Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Ágúst Ingi Jónsson ailj@mbl.is Niðurstöður nýrrar rannsóknar á hegðun humars sýna greinilega dægursveiflu tengda við sólargang, hegðun eftir dýpi og takmarkað far einstaklinganna. Allt eru þetta nýj- ar upplýsingar sem varpa ljósi á margt sem grunur lék á en hefur ekki verið rannsakað eða kynnt áð- ur á sambærilegan hátt, segir m.a. í skýrslu um verkefnið, sem unnið var af sérfræðingum Hafrannsókna- stofnunar undir verkefnisstjórn Jónasar P. Jónassonar fiskifræð- ings. Atferli leturhumars var kannað haustið 2020 á tveimur svæðum í Jökuldjúpi, á 115 metra og 195 metra dýpi. Á hvorri slóðinni voru merktir 16 humrar með smáum hljóðmerkjum, límdum á bakskjöld dýranna. Á hvoru svæði var sett niður net níu hlustunardufla með 100 metra bili, auk straumsjár. Humrarnir voru merktir í lok ágúst og duflin tekin upp í lok nóvember, en fáar beinar athuganir í náttúru- legu umhverfi hafa verið gerðar á atferli leturhumars. Upplýsingar bárust frá öllum merkjum en tíu humrar af 16 voru metnir lifandi á hvorum stað. Sex dýr á hvorum stað voru með viðveru innan hlust- unarsvæðisins mestallan tímann. Nýtist við skipulagningu Atferli eða virkni dýranna var mismunandi á hvoru svæði fyrir sig en dægursveifla var mjög greinan- leg og tímabil virkni styttist þegar leið á haustið samfara styttri sól- argangi. Við humarveiðar er yfirleitt togað í nokkuð langan tíma á svæðum frá um 100 metrum niður á 250 metra dýpi. Upplýsingar um mestu virkni innan hvers dýptarbils, innan árs- tíða geta þannig nýst við skipulagn- ingu veiða, þar sem hægt er að toga á mismunandi dýpi yfir daginn, seg- ir í skýrslunni. Mikilvægt er þó að kanna og vakta fleiri umhverfis- þætti líkt og þörungablóma sem stjórnar miklu varðandi birtuskil- yrði og veiðanleika. Áður óþekkt hegðun Leturhumar er mikilvæg nytja- tegund í hlýsjónum við Ísland. Humarinn dvelur í holum á leir- botni sem hann grefur og viðheldur. Hann er einungis veiðanlegur þegar hann yfirgefur holuna en aflabrögð geta verið mjög sveiflukennd. Hing- að til hafa upplýsingar um virkni dýranna einkum byggst á upplýs- ingum frá veiðum og tilraunum við eldisaðstæður. „Niðurstöður rannsóknarinnar hafa opnað sýn á áður óþekkt hegð- unarmynstur mikilvægrar nytjateg- undar við Ísland,“ segir í skýrsl- unni. Jónas verkefnisstjóri segir að atferlið yfir vormánuði og sumar- nóttina þegar vertíð stendur hvað hæst kalli á frekari rannsóknir. Minni virkni humars með styttri sólargangi - Forvitnilegar niðurstöður úr rannsókn með hljóðmerkjum á atferli leturhumars - Hegðun eftir dýpi og takmarkað far Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir Hljóðmerki Unnið við að merkja humar á Jökuldýpi í lok ágúst í fyrra. Humarinn var merktur í myrkri um borð í ljóslausu rannsóknaskipinu. Afurðaverð á markaði 6. mars 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 338,87 Þorskur, slægður 344,62 Ýsa, óslægð 383,84 Ýsa, slægð 322,09 Ufsi, óslægður 130,93 Ufsi, slægður 153,30 Djúpkarfi 30,00 Gullkarfi 195,09 Blálanga, slægð 13,20 Langa, óslægð 157,27 Langa, slægð 120,77 Keila, óslægð 44,07 Keila, slægð 37,44 Steinbítur, óslægður 110,13 Steinbítur, slægður 151,64 Skötuselur, óslægður 101,00 Skötuselur, slægður 785,42 Grálúða, slægð 604,12 Skarkoli, óslægður 215,00 Skarkoli, slægður 455,03 Þykkvalúra, slægð 619,52 Langlúra, óslægð 125,62 Bleikja, flök 1.430,75 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Grásleppa, óslægð 158,32 Hlýri, slægður 154,65 Hrogn/ýsa 258,96 Hrogn/þorskur 349,52 Lúða, slægð 578,32 Lýsa, óslægð 61,83 Lýsa, slægð 36,02 Náskata, slægð 10,00 Rauðmagi, óslægður 128,21 Rækja 279,06 Skata, óslægð 11,00 Skata, slægð 82,44 Stóra brosma, óslægð 42,41 Stóra brosma, slægð 75,00 Stórkjafta, slægð 105,00 Undirmálsýsa, óslægð 176,68 Undirmálsýsa, slægð 158,57 Undirmálsþorskur, óslægður 199,11 Undirmálsþorskur, slægður 208,72 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Mjög gott úrval af gæðakjöti Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is „Þetta verð sem er verið að bjóða er allt of lágt. Skelfilegt hvað það hefur lækkað frá því að það var 330 krónur á kílóið á vertíðinni 2019,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur um stöðu grásleppu- veiða í ár. Verðið fyrir kílóið af landaðri, óskorinni grásleppu var 225 krónur í fyrra en verðið sem býðst í ár er um 130 krónur. Þá eru veiðiheimildir fyrir hrognkelsum meiri í ár en þær hafa nokkurn tímann verið og hefur veiðidögum á hvert leyfi nú verið fjölgað úr 25 í 40. Leyfilegt að skera hveljuna Í ár var sú breyting gerð á reglu- gerð um nýtingu afla og aukaafurða að heimilt er að varpa hvelju af grá- sleppu fyrir borð. Þetta er gert til að koma til móts við stöðu á mörkuðum en ekki hefur gengið að selja hvelj- una frá því að heimsfaraldur hófst. „Staðan er þannig að ég er ekki farinn á grásleppu, og ég fer líklega ekki,“ segir Halldór Rúnar Stefáns- son, formaður smábátafélagsins Fonts. Hann segir að ekki fari marg- ir félagsmenn í Fonti á grásleppu í ár. „Sumir ætla að prófa þetta, öðr- um veit ég af sem ætla ekki, bæði út af lélegu verði og vegna þess að Ora mun ekki kaupa grásleppuhrogn í ár. Líklega fer enginn frá Þórshöfn en einhverjir frá Bakkafirði.“ Smábáta- sjómenn á Þórshöfn geta ekki lagt upp hjá Ísfélagi Vestmannaeyja í ár þar sem félagið hefur verið í sam- starfi við Ora. „Það er varla grund- völlur til að fara á grásleppu. Ein- hverjir renna hýru auga til byggðakvóta, þ.e. að leggja grá- sleppuna inn sem mótframlag, annað er ekki að græða á þessu,“ segir Halldór. Eins og staðan var skömmu áður en blaðið fór í prentun voru 38 bátar búnir að landa grásleppu í ár og 84 búnir að virkja leyfi, þar af um helm- ingur á E-svæði sem nær yfir Norð- austurland. Morgunblaðið/Líney Trillur Halldór telur ólíklegt að nokkur muni fara á grásleppu á Þórshöfn. Varla grundvöll- ur fyrir vertíð - Fáir grásleppusjómenn farnir af stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.