Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Blaðsíða 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Blaðsíða 17
17 Verkamannabústaðir í Kópavogi: Þörfin reyndist mjög mikil 124 umsóknir um 36 íbúðir undanförnum árum, þó svo að ekki hafi þótt ástæða til að fjölga starfsfólki frá 1970. — Hvað hafa lagermennirnir í laun? - Þeir byrja í 2. launaflokki, sem eru rúnrlega 5000 krónur á rnánuði, en hækka síðan um 6 launaflokk á sex árunr. en þar eru launin rúnrlega sex þúsund. Ég verð að segja eins og er að ég skil ekki hvernig fólk getur lifað af svona tekjum. Þá vil ég að það komi fram að það er mikil óánægja með launin, enda mætti halda að þessi hópur hefði hreinlega gleymst við samningaborð- ið. — En hvað með aðbúnað «g vinnuað- stöðu? - Hún er mjög góð. bæði vinnusalur og eldhús. Þá er og hreinlætisaðstaða einnig til fyrirmyndar. — Laun matráðskonu mar? - Þau eru ekkert betri. Ég er með þetta tæp 4900 á mánuði. — Hefur þú starfað að félagsmáluni fyrir þitt stéttarfélag? — Jú. eitthvað hef ég nú komið nálægt því. Þó hef ég aðallega starfað í trúnaðar- mannaráði SFR, sem er nokkuð vel virkt. Þá hef ég einnig sótt ýmis námskeið fræðslunefndar, sem mér hafa þótt mjög áhugaverð. — Og í lokin Sigurlína. Hvernig er að vera eina konan innan um 20 karlmenn? - Ég verð að segja eins og er að það er alveg Ijómandi. Það er nrjög góður andi meðal starfsmannanna og er það kannski sönnun þess hve mannaskipti eru fátíð þó svo að launin séu þetta lág. —gbk Vaktavinnufólk Umsóknir um réttinda- kaup í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins vegna vaktaálags á tímabilinu 1. jan. 1974 til 1. okt. 1980 skulu hafa borist stjórn lífeyrissjóðsins fyrir árs- lok 1981, ella fellur réttur til þeirra niður. Blaðinu barst nýlega kynningarrit um byggingu verkamannabústaða í Kópavogi. BSRB tilnefndi um síð- ustu áramót einn fulltrúa í stjórn verkamannabústaða í flestum sveit- arfélögum. Fannst ritnefnd því tilvalið að leita frekari fregna hjá fulltrúa banda- lagsins Magnúsi Bjarnasyni að- albókara Kópavogsbæjar sem er varaformaður stjórnar verkamanna- bústaða þar í bæ. Var hann inntur eftir fyrirkomulagi þessa fram- kvæmdaáfanga og skilmálum kaup- enda. Brást hann vel við og hér er svarið: Ritstjóri Ásgarðs kom að máli við mig og leitaði frétta af hvernig háttað væri tilhögun og framkvæmdum verkamannabústaða í Kópavogi. Til þess að sjá um framkvæmdir og út- hlutun í hverjum kaupstað skipar félags- málaráðherra 7 manna stjórn. Nýmæli er að einn stjórnarmanna er tilnefndur af BSRB. Eftir 6 ára hlé á byggingu verkamanna- bústaða hér, er nú hafin bygging 36 íbúða í tveimur samstæðum húsum. Jafnframt eru nú fyrirliggjandi lóðir undir 42 íbúðir sem fyrirhugað er að byrja á 1982. Sem betur fer hefir ráðstöfunarfé Bygg- ingasjóðs verkamanna verið það mikið að engin fyrirstaða er varðandi áðurnefndar framkvæmdir. Þörfin er mjög mikil. Nú er verið að út- hluta þessum 36 íbúðum, en um þær sóttu I24 (þar af 46 einstæð foreldri nteð samtals 73 börn). Stjórninni er þvi rnikill vandi á höndum við þessa úthlutun, sem sjálfsagt er að hluta ..uppsafnaður vandi“ svo notað sé vinsælt orðatiltæki stjórnmálamanna. Kaupendur greiða 10% kostnaðar fyrir afhendingu íbúðanna, sem þeir fá fullgerð- ar. Byggingasjóður verkamanna lánar 90% til 42 ára með lánskjaravísitölu og 0,5% vöxtum. Framlag sveitarfélags er 9% af kostnaði og rennur til Byggingasjóðs verkamanna. Skilmálar þessir eru sem betur fer flestum viðráðanlegir og vegur þar þyngst hvað mætti nefna að miðað við núvirði á 3ja herbergja íbúð, sem áætlað er að kosti 500.000, er útborgun 50.000. Afborgun og vextir á I. greiðsluári yrðu tæplega 1.100 á mánuði (svipuð upphæð og reykingakostn- aður hjóna sem reykja hvort um sig 1 pakka á dag). Spurningu ritstjóra um líklega þróun lánskjaravísitölu samanborið við kaup- gjald, vísa ég til hagfræðings BSRB. Þó að þessi þróun yrði óhagstæð tel ég að greiðslubyrðin varðandi verkamannabú- staðs sé það létt, svo sem fyrrgreint dæmi sýnir. að vart geti stefnt i óefni hjá fólki af þeint sökunt. Magnús Á. Bjarnason Kópavogi. lánstíminn er langur. Sem dæmi um það Við Ástún nr. 12 og 14 í Kópavogi eru nú í byggingu á vegum stjórnar Verkamannabústaða í Kópavogi 36 íbúðir í fjölbýlishúsum. Áætlað er að íbúðirnar verði afhentar fullfrágengnar og (ilbúnar á tímabilinu ágúst til desember 1982. 8 ibúðir verða 2ja herbergja (60m;), 22 íbúðir verða 3ja herbergja (78 m;) og 6 íbúðir verða 4ra herbergja (94 m;)

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.