Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Hafnarfjörður Kvöldsólin getur verið falleg, ekki bara yfir eldgosinu heldur einnig yfir Hafnarfjarðarhöfn og skipunum þar.
Eggert
Í stjórnarskrá okk-
ar er kveðið svo á að
engan megi svipta
frelsi nema sam-
kvæmt heimild í lög-
um. Þar er síðan að
finna frekari ákvæði
um réttarstöðu manna
gagnvart frelsisskerð-
ingum, m.a. um rétt til
að leita til dómstóla
vegna hennar.
Fyrir liggur að ís-
lensk stjórnvöld hafa
að undanförnu beitt
íslenska ríkisborgara
því valdi að meina
þeim að fara heim til
sín til að „afplána“
sóttkví þar, en skipa
þeim þess í stað að
vistast í „sóttvarna-
húsi“ þann tíma sem
sóttkví varir.
Nokkrir borgarar
hafa ekki viljað una
þessu möglunarlaust
og hafa þeir því borið
þessa valdbeitingu
undir dómstóla. Þar
hafa fengist þær niðurstöður að þetta ofbeldi
standist ekki fyrrgreinda meginreglu.
Aðrir Íslendingar ættu að fagna því að einstakir
samborgarar þeirra skuli ekki sitja þegjandi undir
þessari valdbeitingu og kalla eftir dómsúrlausnum
um að hún standist ekki. Við ættum síðan einnig
að fagna niðurstöðunum, því þær byggjast á því að
hér séu að minnsta kosti að einhverju leyti í gildi
raunveruleg borgaraleg frelsisréttindi sem snerta
grundvöll stjórnskipunar okkar.
Ekki geri ég lítið úr því að gera þurfi ráðstaf-
anir til að hemja veiruskrattann. En menn mega
ekki missa stjórn á hugsunum sínum af því tilefni.
Svo hefur nú brugðið við að hávaðasamar raddir
hafa ekki bara veist að þeim einstaklingum sem
hafa staðið vaktina í þessu heldur einnig að lög-
mönnum þeirra persónulega. Í hópi þeirra sem
svona hafa talað er að finna ýmsa sem fram til
þessa hafa viljað láta líta á sig sem frjálshuga
borgara, sem vilji andæfa ofríki stjórnvalda, þegar
við á.
Það er eins og veiran hafi heltekið þá. Hvað
ætla þeir að gera við prinsippið um frelsi þegar á
að beita þá frelsissviptingum vegna stjórnmála-
skoðana eins og gert er um víða veröldina?
Kannski þeir telji að skoðanafrelsi sé bundið við
„réttar“ skoðanir.
Stundum er þessi blinda kölluð „að sjá ekki
skóginn fyrir trjánum“.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Hvað ætla
þeir að gera
við prinsippið
um frelsi þegar
á að beita þá
frelsissvipt-
ingum vegna
stjórnmálaskoð-
ana eins og gert
er um víða
veröldina?
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Að sjá ekki
skóginn fyrir
trjánum
Gervigreind er sú teg-
und greindar sem léð er
vélum og er ólík mann-
legri greind að því leyti
að hún sýnir hvorki til-
finningar né vitund. Hún
er notuð til að fela vélum
að leysa ýmiss konar
verkefni með sjálf-
stæðum hætti. Þegar
fjallað er um gervigreind
skal forðast að draga
áætlanir um getu hennar
út frá getu mannlegrar greindar. Ný-
lega tilkynntu stjórnvöld að móta
ætti opinbera stefnu um gervigreind
á Íslandi. Þeir sem til þekkja vita að
það er bæði mikilvægt og tímabært.
Óskað var eftir umsögnum í sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Um málefnið
segir þar: „Nú er í vinnslu stefna Ís-
lands um gervigreind. Lýðræðislegar
reglur verða að ráða því hvernig
gervigreind er notuð og tryggja verð-
ur öllum jafnan rétt til að móta þjóð-
félag framtíðarinnar. Með það að leið-
arljósi eru hér settar fram til samráðs
þær grundvallarspurn-
ingar sem stefna Ís-
lands um gervigreind
mun fást við og jafn-
framt fyrstu hug-
myndir um upplegg og
áherslu stefnunnar.“
Álitamál sem tengj-
ast gervigreind
Verkfræðingafélag
Íslands (VFÍ) fagnar
því að fá tækifæri til að
koma ábendingum á
framfæri varðandi
þetta mikilvæga mál-
efni. Í uppleggi að stefnunni er komið
inn á samfélags- og siðferðisleg álita-
mál sem tengjast gervigreind. VFÍ
telur að aðgæta þurfi sérstaklega eft-
irfarandi atriði:
- Leggja verður áherslu á að per-
sónuverndar sé gætt á öllum stigum
við þróun gervigreindarlausna.
- Mikilvægt er að huga vel að
menntun og fræðslu um gervigreind.
- Meta þarf áhrif gervigreindar á
íslenskt atvinnulíf, m.a. þær breyt-
ingar á störfum fólks sem munu
fylgja gervigreind.
Upplegg stefnunnar ber þess
merki að lítið samráð hefur enn verið
haft við atvinnulífið og aðila sem
vinna að þróun gervigreindarlausna.
Mikilvægt er að greina hlutverk
gervigreindar til framtíðar og skýra
hvaða gildi (t.d. um persónuvernd)
skuli höfð að leiðarljósi.
Erfitt getur reynst að tryggja að
þau gildi, sem ákveðið verður að
halda eigi í heiðri, verði höfð í háveg-
um þegar kemur að innleiðingu er-
lendra tæknilausna. Þar má t.d. nefna
samfélagsmiðla, vefverslanir,
streymisveitur og fréttamiðla. Um
hlutverk gervigreindar í íslensku
samfélagi er m.a. hvatt til þess að Ís-
land setji sér markmið um að vera í
fremstu röð þegar kemur að sérþekk-
ingu á sviði gervigreindar. Einnig að
gervigreind verði notuð til að bæta
kennslu á öllum skólastigum. Sér í
lagi til að veita nemendum betri og
hraðari endurgjöf. Markmiðið með
þessu er að auðveldara verði að þróa
einstaklingsmiðaðra nám.
Hvað varðar atvinnulífið og hvað
þurfi til svo það geti að fullu nýtt
gervigreind er í umsögn VFÍ bent á
mörg atriði. Má t.d. nefna að auka
verði framboð af námskeiðum fyrir
tæknimenntað fólk og efla verulega
rannsóknir á þessu sviði. Styðja þurfi
við sprotafyrirtæki með auknu fjár-
magni í Tækniþróunarsjóð sem verði
eyrnamerkt gervigreindarlausnum.
Með skattaafslætti megi laða til
landsins erlenda sérfræðinga sem
eru ein forsenda þess að hægt verði
að byggja upp þekkingu á þessu sviði
á skömmum tíma. Þá er uppbygging
rannsóknarinnviða nauðsynleg en
kostnaður rannsóknarhópa og
sprotafyrirtækja við að þjálfa gervi-
greindarlíkön er umtalsverður. Setja
mætti fjármagn í að opna gögn sem
nota má við þróun gervigreindar-
lausna. Dæmi um slíkt eru sérsmíð-
aðar málheildir fyrir íslensku. Skort-
ur á málheildum er ein af ástæðum
þess að ekki er hægt að þróa gervi-
greindarlausnir fyrir íslensku með
sama hraða og fyrir t.d. ensku.
Gagnrýnin hugsun er mikilvæg
Hér hefur verið stiklað á stóru í
umsögn VFÍ um málefni sem varðar
okkur öll. Við megum ekki líta fram
hjá því að við notum tækni æ meira í
daglegu lífi. Við stöndum frammi fyr-
ir fjórðu iðnbyltingunni þar sem sjálf-
virkni og gervigreind mun hafa af-
gerandi áhrif á allt okkar líf. Þetta
sjáum við nú þegar í því hvernig
gervigreind er notuð til að dreifa fals-
fréttum á samfélagsmiðlum. Skiln-
ingur á tækninni er orðinn horn-
steinn í upplýstri lýðræðisþátttöku
borgaranna. Einnig má nefna notkun
gervigreindar í heilbrigðiskerfinu
hvort sem það er við greiningu sjúk-
dóma eða gerð spálíkana um líkam-
lega og andlega sjúkdóma. Það verð-
ur því sífellt mikilvægara að geta
tekið á móti upplýsingum með gagn-
rýninni hugsun sem byggir á grund-
vallarþekkingu á náttúruvísindum og
tækni.
VFÍ á aðild að norrænum sam-
tökum verkfræðinga, ANE (Associa-
tion of Nordic Engineers). Samtökin
hafa innan sinna vébanda 500 þúsund
verk- og tæknifræðinga. Á sl. árum
hefur ANE lagt mikla vinnu í að móta
stefnu og gera tillögur sem varða sið-
ferði og gervigreind. Í umsögn VFÍ
er vísað til þessara tillagna. Þeim sem
vilja kynna sér umsagnir Verkfræð-
ingafélags Íslands og ítarefni frá
ANE er bent á vef félagsins: www.vfi.is
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur » Skilningur á gervi-
greind er orðinn horn-
steinn í upplýstri lýðræð-
isþátttöku borgaranna.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er formaður
Verkfræðingafélags Íslands.
Mótun stefnu um gervigreind
Margir héldu eflaust að
um snemmbúið aprílgabb
væri að ræða þegar greint
var frá því á síðasta degi
marsmánaðar að þingflokkur
Viðreisnar hefði lagt fram til-
lögu til þingsályktunar um
endurupptöku viðræðna um
aðild að Evrópusambandinu.
Ein helsta hindrunin í vegi
þeirra sem ekkert þrá heitar
en inngöngu Íslands í tolla-
bandalag Evrópusambands-
ins með fullri aðild að sambandinu er samn-
ingurinn um evrópska efnahagssvæðið sem
þjónað hefur hagsmunum Íslands ákaflega vel
í ríflega aldarfjórðung. Kostur EES-
samningsins fyrir okkur Íslendinga felst ekki
síst í því að hann tekur til þess kjarna í sam-
starfi Evrópusambandsríkjanna sem lýtur að
frjálsum viðskiptum með vörur, þjónustu og
fjármagn, sem og frjálsri för fólks, en bindur
ekki hendur okkar þegar kemur að öðrum
samstarfssviðum ESB. Ef EES-samningsins
nyti ekki við ættu sjónarmið þeirra sem ólmir
vilja inn í tollabandalagið greiðari leið að ís-
lensku þjóðinni. Og það er einmitt ástæðan
fyrir því að ESB-sinnar hér á landi hafa með
þaulskipulögðum hætti reynt að grafa undan
EES-samningnum á undanförnum árum.
Aðeins um aukaaðildina
Skýrasta dæmið um rangfærslur í þessu
skyni eru linnulausar fullyrðingar um að við
Íslendingar innleiðum 80-90 prósent af löggjöf
Evrópusambandsins og því gætum við allt
eins verið í Evrópusambandinu og haft þá
„bein áhrif“ á mótun löggjafarinnar. Nýjasta
útfærslan af þessari röksemd er kölluð „auka-
aðild að Evrópusambandinu“ í greinargerð
sem fylgir aprílgabbi Viðreisnar. Það vill
þannig til að á fyrsta ári mínu sem utanríkis-
ráðherra létum við gera úttekt á
þessu. Hún leiddi svart á hvítu í ljós
að frá gildistöku samningsins árið
1994 og til ársloka 2016 þurftum við
Íslendingar að innleiða 13,4% þess
sem Evrópusambandið samþykkti á
sama tímabili. Þetta hlutfall hefur
lítið breyst á síðustu fimm árum.
Því hefur einnig verið haldið fram
að undir EES-samninginn falli öll
helstu málefnasvið ESB og við séum
því eins og áhrifalaust aðildarríki að
sambandinu. Þetta er líka full-
komlega rangt. Mestu skiptir fyrir
okkur að við erum ekki hluti af sam-
eiginlegu sjávarútvegsstefnunni sem enginn
getur lengur mælt bót. Þar fyrir utan erum
við laus við stefnu ESB þegar kemur að land-
búnaði/dreifbýlisþróun, skattamálum, gjald-
miðilssamstarfi, byggðastefnu, réttarvörslu,
dóms- og innanríkismálum, tollabandalagi, ut-
anríkistengslum, öryggis- og varnarmálum,
fjárhagslegu eftirliti, framlagsmálum og
stofnunum. Af 34 köflum ESB-löggjafarinnar
eru tíu kaflar að fullu hluti af EES-samn-
ingnum en þrettán kaflar standa alfarið fyrir
utan.
Linnulausar rangfærslur ESB-sinna víkja
ekki staðreyndum til hliðar. Innganga í ESB
myndi þýða að við tækjum upp 100% af ESB-
gerðum en ekki 13,4%. Innganga í ESB myndi
þýða að allir 34 málaflokkar ESB ættu við um
okkur en ekki einungis þeir sem okkur eru
hagfelldastir. Staðreyndin er sú að við erum
aðilar að sérsniðnum samningi sem hentar ís-
lenskum hagsmunum ákaflega vel og gerir um
leið að verkum að engin þörf er á inngöngu í
tollabandalag ESB-ríkjanna. Gleymum því
ekki að hlutfall tollskrárnúmera sem ekki bera
toll hér er þannig 89,6%, en um 27% í ESB.
Því myndi verð á mörgum vörum og þjónustu
hér á landi hækka við inngöngu í ESB.
Enginn hljóp apríl
Vísað er til þess í áðurnefndri greinargerð
að vegna heimsfaraldurs þurfi Ísland að „nýta
öll möguleg tækifæri sem örvað geta nýsköp-
un, eflt viðskipti og styrkt hagvöxt“. Með aðild
að EES-samningnum njótum við fulls við-
skiptafrelsis með allar vörur nema landbún-
aðarvörur og hluta sjávarafurða á EES-
svæðinu. Samningurinn tryggir okkur bú-
setu-, atvinnu- og námsrétt í öðrum ríkjum
svæðisins og mikil tækifæri eru fyrir Íslend-
inga til að taka þátt í fjölmörgum samstarfs-
verkefnum og það gerum við. Við njótum s.s.
margvíslegs ávinnings af innri markaðnum án
þess að þurfa að axla byrðarnar af ESB-aðild
og þær eru stórfelldar. Ísland er fríverslunar-
þjóð og við höfum fullt frelsi til þess að gera
fríverslunarsamninga við önnur ríki enda er
fríverslunarnet okkar víðfeðmara en net Evr-
ópusambandsins. Hver skyldi annars hinn
mikli hagvöxtur vera á evrusvæðinu? Jú, heil
1,27% árið 2019 og 1,84% 2018!
Í dag býr Ísland hins vegar við þá ákjós-
anlegu stöðu í krafti EES-samningsins að eiga
greiðan aðgang að innri markaði ESB. Við
getum um leið tekið okkar eigin ákvarðanir
um hvernig við viljum móta samskipti okkar
við þau ríki sem standa utan þess. Snemmbúið
aprílgabb Viðreisnar á það sem betur fer sam-
eiginlegt með flestum slíkum blekkingum að
þegar undrunin er liðin hjá þá er yfirleitt
þægileg tilfinning að sjá að veruleikinn og
staðreyndir segja allt aðra sögu.
Snemmbúið aprílgabb Viðreisnar
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
» Staðreyndin er sú að við
eigum aðild að sérsniðnum
samningi sem hentar hags-
munum Íslands afar vel. Eng-
in þörf er á inngöngu í tolla-
bandalag ESB-ríkja.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.