á þessum mönnum, þeir eiga raunverulega að ala upp, kenpa og þroska börnin okkar, og þeir eiga að að gera það prýðilega, en jafnframt þurfa þeir alla æfi að ber jast við fátækt og nærri tvívenda hverri krónu áður en þeir láta hana af hendi. Nú er svo komið, að allvíða vantar kennara, og hvað tekur þá við, hverjir eiga þá að sjá um fræðslu barna vorra. Á sl. vetri vantaði 70 af 140 farkennurum, og voru notaðir gerfikennarar í þær stöður. Um hjúkrunarkonur komst liann þannig að orði: Hér á landi hefir alltaf verið skortur á hjúkrunarkonum. Eftir að Lands- spítalinn tók til starfa, var búizt við, að úr þessu myndi rakna, en sú varð ekki raunin á. Skólinn tók aðeins á móti 10 nemendum árlega og af þeim heltust allaf margir úr lestinni, og eru dæmi til þess, að sum árin útskrifuðust aðeins 3—4 hjúkrunarkonur. Námið er efitt og starfið útheimtir mikið þrek, bæði andlega og líkamlega. Er því engin furða, þó að margar gefist upp og leiti sér léttari starfa. Ekki er heldur kaupið til uppörfunar. Byrjunar- laun við ríkisspítalana eru nú kr. 125,00 fyrir aðstoðarhjúkrunarkonur, kr. 150 fyrir deildarhjúkrunarkonur, og kr. 175,00 fyrir yfirhjúkrunarkonur eða forstöðukonu. Að vísu fylgir húsnæði og fæði. Fáar stöður eru jafn útslítandi og erfiðar og hjúkrunarkonustaðan, þær þurfa því og eiga að vera vellaun- aðar.' Aðsóknin að skólanum fer minnk- andi. Frú Sigríður Eiríksdóttir sagði á' nýafstöðnum læknafundi að svo mikill skortur væri á hjúkrunarkonum úti á landi, að ekki væri fyrirsjáanlegt annað en eitt gott sjúkrahús yrði að loka nú í haust af þeim ástæðum einum. Vér sjáum því, að á þessu sviði er líka voði fyrir dyrum. En úr þessu er hægt að bæta, með því að stækka hjúkrunar- kvennaskólann og með því að bæta kjör hjúkrunarkvenna að loknu námi. Eitt dæmi um kjör skrifstofufólksins. Ég sá í sumar auglýstar tvær stöður hjá Reykjavíkurbæ. Launakjörin voru kr. 175,00 og 225,00 á mánuði. Af stúlk- um þessum var krafizt undírbúnings- menntunar og fullkomnunar í fjöl- mörgum skrifstofustörfum. Kröfurnar voru miklar, en launin lág. Vér sjáum af þessum dæmum, að vandræðin eru víða, og sjálfsagt víðar en ég hefi minnst á. Launakjör starfsmanna ríkis og bæja.eru yfirleitt óþolandi og þurfa lagfæringar við. Náttúrlega er hagur þjóðfélagsins beztur með því að bjóða starfsmönnum sínum viðunandi lífs- kjör, vegna þess að með því einu getur það vænzt þess að fá dugandi menn og konur í störfin. Ur ræðu formanns F. í. S. Ágústs Sæm- undssonar. Launabarátta símastarfsmanna á undanförnum árum hefir verið stöðugt þóf um launauppbætur í smáskömmtum, sem miðað hefir verið við nauðsynlegasta

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.