Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðeins níu bændur voru tilbúnir að
selja mjólkurkvóta á nýloknum til-
boðsmarkaði fyrir greiðslumark í
mjólk en 188 vildu bæta við sig
kvóta. Eftirspurn var eftir samtals
rúmlega níu milljónum lítra. Fram-
boðið réð og skiptu aðeins 664 þús-
und lítrar um hendur og því kom lítið
í hlut hvers kaupanda.
Tilboðsmarkaður með greiðslu-
mark í mjólk var settur á fót til þess
að skapa grundvöll fyrir bændur til
að selja eða kaupa framleiðslurétt.
Engin viðskipti mega fara fram utan
markaðarins. Landbúnaðarráðherra
hefur sett hámarksverð, þrefalt af-
urðastöðvaverð á mjólkurlítra, 294
kr. Er það verðið sem flestir miða við
í tilboðum sínum, jafnt áhugasamir
kaupendur sem seljendur. Reglan
um að þrefalt verð mjólkurlítrans til
bænda verði hámarkið gildir út árið
2023.
Vilja halda áfram að framleiða
Margrét Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúa-
bænda, telur ekki að tilboðsmarkað-
urinn hafi misheppnast þótt lítið
framboð sé af kvóta. Bendir hún á að
á síðasta markaðsdegi, 1. nóvember,
hafi tæplega tvær milljónir lítra selst
sem sé næstmesta sala á einum
markaði frá upphafi. Hún bendir á
að framboð á greiðslumarki velti á
því hvort einhverjir bændur séu að
draga úr framleiðslu. Ekki megi líta
á það sem neikvæðar fréttir ef menn
vilji halda áfram framleiðslu. Það
geti verið til marks um ágætt gengi í
greininni.
Eins og sést á meðfylgjandi grafi
hefur eftirspurn eftir mjólkurkvóta
verið margfalt meiri en framboðið
frá því tilboðsmarkaður með
greiðslumark var fyrst settur upp
árið 2010. Viðskipti sem hafa orðið
eru aðeins tæplega 8% af eftirspurn-
inni. Þess verður þó að geta að hol-
skefla kauptilboða á nóvembermark-
aði árið 2018 hefur mikil áhrif á
meðaltöl.
Sáralítið boðið fram
af mjólkurkvóta
- Níu vildu selja en 188 gerðu kauptilboð á tilboðsmarkaði
Viðskipti með greiðslumark mjólkur
Eftirspurn Framboð Viðskipti
1. des. 2010 til 1. apríl 2021 2.289.445 27.040 17.898
Meðaltal 73.853 872 577
1. apríl 2021 9.157 664 664
Eftirspurn:
9.157.000 lítrar
Framboð:
664.000 lítrar
Þúsundir lítra
Morgunblaðið/Eggert
Tvær eins Kýrnar mjólka alla daga,
hvað sem líður stöðu kvóta búsins.
Aðstandendur sýningarinnar Fugla
hugans, sem nú stendur yfir í versl-
unarmiðstöðinni Kringlunni, af-
hentu Parkinsonsamtökunum 6
milljóna króna styrk í gær.
Verður fénu varið í uppbyggingu
Parkinsonseturs, sem á að opna í
lok ársins í nýju húsnæði samtak-
anna í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafn-
arfirði.
Að sýningunni Fuglar hugans
standa Bjarni Hafþór Helgason tón-
listarmaður og Ingvar Þór Gylfason
listmálari. Á sýningunni er að finna
12 málverk sem Ingvar málaði við
tónlist af Fuglum hugans sem
Bjarni Hafþór samdi en auk þess
voru myndbönd gerð við öll verkin.
Egill Ásdísarson og Vilborg Jóns-
dóttir veittu ávísuninni viðtöku. Eg-
ill greindist með parkinsonsjúkdóm-
inn fyrir 8 árum þegar hann var 22
ára gamall en Egill er með þeim
yngstu sem hafa greinst með sjúk-
dóminn á Íslandi.
Kostnaður við sýninguna er
greiddur af Bjarna Hafþóri og Ingv-
ar Þór gefur andvirði málverkanna.
Síðasti sýningardagurinn í Kringl-
unni verður sunnudaginn 11. apríl
en nú er einnig hægt að skoða Fugla
hugans í sýndarveruleika á
veraldarvefnum. Gestir fá heyrnar-
tól og geta hlustað á lögin, fylgst
með sköpun málverkanna og horft á
sérhannaðan dans Kötu Vignis.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Styrkur afhentur Bjarni Dagur Jónsson, Ingvar Þór Gylfason, Egill Ásdís-
arson og Vilborg Jónsdóttir þegar styrkurinn var afhentur í gær.
Parkinsonsamtök-
in fengu styrk
- Fénu varið til Parkinsonseturs
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratug
a
reynsl
a