Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrirtækið ÞG íbúðir ehf., sem sel-
ur íbúðir í hinu nýja hverfi Voga-
byggð, hefur ritað skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur bréf með ósk um að
felld verði niður kvöð í skipulagi um
gróðurþekjur og berjarunna innan
sérafnotareita/einkagarða íbúða.
ÞG íbúðir eru
lóðarhafi að
Kuggavogi 2-14,
Arkarvogi 2-15
og Skektuvogi
2-8 í Vogabyggð
og seljandi íbúða
á þessum lóðum.
ÞG verktakar
byggja íbúðar-
húsin.
Í bréfi forstjór-
ans, Þorvaldar
Gissurarsonar, til skipulagfulltrúa
kemur fram að í deiliskipulagi sé
þess krafist að sérnotafletir skuli að
lágmarki hafa 50% gróðurþekju og
a.m.k. einn berjarunna.
„Það er mat lóðarhafa og
byggingaraðila að hér sé um óeðli-
legar kröfur að ræða sem eru hindr-
andi og til óþurftar fyrir íbúða-
eigendur og rýri auk þess gæði
íbúða og möguleika íbúðaeigenda til
að hámarka nýtingu sinna eigna,“
segir Þorvaldur m.a. í bréfinu.
Hann segir að sérnotafletir/einka-
garðar séu almennt á bilinu 5-10 fer-
metrar og gróðurþekjan væri því á
bilinu 2,5-5 fermetrar. Sérnotafletir
sem þessir séu almennt útbúnir með
timburpalli, svokölluðum sólpöllum
eða verönd, og þar séu oftast útigrill
og fleira. Fólk sé almennt ekki með
„garða“ sem séu minni en fimm fer-
metrar að stærð.
„Deiliskipulagið virðist ganga of
langt í einhvers konar forræðis-
hyggju varðandi frágang sérnota-
rýma,“ segir Þorvaldur. Fjölmargir
viðskiptavinir hafi lýst yfir van-
þóknun á þessum kröfum.
Óskar Þorvaldur eftir því að kvöð
um 50% gróðurþekju verði felld nið-
ur og vonast eftir skjótum viðbrögð-
um Reykjavíkurborgar, enda sé um
minni háttar breytingu á deiliskipu-
laginu að ræða. Skipulagsfulltrúi
vísaði málinu til afgreiðslu hjá
skipulags- og samgönguráði, sam
hafnaði beiðninni á fundi í gær.
Ákvæði um gróðurþekju í einka-
görðum í Vogabyggð séu ekki
íþyngjandi og garðarnir séu hluti af
heildarmynd hverfisins.
„Berjarunnamálið“ komst fyrst í
fréttirnar í janúar síðastliðnum þeg-
ar mbl.is birti frétt um Facebook-
færslu Guðmundar Heiðars Helga-
sonar, upplýsingafulltrúa Strætó,
þar sem hann furðaði sig á ströng-
um reglum Reykjavíkurborgar.
Guðmundur hafði keypt íbúð í
Vogahverfi og fékk fjölskyldan sér-
afnotareit og hugðist byggja sólpall.
En verktakarnir stöðvuðu fram-
kvæmdir þegar lokið var við helm-
ing pallsins því samkvæmt skilmál-
unum þurfti nefnilega að vera gras
yfir helmingi séreignarflatarins og í
það minnsta einn berjarunni í hverj-
um reit.
„Mér fannst þetta svo steikt að ég
þurfti að hafa samband við borgina
og það var ekkert auðvelt,“ sagði
Guðmundur í samtali við mbl.is.
Mannvænna og grænna
Mbl.is hafði í framhaldinu sam-
band við Pawel Bartozek, borgar-
fulltrúa og staðgengil formanns
skipulags- og samgönguráðs. Sagði
Pawel að berjarunni á séreignar-
svæði í nýrri Vogabyggð væri hluti
af stefnu borgarinnar um að fjölga
grænum svæðum. Það væri ákveðin
tilhneiging hjá skipulagsyfirvöldum
að reyna að gera umhverfið mann-
vænna og grænna. Guðmundur
Heiðar bendir hins vegar á að vegna
girðingar muni engir sjá væntanleg-
an runna aðrir en eigendur garðs-
ins.
„Við deilum áhyggjum okkar við-
skiptavina og framtíðaríbúa í hverf-
inu,“ segir Þorvaldur Gissurarson í
bréfinu til skipulagsfulltrúa.
Kvöð um berjarunna mun standa
- Forstjóri ÞG íbúða segir kröfur um að 50% einkagarða í Vogabyggð séu með gróðurþekju óeðlilegar
- Íbúðakaupendur séu óánægðir enda vilji þeir byggja sólpalla - Borgin hafnaði ósk um niðurfellingu
Morgunblaðið/Ómar
Vogabyggð „Sérnotafletir skulu að lágmarki hafa 50% gróðurþekju og a.m.k. einn berjarunna,“ segir í skilmálum.
Þorvaldur
Gissurarson
SPORTÍSNÁNARI UPPLÝSINGAR:spor t i s . i s - s :893-7911 - skul i@spor t i s . i s
CARETTA FERÐAVAGNAR FYRIR ÚTIVISTINA!