Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Í
Miðholti á Þórshöfn er fallegt
garðhús þar sem aldrei er
setið auðum höndum þótt eig-
andinn sé á níræðisaldri, hag-
leiksmaðurinn Björn Trausti Ragn-
arsson. Hann situr daglangt við
smíðar, umkringdur handverki og
listilega útskornum gripum í litla
ríkinu sínu, sem ber nafnið Brú, eins
og æskuheimili hans á Eskifirði.
„Já, ég verð bara brjálaður ef
ég hef ekkert að gera, ég get ekki
legið í leti alla daga, mín kynslóð er
ekki alin upp við það,“ sagði hinn at-
hafnasami Trausti, iðjuleysi er eitur
í hans beinum. Þarna í smíðahúsinu
eru ýmsir smíðisgripir; klukkur,
myndarammar, lyklahengi, skurð-
arbretti og fleira en Trausti grípur
líka í útsaum og hefur saumað marg-
ar myndir, sumar nokkuð stórar.
„Mér finnst gaman að sauma út,
aðallega góbelínmyndir og ég hef
saumað þó nokkrar. Ég saumaði til
dæmis tvær eins myndir af fallegu
pari og gaf dóttur minni aðra en
Abba mín fékk hina, hún er hér í
svefnherberginu okkar,“ sagði
Trausti en þar er líka spegill í út-
skornum ramma og vegleg klukka,
unnið af Trausta.
Fleiri útsaumsmyndir eftir
Trausta prýða heimili þeirra hjóna
og listfengið er honum í blóð borið
eins og handverk hans ber vitni um.
Semur ljóð til konu sinnar
Trausti lætur ekki við það sitja
að smíða, sauma og skera út, heldur
semur hann einnig vísukorn og ljóð,
einkum til Öbbu sinnar, eiginkon-
unnar Aðalbjargar Jónu Sigfúsdótt-
ur. Hann er ágætur söngmaður og
var áður vinsæll skemmtikraftur á
þorrablótum á Þórshöfn, þar sem
allur salurinn tók undir með honum
af hjartans lyst í færeyska laginu
um Rasmus í Görðum en hann lék
sjálfur undir á gítar.
Trausti er frá Eskifirði en Aðal-
björg, eða Abba eins hún er jafnan
kölluð, er frá Hvammi í Þistilfirði.
Þau bjuggu í rúm 20 ár á Eskifirði,
þar sem Trausti vann við fiskvinnslu
og smíðar en Aðalbjörg var mat-
ráðskona á öldrunarheimilinu
Hulduhlíð. Þau fluttu aftur til Þórs-
hafnar þegar þau voru bæði komin á
eftirlaunaaldur og keyptu notalega
íbúð í Miðholtinu þar sem gott pláss
er í garðinum fyrir handverkshús
Trausta.
Á heimili þeirra hjóna eru
margir smíðisgripir Trausta og út-
saumsmyndir en Abba lumar líka á
ýmsu. Hún er mikil prjónakona, eins
og staflar af lopapeysum, húfum og
vettlingum sýna. „Jú jú, ég prjóna
bæði á fjölskylduna og fyrir aðra, ég
á til ýmislegt prjónles,“ sagði Abba
brosmild. Lopapeysurnar hennar
eru dæmi um rammíslenskt hand-
verk eins og það gerist best.
130 súkkulaðikönnur
Abba og Trausti eru höfðingjar
heim að sækja og gamla íslenska
gestrisnin er í öndvegi. Á gljáandi
tekkborði með blúndudúk var
brennheitt kaffi í rósóttum bollum,
rúsínujólakaka og hjónabandssæla,
dýrindis heimabakkelsi. Einnig örl-
aði á eðalborinni brjóstbirtu í glitr-
andi kristalstaupum.
Könnusafnið hennar Öbbu vakti
athygli blaðamanns, heilu raðirnar
af rennilegum súkkulaðikönnum,
hver annarri fallegri. „Ég byrjaði að
safna könnum þegar við Trausti
minn fluttum til Eskifjarðar og er
búin að dunda við það í rúm þrjátíu
ár. Ég á núna 130 könnur en er samt
búin að gefa þó nokkrar,“ sagði
Abba kankvís og bætir við:
„Trausti minn brosir stundum
að þessari könnusöfnun en hann
samdi vísukorn og lét letra á eina
könnu sem hann gaf mér:
Abba mín er létt í lund
leikur hún við hvern sinn fingur
er hún marga styttir stund
strýkur og baðar könnuglingur.
Afbrýðisemi með orði sönnu
upp nú kom í huga minn,
er nokkuð betra að baða könnu
en bústna eiginmanninn sinn?“
Þessi samhentu hjón í Miðholt-
inu kunna að njóta lífsins og ald-
urinn segir ekki allt. „Það er bara
best að hafa alltaf eitthvað fyrir
stafni, þá leiðist manni aldrei. Okkur
Öbbu minni líður óskaplega vel hér í
Miðholtinu, hingað koma oft gestir
og það finnst okkur gaman, maður
er manns gaman,“ sagði Trausti sem
er ungur í anda þótt árin verði átta-
tíu og fimm í sumar og eflaust eru
vandfundin hamingjusamari hjón en
unglingarnir Abba og Trausti á
Þórshöfn.
Smíðar, saumar, semur og sker út
Hagleiksmaðurinn Björn
Trausti á Þórshöfn segist
ekki vilja liggja í leti alla
daga. Útsaumsmyndir og
fleiri munir prýða heim-
ili hans og Öbbu.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Í smíðahúsinu Brú unir Trausti sér daglangt við smíðar og útskurð.
Baðar könnuglingur Aðalbjörg Sigfúsdóttir með eina súkku-
laðikönnuna með áletruðum vísum frá Trausta.
Glóbelín Íslenskir sjómenn.
Húsprýði Súkkulaðikönnusafnið.
Exostride
Stærðir: 40-46
Verð: 19.995.-
Exostride
Stærðir: 40-46
Verð: 19.995.-
VATNSHELDIR ECCO GÖTUSKÓR
Exostride
Stærðir: 36-42
Verð: 19.995.-
Exostride
Stærðir: 36-42
Verð: 19.995.-
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
Dagskrá:
Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
Önnur mál
Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum
með málfrelsi og tillögurétti.
Stjórn Gildis–lífeyrissjóðs.
Ársfundur Gildis verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl
klukkan 17:00. Vegna sóttvarnarráðstafana verður fundurinn
að fullu rafrænn. Nánari upplýsingar á www.gildi.is.
Gildi–lífeyrissjóður
Rafrænn ársfundur 2021
▪
▪
▪
Lífeyrissjóður www.gildi.is