Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Page 13
STARFSMANNABLAÐIÐ
1
hinu opinbera, — og raunar að sumu
leyti almenningi líka, — gengur erfið-
lega að skilja stöðu hjúkrunarkonunnar
öðruvísi en þannig, að hún eigi að fórna
æfi sinni í þágu sjúkra og volaðra, og
af ýmsum er jafnvel talin vansæmd í
að þiggja bærileg laun fyrir slík störf,
eða telja sig hafa rétt til frístunda á
borð við aðrar vinnandi stéttir. M. ö. o.
hugtakið góð lijúkrunarkona hefir jafn-
an verið bundið við einhverja hugsjóna-
veru, sem af einskærum náunganskær-
leika vinni nótt með degi og liorfi ekki
til launa fyrir störf sín.
Þetta álit á rót sína að rekja til
uppruna hjúkrunarstarfsins, en það var
fyrr á tímum mestmegnis innt af hendi
af reglusystrum trúarfélaga. Þegar far-
ið var að reka spítala og heilbrigðis-
stofnanir af opinberu fé, var jafnan lit-
ið svo á, að til sjúkrahjúkrunar veldust
aðallega konur, sem á einhvern hátt
hefðu beðið skipbrot í lífi sínu, og væri
því umönnun sjúkra þrautalendingin,
og létu þær sig því litlu skipta um tím-
anlegan hagnað, tómstundir eða laun
fyrir starf sitt.
Vandi starfans.
Á síðari áratugum hefir aðstaða
hjúkrunarkonunnar í öllum þjóðfélög-
um breytzt mjög, enda hefir þeim kon-
um fjölgað óðfluga, sem hafa gert
hjúkrunarstörf að lífsstarfi sínu, um
leið og allur aðbúnaður sjúkra’ hefir
farið batnandi og heilsuverndarstarf-
semi öll hefir aukizt á meðal siðaðra
þjóða.
Nú fer því fjarri að ég telji fórn-
fýsina óþarft atriði í starfi hjúkrunar-
kvenna. Ég tel þvert á móti óhugsandi
að hjúkrunarkona geti innt starf sitt
af hendi svo vel sé, nema saman fari
hjá henni mannúð og köllun til þess að
hlynna að þeim veiku og bæta kjör
þeirra, sem eiga við erfiðastar lífsað-
stæður að búa. Ég tel það óhugsandi,
að nokkur hjúkrunarkona, hversu vel
menntuð sem hún er, geti innt starf sitt
réttilega af hendi, ef hún stundar það
eingöngu í atvinnuskyni. Því er það, að
við, sem höfum forráð hjúkrunar-
kvennastéttarinnar með höndum og
vinnum að heill hennar, teljum lífs-
nauðsyn að í hana veljist úrvalskonur
að mannkostum, menntun og líkamsat-
gerfi. Svo andlega og líkamlega lýjandi
og vandasamt teljum við lífsstarf þeirr-
ar konu, sem sífellt er yfir veikum eða
vinnur heilsuverndarstarf,sem er í því
fólgið að auka þekkingu almennings á
heilsusamlegu líferni, og útrýma sjúk-
dómum og margskonar þjóðfélagsböli.
En jafnframt lítum við svo á, að þeim
konum, sem veljast til þessa erfiða og
áhættusama starfs (t. d. vegna smit-
hættu) beri að tryggja sæmileg lífs-
kjör, þannig að þær hafi hvíldartíma,
húsnæði og laun í samræmi við hið
erfiða og ábyrgðarmikla starf.
Kjör og aðbúð.
Á þetta allt þykir mikið skorta, og
skal drepa á hið helzta. Auk launa eiga
spítalahjúkrunarkonur að fá fæði og
húsnæði. Fæði mun víðast vera sæmi-
legt og sumsstaðar ágætt. Um húsnæði
gegnir nokkuð öðru máli. I flestum
sjúkrahúsum landsins búa hjúkrunar-
konurnar uppi yfir sjúklingunum, sums-
staðar á sömu hæðum og sjúkrastof-
urnar. Er þetta mjög ófrjálst, og
híbýlin verða ekki annað en svefnstofur,
því að nauðsynlegt er að hafa hljótt um
sig á kvöldin vegna sjúklinga. Hjúkrun-
arkona, sem býr í spítala getur t. d.