Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Qupperneq 14
12
STARFSMANNABLAÐIÐ
ekki notið ánægju af hljóðfæri sínu að
kveldinu, ef hún á það, og tæplega af
útvarpstækinu sínu. Enn verra er þó á
Kleppi, þar sem herbergi hjúkrunar-
kvenna eru uppi yfir vistaverum geð-
veikra sjúklinga, svo að þær eru ekki
einu sinni lausar við deildina í frístund-
um sínum, þar sem oft er mjög hávaða
samt á slíkum sjúkradeildum.
Um vinnutíma er það að segja, að
stéttin hefir fengið samþykktan 8
stunda vinnudag, en hún getur ekki
notfært sér hann, vegna þess hve fá-
menn hún er, og alltaf skortur á lærð-
um húkrunarkonum í stöður. Þær
vinna nú minnst 10 stundir á dag. Úti
á landi í smærri sjúkrahúsum, þar sem
vinna 1 til 2 hjúkrunarkonur, fer vinnu-
tíminn oft upp í 14 stundir og auk þess
verða þær að bera ábyrgð á súklingum
um nætur, þar sem engin föst nætur-
vakt er.
Loks skal minst á launakjörin. Á
þeim hafa fengizt nokkrar bætur smám
saman, þó eru þau furðulág borið sam-
an við starfsafköst. Sem dæmi má nefna,
að nú er svo komið, að á sumum spítöl-
um eru aðstoðarhjúkrunarkonur á
byrjunarlaunum lægra launaðar en
starfstúlkur spítalanna. I því sambandi
ber að gæta þess, að síður en svo er
hægt að framkvæma val á starfssúlk-
um núna, enda ekki krafizt neinnar
undirbúningsmenntunar hjá þeim. En
hjúkrunarkonur hafa þriggja ára
hjúkrunarnám að baki sér, auk % árs
framhaldsnáms í geðveikrahjúkrun.
Ennfremur er gagnfræðamenntun nú
gerð að inntökuskilyrði í skólann, eða
önnur hliðstæð menntun.
Heilsuverndarhjúkrunarkonur fá út-
borguð laun sín og eiga síðan að sjá sér
fyrir öllum lífsnauðsynjum (fæði, hús-
næði). Þær hafa því aðstöðu til að
skapa sér frjálsara einkalíf en spítala-
hjúkrunarkonur. Starfstími þeirra fer
sjaldnar fram úr 8 stundum á dag, og
starfið er ekki eins líkamlega lýjandi
og á spítölum. En laun þeirra eru
óhæfilega lág, kr. 250,00 á mánuði
fyrsta starfsárið hækkandi upp í 300,00
krónur eftir tvö ár. Á þessi laun bætist
grunnkaupshækkun og dýrtíðaruppbót.
En þegar tekið er tillit til hinnar miklu
dýrtíðar í landinu eru laun þeirra jafn-
vel lægri en spítalahjúkrunarkvenn-
anna, t. d. samanborið við deildar-
hjúkrunarkonur. Þess má geta til
samanburðar, að nýlega hafa nuddkon-
ur fengið kjarabætur. Eftir því sem ég
hefi heyrt nemur grunnkaup þeirra nú
kr. 350,00 á mánuði. Er því auðsætt,
að stétt hjúkrunarkvenna er mjög
lágt launuð og illi að henni búið á
ýmsa lund. Enda er nú svo komið, að
erfiðlega gengur að fá ungar stúlkur
til þess að læra hjúkrun. Þar við bætist,
að hjúkrunarkvennaskólinn er og hefir
verið alltof lítill og því ekki unnt að
mennta nema lítinn hluta þeirra
hjúkrunarkvenna,sem þjóðfélagið þarf
að fá, hvgð þá ef úr framkvæmdum
verður um byggingu og starfrækslu
sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, sem
fyrirhugaðar eru á komandi árum.
Okkur er því ljóst, að bráðra aðgerða
er þörf, ef hjúkrunarkvennastéttin á
ekki að bíða varanlegan hnekki, og um
leið öll heilbrigðisstarfsemi í landinu,
því að án lærðra hjúkrunarkvenna verða
sjúkrahús ekki starfrækt og heilsu-
vernd ekki framkvæmd.
í fyrsta lagi þarf að stækka hjúkrun-
arkvennaskólann, en það verður ekki