Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mælingar á loftgæðum á Hvaleyrar- holti í fyrra í tengslum við umhverfisvöktun á vegum Rio Tinto á Íslandi sýndu lægri styrk á nokkr- um mæliþáttum en verið hefur. Þetta kemur fram í skýrslu Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands sem unnin var fyrir Rio Tinto sem hluti af um- hverfisrannsóknum sem kveðið er á um í starfsleyfi álversins í Straums- vík. Skýrslan var lögð fram á fundi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fyrir páska. „Helstu niðurstöður voru að styrkur svifryks, brennisteinsvetnis og nituroxíða lækkaði frá fyrra ári en styrkur flúors og brennisteins- tvíoxíðs var áþekkur. Mælingar sýndu að styrkur ofangreindra efna fór aldrei yfir umhverfismörk og var allvel undir slíkum mörkum í mörg- um tilvikum. Ástæður lækkunar eru að mestu raktar til minni umferðar á árinu 2020 og til veðurfars en árið 2020 var frekar illviðrasamt og suðvestanáttir voru meira einkenn- andi en undangengin ár,“ segir í fundargerð. Þar er einnig greint frá flúormæl- ingum í gróðri í umhverfi álversins sem kynntar voru í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar fyrir Rio Tinto á Íslandi. „Niðurstöður sýna flúor- innihald í lægra meðaltali í öllum mælihólfum ef mið er haft við árin frá 1992. Að öll mæligildi utan svæð- is takmarkaðrar ábyrgðar eru undir viðmiðunargildum um þolmörk grasbíta,“ segir í fundargerð heil- brigðiseftirlitsins sem brýnir fyrir- tækið til að breyta starfsháttum: „Nefndin telur nauðsynlegt að við þessi tímamót, þ.e. eftir hálfrar ald- ar samfelldan rekstur og við endur- skoðun á starfsleyfi fyrirtækisins að áætlun þess um umhverfisvöktun fái rýni óháðra sérfræðinga. Það á við staðsetningu og fjölda mælistöðva fyrir loftmengandi efni en ekki síður með vísan til nýlegrar rannsóknar um framkvæmd rannsókna á flúor- magni í gróðri.“ Greindu minni mengun í fyrra - Styrkur brennisteinsvetnis og svif- ryks lækkaði - Minna flúor í gróðri nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Straumsvík Mælingar á loftgæðum á Hvaleyrarholti árið 2020 sýndu að styrkur svifryks, brennisteinsvetnis og nituroxíða lækkaði frá fyrra ári. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fulltrúi Bændahallarinnar ehf. og Hótel Sögu ehf. lagði fram í héraðs- dómi í gær ósk um frekari fram- lengingu á greiðsluskjóli fyrirtækj- anna. Verði dómurinn við óskinni mun tíminn verða notaður til að láta reyna á samninga við ríkið um sölu húseignarinnar til nota fyrir Háskóla Íslands. Beiðni um framlengingu var ekki mótmælt og kveðst Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, umsjónar- maður með fjárhagslegri endur- skipulagningu Hótel Sögu, vongóð- ur um að framlenging fáist. Héraðsdómur úrskurðar um það en að hámarki er hægt að veita fyrir- tækinu þriggja mánaða frest til við- bótar því 7. júlí verður liðið ár frá því fyrirtækin nýttu sér þetta úr- ræði. Samkvæmt lögum getur greiðsluskjól ekki varað nema í ár. Bændasamtök Íslands, sem eiga bæði fyrirtækin, hafa átt í við- ræðum við ýmsa aðila um sölu eða leigu á húsnæði hótelsins og raunar Bændahallarinnar allrar. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja, erlendra og innlendra, hefur sýnt eigninni áhuga með það að markmiði að hefja aftur hótelrekstur. Mikil óvissa er hins vegar enn í ferða- þjónustunni vegna kórónuveiru- faraldursins. Þá hafa verið við- ræður við tvö fyrirtæki á heilbrigðissviði um að breyta hót- elinu í hjúkrunarheimili. Viðræður við ríkið vegna Háskól- ans virðast þó vera mest í deiglunni nú, fyrst þær eru nefndar sér- staklega í umsókn um framleng- ingu. Fram hefur komið að Háskóli Ís- lands hefur áhuga á að flytja menntavísindasvið sitt úr húsi Kennaraháskólans við Stakkahlíð á háskólasvæðið og telur að húsið muni geta nýst fyrir ýmsa aðra starfsemi skólans. Húsið er alls um 18 þúsund fermetrar að stærð og því fylgir réttur til að byggja við. Þar eru salir sem nýta má sem kennslustofur og aðstaða fyrir skrifstofur. Þá hafa samtök stúd- enta óskað eftir að hluti hússins verði gerður að stúdentagörðum. „Viðræður standa yfir og og tím- inn verður að leiða í ljós hvort þær leiða til niðurstöðu sem báðir sætta sig við,“ segir Sigurður Kári. Láta reyna á við- ræður við ríkið - Sótt um þriggja mánaða framleng- ingu á greiðsluskjóli Hótel Sögu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bændahöllin Hótel Saga er stór bygging á háskólasvæðinu. Guðrún Hálfdánardóttir Oddur Þórðarson Alls greindust ellefu með kórónu- veirusmit innanlands á þriðjudag. Sex þeirra sem greindust innan- lands voru utan sóttkvíar. Fimm af þeim smitum greindust í Mýrdals- hreppi. Hópsmitið er talið mega rekja til ferðalangs, sem búsettur er á Íslandi. Viðkomandi er með mót- efni fyrir veirunni og þarf því ekki að sæta sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir í samtali við blaðamann að smittölurnar séu til marks um að enn sé smit í samfélaginu. „Við höf- um ekki náð að koma í veg fyrir það. Meðan svo er þá geta hópsmit bloss- að upp og því er hætta ef við förum að slaka of mikið á og leyfa stærri hópamyndanir,“ segir Þórólfur. Varar fólk við ferðalögum Í tilkynningu á vef embættis land- læknis ítrekaði Þórólfur í gær ráð- leggingar sínar gegn ónauðsynleg- um ferðalögum Íslendinga út í heim. Sem stendur eru öll lönd heims, nema Grænland, skilgreind sem áhættusvæði vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og varar Þórólfur því við ferðalögum til þeirra svæða. Á því rúma ári sem kórónuveiru- faraldurinn hefur geisað hafa um 130 milljónir smitast af veirunni og tæplega þrjár milljónir hafa látist vegna hennar. Innan Evrópu hafa um 900 þúsund manns látist. Þór- ólfur segir áhættumat sitt, sem hann segir að sé í takt við áhættu- mat Sóttvarnastofnunar Evrópu, kveða á um að nýgengi smita úti í heimi sé víða mjög mikið og mikil hætta sé á smiti af hinum ýmsu af- brigðum veirunnar, sér í lagi B.1.1.7.-afbrigðinu sem kennt er við Bretland. Tveir greindust með Covid-19 á landamærum á þriðjudag og bíða þeir báðir mótefnamælingar. 132 virk smit eru á landinu. Í sóttkví eru 127 en í skimunarsóttkví 904. Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 22 síð- ustu tvær vikur og 6,5 á landamær- unum. Alls eru 39 börn með Covid á Íslandi í dag og hefur fjölgað um eitt á milli daga. Flest smitin eru í ald- urshópnum 30-39 ára eða 41. Fjögur smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 29 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og sex í aldurs- hópnum 13-17 ára. Í aldurshópnum 18-29 ára eru 19 smit. 23 smit eru í aldurshópnum 40-49 ára. Átta smit eru í aldurshópnum 50-59 ára, eitt virkt smit er á meðal fólks á sjötugs- aldri og einn á áttræðisaldri er með Covid-19. Alls voru 1.863 skimaðir innan- lands á þriðjudag. Á landamærunum voru 550 einstaklingar skimaðir. Hópsmit talið tengjast ferðamanni með mótefni - Sex greindust utan sóttkvíar, þar af fimm í Mýrdalshreppi 11 ný innanlandssmitgreindust sl. sólarhring 127 einstaklingareru í sóttkví 904 einstaklingareru í skimunarsóttkví 132 eru meðvirkt smit og í einangrun Fjöldi smita Heimild: covid.is Fjöldi smita innanlands Fjöldi smita á landamærum júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars Fullbólusettir: 24.344 einstak-lingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.