Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegna heimsfaraldurs kórónuveir-
unnar er alls óvíst hve mörg
skemmtiferðaskip koma til Íslands
í sumar. Mikið er bókað en vænt-
anlega munu margar afbókanir
berast áður en sumarið er á enda.
Núna í byrjun apríl komu hins
vegar góðar fréttir frá tveimur
skipafélögum, Viking Ocean Crui-
ses og Crystal Cruises, segir Erna
Kristjánsdóttir, markaðsstjóri
Faxaflóahafna. Báðar þessar út-
gerðir hafa hug á að bjóða upp á
hringferðir kringum Ísland með
farþegaskipum hér á landi. Heima-
höfn verður í Reykjavík.
Farþegar fara í sýnatöku
„Þetta þýðir að farþegar koma
með flugi í gegnum Leifsstöð og
fara í sýnatöku. Sýnataka verður
síðan einnig gerð um borð í skip-
inu. Um er að ræða hringsiglingu í
kringum Ísland, engir aðrir við-
komustaðir verða,“ segir Erna.
Skipafélögin Viking og Crystal
Cruises hafa látið almannavarnir
og ferðamálaráðherra vita af þess-
um áformum sínum.
Viking hyggst byrja siglingar í
júní nk. Hingað kemur skip félags-
ins, Viking Sky, og í boði verða
átta daga hringferðir, þar sem
stoppað verður á nokkrum stöðum.
Viking Sky er tæplega 48 þúsund
brúttótonn, smíðað 2016. Það tek-
ur 930 farþega og í áhöfn eru 550
manns.
Crystal Cruises ætlar að byrja
siglingar frá Reykjavík 17. júlí og
bjóða upp á 10 daga hringferð um
Ísland, þar sem stoppað verður á
fjölmörgum stöðum. Hingað kem-
ur splunkunýtt skip, Crystal En-
deavor, en smíði þess lauk fyrr á
þessu ári. Það er tæplega 20 þús-
und brúttótonn, tekur 200 farþega
og í áhöfn verða 200 manns.
Í gær voru bókaðar 138 skipa-
komur hjá Faxaflóahöfnum í sum-
ar með 149.184 farþega. Útgerðir
farþegaskipa bóka komur sínar til
landsins með eins til tveggja ára
fyrirvara, segir Erna. Þetta gera
þær meðal annars til þess að
tryggja sér bryggjupláss. Misjafnt
er hvernig staðið er að afbókunum
og geta þær verið allt frá nokkrum
mánuðum til nokkurra daga fyrir
áætlaða komu.
Bókunarstaðan er mjög svipuð
og á sama tíma í fyrra. Rauntölur í
fyrra (2020) voru hins vegar sjö
skipakomur og 1.346 farþegar.
Skipafélagið Ponant stóð fyrir
þessum ferðum.
Bókunarstaðan byggist á vænt-
ingum skipafélaga sem hafa hug á
því að hefja siglingar til Íslands,
segir Erna. Útgerðir eru áhuga-
samar að koma til landsins en í
ljósi aðstæðna í heiminum er erfitt
að sigla með ferðamenn á þessum
tíma, ef öryggi á að vera tryggt.
„Flestar útgerðir hafa gefið það út
að verði á annað borð haldið úti
siglingum til landsins verði það
einungis með bólusetta farþega,“
segir Erna.
Tvö skip boða siglingar við Ísland
- Skipafélögin Viking Ocean Cruises og Crystal Cruises hyggjast bjóða upp á hringferðir í sumar
Ljósmynd/Viking Ocean Cruises
Viking Sky Er tæplega 48 þúsund brúttótonn að stærð og tekur 930 farþega.
Ljósmynd/Crystal Cruises
Crystal Endeavor Er tæplega 20 þúsund brúttótonn og tekur 200 farþega.
Ekki blasir við að hægt verði að
stunda beinar, arðbærar veiðar á
krossfiski við landið, að því er fram
kemur í skýrslu sem Aurora Sea-
food og Matís hafa tekið saman. Au-
rora Seafood hefur flutt út frosinn
krossfisk til Bandaríkjanna, en það
skilar varla kostnaðarverði við
pökkun, frystingu og flutning og því
er engin verðmætasköpun við fram-
leiðsluna, að því er kemur fram í
skýrslunni.
Við mælingar olli það vonbrigð-
um hversu hátt magn kadmíns
mældist í krossfiski, sem veiddur
var við austur- og vesturströnd
landsins. Leyfilegt magn kadmíns
fyrir manneldisafurðir er 0,5 mg í
grammi en mælt magn var 6,3 fyrir
austan og 2,5 fyrir vestan.
Þá brotnaði krossfiskurinn hratt
niður og voru sýni orðin maukuð
vegna ensímvirkni á einum til
tveimur dögum. Forgangsverkefni
ef stunda á krossfiskveiðar hér við
land er að finna leið til að stöðva
þetta niðurbrot og viðhalda gæðum
fram að vinnslu. Í framhaldi þarf að
þróa vinnslu og finna markað fyrir
afurðina, segir í skýrslunni.
Krossfiskur veiðist aðallega hér
við land sem meðafli við veiðar með
plóg. Mest veiðist af honum við veið-
ar á sæbjúgum við austanvert landið
og eins á miðum við Norðvesturland
og á Breiðafirði. aij@mbl.is
Hagnaður af beinum
veiðum blasir ekki við
- Mikið af kadmíni í krossfiski
Morgunblaðið/Alfons
Krossfiskur Ýmis vandamál fylgja
veiðum, vinnslu og sölu til útlanda.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessi bið hlýtur að hafa einhver
áhrif en ég tel þó ekki að hann sé af
baki dottinn,“ segir Haraldur Birgir
Haraldsson,
skipulags- og
byggingafulltrúi
Rangárþings
ytra, spurður um
stöðu mála á upp-
byggingaráform-
um Malasíu-
mannsins Loo
Eng Wah í sveit-
arfélaginu.
Loo hyggst
koma á fót ferðaþjónustu í landi
Leynis 2 og 3 í Landsveit en áformin
hafa verið umdeild. Nýverið felldi
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála úr gildi ákvörðun Skipu-
lagsstofnunar um að framkvæmdir
þar skuli ekki háðar mati á umhverf-
isáhrifum. Skipulagsstofnun mun
því ákvarða á ný hvort þörf sé á um-
hverfismati á svæðinu og segir Har-
aldur Birgir aðspurður að Loo sé nú
að taka saman gögn fyrir Skipulags-
stofnun sem verði metin. Hefur
meðal annars verið ráðist í rann-
sóknir á jarðvegi að Leyni af þessum
sökum.
Þá hefur hópur landeigenda í ná-
grenni Leynis 2 og 3 nýverið kært
þá ákvörðun sveitarfélagsins að
samþykkja deiliskipulag fyrir svæð-
ið til úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. Er þess krafist að
sú ákvörðun verði felld úr gildi.
„Að mati kærenda fela skipu-
lagsáformin í sér að verið er að fórna
ríkum hagsmunum landeigenda og
íbúa á svæðinu í þágu eigenda á
þeim skika sem er undir í málinu. Þá
hefur að mati kærenda að engu leyti
verið hugað að hagsmunum um-
hverfisins við meðferð þessa máls og
ekki gætt að stöðu svæðisins sem
vatnsverndarsvæðis,“ segir meðal
annars í kærunni. Haraldur Birgir
segir í samtali við Morgunblaðið að
Rangárþing ytra hafi lagt fram and-
svör við kærunni og niðurstöðu úr-
skurðarnefndar sé beðið.
Eins og komið hefur fram í Morg-
unblaðinu hefur Loo uppi frekari
áform um uppbyggingu ferðaþjón-
ustu í sveitarfélaginu. Hefur hann
fengið úthlutað tveimur lóðum í
miðbæ Hellu og kynnt hugmyndir
um hótelrekstur og fleira. Haraldur
Birgir upplýsir aðspurður að Loo
hafi einnig fengið vilyrði fyrir þriðju
lóðinni. Sú er sunnan Suðurlands-
vegar á Hellu, skammt frá hinu
kunna Stracta-hóteli. „Þetta er stórt
svæði og hann mun leggja fram til-
lögu um uppbyggingu þar. Það voru
aðilar sem féllu frá áformum um
uppbyggingu þarna. Loo tók við og
heldur áfram með gildandi skipulag
þar. Það er fullt í gangi hjá kall-
inum,“ segir Haraldur Birgir.
Nágrannar lögðu fram
kæru vegna áforma Loo
- Óvíst með umhverfismat - Loo með lóð við Stracta-hótelið
Loo Eng Wah
Heimir Bergmann
Löggiltur fasteigna- og
skipasali og löggiltur
leigumiðlari.
Sími 630 9000
heimir@logheimili.is
Inga María
Ottósdóttir
Löggiltur fasteignasali og
Mbl viðskiptalögfræðingur
Sími 620 4040
inga@logheimili.is
Ásgeir þór
Ásgeirsson
Löggiltur fasteignasali og
lögfræðingur
Sími 772 0102
asgeir@logheimili.is
Guðmundur Ólafs
Kristjánsson
Löggiltur fasteigna-
og skipasali
Sími 847 0306
gudmundur@logheimili.is
Unnur Alexandra
Nemi til löggildingar
fasteignasala og
viðskiptalögfræðingur
Sími 788 8438
unnur@logheimili.is
Sólrún Aspar
Hefur lokið námi til
fasteignasala.
Sími 862 2531
solrun@logheimili.is
Jónas H.
Jónasson
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Sími 842 1520
jonas@logheimili.is
Egill Ragnar
Sigurðsson
Viðskiptafræðingur
Nemi til löggildingar
fasteignasala
Sími 835 0860
egill@logheimili.is
Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Skólabraut 26, 300 Akranesi
530 9000 • www.logheimili.is
Ertu í sölu-
hugleiðingum?
Getum bætt
við eignum á
söluskrá
Fagmennska og traust
í meira en áratug