Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 12
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á næstu 13 árum hyggjast ríkis-
sjóður og sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu verja 120 milljörðum
króna í uppbygg-
ingu samgöngu-
kerfisins á svæð-
inu. Af þeirri
fjárhæð munu
um 50 milljarðar
króna fara í upp-
byggingu svokall-
aðrar borgarlínu
eða BRT-kerfis
(BRT: e. Bus Ra-
pid Transit.). Þá
er stefnt að 52,2
milljarða fjárfestingu í stofnvegum,
8,2 milljarða í hjólastígum, göngu-
brúm og undirgöngum og 7,2 millj-
arða fjárfestingu í umferðarstýr-
ingu og öryggisaðgerðir.
Ekki fara í bútasaum
Davíð Þorláksson er fram-
kvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
sem halda mun utan um uppbygg-
inguna á komandi árum.
Hann er gestur Dagmála og segir
aðspurður að hugmyndir sem viðr-
aðar hafa verið um „léttútgáfu“ af
BRT-kerfi séu ekki fýsilegar fyrir
uppbygginguna framundan. Í þeim
hugmyndum er gengið út frá því að
byggja á grunni þeirra innviða sem
nú þegar eru til staðar í leiðakerfi
strætó, sem m.a. veitir vögnum auk-
ið sérrými á stofnæðum.
„Lykillinn er að í stað þess að
reyna að laga það sem er til staðar
er að koma með nýtt kerfi. Það er
það sem hefur gefist vel víða. Hug-
myndir um væga útgáfu af BRT-
kerfi eru líkari því sem hefur verið
gert, laga það sem fyrir er. Við
verðum að brjótast út úr því. Það
hefur ekki skilað nægilega miklum
árangri. Þetta myndi skila okkur
meiri árangri,“ segir Davíð.
Á síðustu árum hefur stórauknu
fé verið varið til að efla strætis-
vagnaþjónustu á höfuðborgarsvæð-
inu. Átti milljarða innspýting að
auka hlutdeild almennings-
samgangna úr 4% í 8% en hlutfallið
hefur lítið sem ekkert breyst. Davíð
segir þá reynslu ekki eiga að hræða
samfélagið frá fjárfestingu í borgar-
línu, þvert á móti bendi fengin
reynsla til þess að stíga þurfi mun
markvissari skref í uppbyggingunni
til þess að gera almennings-
samgöngur að svo hentugum ferða-
máta að fólk velji þær umfram
einkabílinn.
Davíð bendir á að félagið Betri
samgöngur ohf. muni ekki koma
með beinum hætti að framkvæmd-
unum framundan. Þær verði m.a. í
höndum Vegagerðarinnar. Hins
vegar sé það meginhlutverk félags-
ins að hafa umsjón og eftirlit með
því að verkefnið nái fram að ganga
og fjármögnunarhlutinn er á herð-
um þess. Sem stendur eru starfs-
menn félagsins aðeins þrír og segir
Davíð ekki í pípunum að þenja yfir-
bygginguna út með fleira starfs-
fólki. Hann segir að eitt af megin-
verkefnum félagsins sé að tryggja
að uppbyggingin muni ekki fara
fram úr kostnaðaráætlunum. Segir
hann hlutverkið að einhverju marki
vera það að þjóna sem „varðhundar
skattgreiðenda.“
Forðast mistök með meiri fjárfestingu
- Framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. telur heillavænlegra að ganga lengra en skemur þegar
kemur að fjárfestingu í borgarlínu - Segir félagið gegna hlutverki varðhunds fyrir skattgreiðendur
Umferðartafir Markmið með uppbyggingunni er að stytta ferðatíma fólks og efla hlut almenningssamgangna.Davíð
Þorláksson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, segir að til
standi að lagfæra listaverkið Salt-
fiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson,
sem stendur við Sjómannaskólann, í
samhengi við framkvæmdir á svæð-
inu.
Fram hefur komið að listaverkið
hefur látið verulega á sjá. Í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í seinustu
viku skoraði Birgitta Spur, handhafi
höfundar- og sæmdarréttar lista-
verka Sigurjóns Ólafssonar, á stjórn-
völd að bjarga þessu sögulega og
mikilvæga listaverki. Hefur hún lýst
áhyggjum sínum við borgaryfirvöld
vegna þeirra skemmda sem lág-
myndin gæti orðið fyrir vegna þeirra
viðamiklu framkvæmda sem fyrir-
hugaðar eru á svæðinu.
Ólöf segir spurð um þetta að lista-
safnið sem sér um listaverk í eigu
Reykjavíkurborgar muni sinna verk-
inu áfram samkvæmt þeim áætlunum
sem koma fram í grein Birgittu.
„Verkið fer vel á þeim stað þar
sem það stendur og er mikilvægur
minnisvarði um sögu svæðisins auk
þess sem hér er um mikilvægt lista-
verk að ræða,“ segir hún í svari til
Morgunblaðsins. „Eins og fram hef-
ur komið í greinargerðum safnsins
um verkið verður ekki unnið að við-
gerðum á því fyrr en framkvæmdir
fara af stað þar sem augljóst er að
um rask verður að ræða á svæðinu.
Nokkur athygli hefur beinst að
verkinu í samhengi nýs skipulags og
baráttu manna gegn því en eins og
ég nefndi er hugmyndin sú að verkið
verði áfram þar sem því var upp-
haflega komið fyrir og ekkert óljóst
við þau svör sem gefin hafa verið,“
segir Ólöf.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjómannaskólinn Listaverkið er á
lóðinni og hefur látið verulega á sjá.
Listasafnið mun
sinna verkinu áfram
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533
SUMARLEYFISFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út!
Sjáumst á fjöllum