Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Blaðsíða 21

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Blaðsíða 21
Félagafréttir/21 Kynning á störfum launadeildar. Auk þessara erinda var unnið að úrlausn verk- efna í hópstarfi og farið í heimsókn í Skýrsluvélar ríkisins. Stjórnendur þar tóku gestum af alúð, kynntu þeim starfsemi og þróun stofnunarinnar og gáfu þeim örlitla innsýn í verkefni og möguleika vélanna t.d. við textavinnslu, sem er nýjung á sviði tölvuvinnslu hérlendis. Jólaföndurnámskeið. Reyndar þrjú, með yfir 100 þátttakendum hafa staðið yfir. Kennarar voru, handavinnukennararnir Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Axels- dóttir. Hafa þátttakendur lokið lofsyrði á handleiðslu þeirra og fóru hlaðnir skraut- munum af námskeiðinu, — svo sem köttum — grýlum — jólasveinum o.fl. tilheyrandi jólahaldinu. Námskeið um vinnulok og eftirlaunaaldur Námskeiðinu stjórnuðu félagsráðgjaf- arnir Sigrún Júlíusdóttir og Nanna Sigurð- ardóttir. Var það hugsað sem fræðsla til undirbúnings eftirlaunaaldri og fyrir eftir- launaþega. Kennslan fór fram í erindum, myndasýningum og síðast en ekki síst með umræðum innan hópsins, þar sem hver miðlaði öðrum. Þátttakendur luku upp einum munni um ágæti námskeiðsins, en hörmuðu hve fáir höfðu notið ágætrar leiðsagnar stjórnenda, er hafa á mikilli reynslu á sviði heilbrigðis- og félagsmála að byggja fræðslu sína og meðferð. Lífeyrisþegadeild SFR Deildin hefur haldið tvo skemmtifundi fyrir félagsmenn. Á þeim fyrri mætti Ómar Ragnarsson. sá óviðjafnanlegi skemmtir. Hafði hann fyrir mönnum gamanmál og hlaut verðskuldaðar þakkir fyrir. Síðari samverustund deildarinnar var haldin 14. nóv. s.l. og mætti Indriði Indriðason fræði- maður og fv. starfsmaður Skattstofunnar og hélt erindi um Tyrkland og sýndi lit- skyggnur frá ferð sinni um landið. Að loknum skemmti- og fræðsluerindum var boðið upp á kaffi og meðlæti, — rabb og spil. Starfsmannafélag Akraness Aðalfundur Starfsmannafélags Akraness (STAK) var haldinn 2. nóvember sl. kl. 8.30 og stóð hann til miðnættis. Hátt í 50 manns sóttu fundinn og má það teljast sæmilegt en félagsmenn eru um 230 talsins. Innan félagsins eru auk starfsmanna bæjarins og stofnana hans, starfsmenn eft- irtalinna sjálfseignastofnana: Dvalarheim- ilið HÖFÐI, Andakílsárvirkjun, Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar (HAB) og Sjúkrasamlag Akraness. Á þessu ári var í fyrsta skipti samið um laun starfsmanna tveggja þeirra síðastnefndu. Helgi Andrésson formaður. Auk skýrslu formanns og reikninga fé- lagsins, þar sem fram kom m.a. góð fjár- hagsstaða, voru mörg önnur mál tekin fyrir. Fyrir utan lagabreytingar má helst nefna „drög að launanefnd", frá Samb. ísl. sveit- arf. í umræðum um þau kom fram afdrátt- arlaus andstaða, drögunum bæri að hafna, þar sem þau væru óaðgengileg. Má segja að undrun og reiði hafi ríkt vegna framkomu slíkra tillagna, án þess að viðræður hafi farið fram milli STAK og bæjarins. Stjórn STAK var falið að fylgja afstöðu fundarins eftir við bæjarstjórn, m.a. með greinargerð þar um. Hörð gagnrýni kom fram í umræðunum um kjaramál og þróun þeirra, töldu menn launin stöðugt endast verr, frá mánuði til mánaðar. Gagnráðstafana væri þörf. Stjórn félagsins skipa: Helgi Andrésson formaður Lilja G. Pétursdóttir varaform. Heiðbjört Kristjánsdóttir ritari Sigurbjörn Sveinsson gjaldkeri Andrés Ólafsson meðstj. Formaður gat þess að á næsta ári eigi félagið 30 ára afmæli og sé eðlilegt að minnast þeirra tímamóta. Kennarasamband Islands Fræðsla fyrir trúnaðarmenn Að sögn skrifstofustjóra kennarasam- bandsins, Guðna Jónssonar, hafa Svæða- sambönd sambandsins haldið mörg nám- skeið fyrir trúnaðarmenn. Handbók trún- aðarmanna var gefin út endurskoðuð á sl. vori og eru námskeiðin í tengslum við það. í haust hafa verið haldin námskeið á Suður- landi, Vesturlandi, Sauðárkróki og Blönduósi, svo að nokkur dæmi séu tekin. Vinnutímaráðstefna kennarasambandsins Nýlega hélt Kennarasamband íslands ráðstefnu um vinnutíma, og mættu um 50 manns frá 10 svæðasamböndum. Ráðstefn- an var í tvo daga og fyrri daginn voru flutt fjögur stutt inngangserindi. Það gerðu Guðmundur Árnason er fjallaði um vinnu- tíma kennara á Norðurlöndum, Guðmundur I. Leifsson um skrifstofutíma hjá kennurum, þá fjallaði Rúnar Brynjólfs- son um kennsluskyldu kennara og Jóhannes Pétursson um mismunandi vinnubyrði vegna námsgreina og/eða aldurs nemenda. Seinni daginn störfuðu umræðuhópar og skiluðu áliti. Umræður urðu m.a. um kennsluskyldu kennara, um bundinn vinnutíma (þ.e. viðveru) og kjaramál. Lögð var áhersla á grunnkaupshækkanir í kom- andi samningum, 40 stunda vinnuviku fyrir kennara og sambærilegt orlof við aðrar stéttir. Undirbúning ráðstefnunnar önnuðust Ágúst Karlsson, Guðmundur Árnason og Loftur Magnússon. Kynningarherferð KÍ á skólastarfi Kennarasambandið hefur hrint af stað herferð til kynningar á skólastarfi undir slagorðinu: Bættur aðbúnaður nemenda í skólanum. Samið var við auglýsingastofu SGS um aðstoð við kynninguna og hönn- unarvinnu. Gerð hafa verið plaköt og kynningarbæklingar og auglýsingar í sjón- varpi. Fyrirhugaðar eru greinar í dagblöð- Ragna Ólafsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur. um en það hefur tafist vegna prentaraverk- fallsins. Markmið kynningarinnar er að fá fram umræðu um skólamál í þjóðfélaginu um leið og skólastarf verður rækilega kynnt. Það er mikil nauðsyn á því að foreldrar kynni sér aðstöðu barna sinna svo og að- stöðu þeirra sem í skólanum vinna og að samvinna náist með kennurum og foreldr- um um endurbætur. Formaður kynningarnefndar er Kári Arnórsson skólastjóri. Nýtt félag á göntlum grunni Kennarafélag Reykjavíkur var stofnað 17. okt. 1981, og er það síðasta og jafnframt stærsta svæðasambandið innan hins nýja Kennarasambands íslands. Félagsmenn þess eru yfir 800. Stéttarfélögin sem sameinuðust voru

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.