Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Frá og með deginum í dag bjóðast viðskiptavinum verslana S4S gjafa- kort og inneignir sem verða virk og aðgengileg á snjallsímum. Kortin eru sniðin að stýrikerfum símanna svo auðvelt er að hlaða þeim niður bæði í Android og Apple. Þá eru kortin tengd tölvukerfi S4S og þannig geta viðskiptavinir – líkt og fyrirtækið – séð hver innistæða þeirra er í raun- tíma. „Gjafakort úr plasti og inneignar- nótur á pappír, sem fólk fær til dæm- is við vöruskil, eru barn síns tíma. Þetta eru gögn sem fólk týnir eða gleymir auk þess sem þau renna úr gildi. Þar með glatast peningur við- skiptavina. Þarna viljum við koma betur til móts við viðskiptavini og er- um því ekki með fyrningarfrest á gjafakortum og inneignarnótum. Þá verður alltaf hægt að nota gjafakort- in okkar, hvort sem er afsláttur í verslunum eða ekki,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali við Morgunblaðið. Vildarklúbbur og áminningar S4S ehf. er umsvifamikið versl- unarfyrirtæki. Undir hatti þessu eru reknar skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskórinn, ásamt Air, sem eru sér- hæfðar í íþróttavörum frá Nike. Allar þessar verslanir eru á höfuðborgar- svæðinu. Þá starfrækir fyrirtækið Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Jafnframt eru í samstæðunni net- verslanirnar skor.is, ellingsen.is, air- .is og rafhjolasetur.is. Alls eru þetta 17 verslanir, hver á sínu sviði, en áberandi í vöruframboði samstæð- unnar eru skór fyrir alla fjölskyld- una, alhliða íþrótta- og útivistarfatn- aður og í Ellingsen er svo fjölbreytt úrval af útivistarbúnaði, rafhjólum og ferðatækjum. „Okkur er mikið í mun að við- skiptavinir okkar geti nýtt allar inn- eignir og gjafakort sem þeir eiga hjá okkur,“ segir Pétur. „Þess vegna er- um við að þróa vildarklúbb sem held- ur utan um vildarviðskiptavini með sértilboðum og inneignarsöfnun sem mun jafnframt vera tengt við hug- búnað í farsímum. Í nýrri verslun Steinars Waage sem opnuð verður í Smáralind í haust verður tæknin nýtt til hins ýtrasta. Til að mynda verður þetta svo að þegar viðskiptavinur í vildarklúbbi kemur inn í verslun fær hann í símann sinn áminningu um inneignina sína, hvort sem það er í gegnum gjafakort, inneignarnótu eða vildarklúbb.“ Flýtir afgreiðslu pantana á netinu Í áðurnefndri og væntanlegri nýrri verslun Steinars Waage verða einnig höfuðstöðvar netverslunar S4S sem mun flýta allri afgreiðslu netpantana. Þá er verið að taka í gagnið nýtt birgðakerfi, en netverslanir S4S leita sjálfvirkt í 17 vörulagerum eftir ákveðnu ferli. „Verslunarhættir breytast hratt og netsala verður æ stærri þáttur í okkar rekstri,“ segir Freyja Leó- poldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri S4S. Hún segir breyttar aðstæður vegna kórónuveirunnar hafa skapað svigrúm og gefið tilefni til endurskoð- unar á ýmsum áherslum fyrir- tækisins. Verið sé að uppfæra heima- síður, nýtt birgðakerfi hafi verið tekið í notkun, skerpt hafi verið á sér- stöðu einstakra verslana og meiri kraftur settur í netsölu. Fyrrgreind breyting á inneignarkortunum sé sömuleiðis hluti þessara breytinga. „S4S hefur stækkað mikið að undanförnu. Netverslanir okkar efld- ust mikið í fyrra, í hörðum samkomu- takmörkunum. Við byggjum á góðum grunni netverslunar þegar verslanir lokuðu tímabundið en þurftum að endurskipuleggja öll markaðsmál okkar miðað við aðstæður. Við sett- um í fimmta gír, settum alla áherslu á netverslanir sem skilaði sér vel í sölu- aukningu. Velta netverslunar hjá samstæðunni næstum þrefaldaðist miðað við árið á undan og starfsfólki sem sinnir netverslun var fjölgað. Markmið okkar er að viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu geti ávallt feng- ið pantanirnar sínar afhentar sam- dægurs. Með öllum þeim breytingum sem við erum búin að gera og erum að vinna að mun þessi þjónusta aukast enn frekar,“ segir Freyja enn fremur. Með aukinni netverslun ætlast við- skipavinurinn til þess að fá vörurnar samdægurs og óskar eftir að fá þær sendar, að sögn Péturs Þórs. Verslanir uppfærðar „Póstbox og eða að fá vörur sendar á vinnustað eða á afgreiðslustaði nær heimili er vinsæl þjónusta, því bjóð- um við upp á allmarga valkosti til að fá vörurnar afhentar. Sækja í versl- un, fá sent með Póstinum, heimsent upp að dyrum eða afhent með Dropp á næsta afhendingarstað er allt í boði hjá okkur,“ segir Pétur Þór og bætir við að framtíðarsýnin sé að afhenda vörur á 2-3 klukkustundum eftir pöntun á hefðbundnum vinnutíma. Samhliða þróun á rafrænu gjafa- kortunum og að koma þeim í snjall- tækin hafa fleiri breytingar verið gerðar hjá S4S. „Við erum að uppfæra allar net- verslanir okkar og erum að vinna þær frá grunni. Síðurnar verða notendavænni og byggjast á nýjustu tækni en það var kominn tími til að uppfæra bæði útlit og tækni, sem og auka hraða,“ segir Pétur Þór. „Þá var Ellingsen í Reykjavík tekin í gegn í byrjun síðasta árs, Rafhjólasetrið byggt upp og endurraðað, málað og sett ný lýsing í allt rýmið. Ný verslun Ellingsen á Akureyri er einnig í vinnslu og verður opnuð á nýjum framtíðarstað í haust. Þá fórum við í breytingu á Steinari Waage í Kringl- unni á dögunum.“ Selt úr kössunum Eldgosið í Geldingadölum hefur aukið útivistaráhuga landans svo um munar og margir hafa fyrir göngu að gosinu þurft að kaupa sér útbúnað sem þarf. „Áður en lagt hefur verið upp í gönguferðir í Geldingadali hafa margir komið við til að kaupa til dæmis gönguskó, skjólfatnað, höf- uðljós, mannbrodda, stafi og fleira slíkt sem þarf. Salan að undanförnu hefur verið slík að vörur hafa verið seldar beint upp úr kössunum og margt að verða uppselt á landinu,“ segir Pétur Þór sem undirstrikar að Ellingsen sé alhliða útivistarverslun fjölskyldunnar. Inneignir og gjafakort í símann - Nýmæli hjá S4S - 17 verslanir - Hröð þróun - Skór og útivistarvörur - Viðskipti á netinu eru í hröðum vexti - Dropp heim að dyrum - Áherslur í endurskoðun - Eldgosið aukið útivistaráhuga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækni Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, og Freyja Leópoldsdóttir markaðsstjóri hér stödd í verslun Ellingsen við Fiskislóð í Reykjavík og með snjall- símana á lofti. Nýr hugbúnaður gerir viðskiptavinum mögulegt að sjá inneign sína hjá fyrirtækinu, sem rekur á annan tug skó- og útvistarbúða. BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR SSANGYONG benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílaríkið Akureyri Lónsbakka Sími: 461 3636 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020 B ir t m e ð fy ri rv a ra u m t e x t a - o g m y n d a b re n g l. Elskar íslenskar aðstæður Komdu og sjáðu Korando. Hér er á ferðinni ótrúlega vel heppnaður sportjeppi sem er eins og sérhannaður fyrir Ísland. + 163 hestöfl / 280 Nm + 2WD eða 4WD + Hægt að læsa millikassa í 4WD Verð frá: 4.390.000 kr. Fimm ára ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.