Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Um síðustu áramót lauk aðlögunartíma eft- ir að Bretland gekk formlega úr Evrópu- sambandinu. Frá 1. janúar 2021 gilda evr- ópskar reglur um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjón- ustustarfsemi og fjár- magnsflutninga því ekki lengur milli Bret- lands og ESB – og þar með ekki heldur EES eða Íslands. Óhjákvæmilega fylgja þessu breyt- ingar á viðskiptum gagnvart Bret- landi. En breytingum fylgja jafnan ný tækifæri. Aldalöng saga sam- skipta og viðskipta Íslendinga og Breta og sérstaða þjóðanna innan Evrópu vekur vonir um að þau kafla- skil sem mörkuð voru með útgöngu Breta úr ESB geti eflt viðskipti og samskipti þjóðanna enn frekar. Heimsborgin London London hefur um aldir verið mið- stöð alþjóðlegra viðskipta og er á eft- ir New York langstærsta miðstöð fjármála- og viðskiptalífs í heiminum og tengir saman markaði í Asíu, Evr- ópu og Ameríku. Þá er London samkeppnishæfari en þessar borgir, bæði þar sem hún er aðgengilegri og vegna aldalangrar sögu og rótgróinn- ar menningar um frjáls viðskipti. Tungumál í viðskiptum er enska og helstu bankastofnanir, trygginga- félög og alþjóðlegir fjárfestingasjóðir hafa útibú og starfsemi í London, sem og alþjóðlegar lögmannsstofur og endurskoðunarfyrirtæki. Alþjóðlegir viðskiptasamningar eru gjarnan gerðir að enskri fyrirmynd og undir enskum lögum og heyra undir lögsögu enskra dómstóla. Þeir byggja á langri sögu og mikilli reynslu við að leysa úr viðskiptalegum ágreiningsmálum, auk þess sem í London er að finna eina helstu al- þjóðlegu gerðardóms- stofnunina í heiminum. Einfalt og fljótlegt er að stofna félög í Bretlandi og regluverk er bæði skjótvirkt og gagnsætt. Mikið fram- boð er á sérhæfðu starfsfólki og kostnaður við starfsmannahald er al- mennt hagstæður samanborið við önnur lönd í Vestur-Evrópu. Sam- kvæmt Alþjóðabankanum er breskur vinnumarkaður með þeim sveigjan- legustu í heimi. Í Bretlandi er mikil gróska í frum- kvöðlastarfsemi, svo sem í tækni og listum og er hvergi að finna fleiri sprotafyrirtæki í fjártækni (fintech), kvikmyndaiðnaði og tölvuleikjageir- anum. Margvíslegir styrkir, skatta- hagræði og endurgreiðsla rann- sóknar- og þróunarkostnaðar standa nýsköpunarfyrirtækjum til boða og eftir Brexit hefur Bretland lagt enn meiri áherslu á að laða slík fyrirtæki til landsins. Meðal annars geta ís- lensk nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér slíkar ívilnanir með því að stofna dótturfélög í Bretlandi. Þá er end- urreisn í kjölfar Covid-19-faraldurs- ins þegar hafin í Bretlandi en vegna góðs árangurs við bólusetningar er vonast eftir skjótum viðsnúningi efnahagslífsins. Breskt regluverk í tengslum við fjárhagslega end- urskipulagningu fyrirtækja er afar sveigjanlegt og býður upp á marg- vísleg tækifæri fyrir fjárfesta. London áfram miðstöð viðskiptalífsins í Evrópu Þrátt fyrir útgöngu Breta úr ESB er búist við að London verði áfram miðstöð alþjóðlegra viðskipta og fjár- festinga. Eftir margvíslega byrjunar- örðugleika, einkum í tengslum við inn- og útflutning, er á þessari stundu erf- itt að meta hver raunveruleg áhrif Brexit verða til lengri tíma. Svo stór- um breytingum fylgja þó óneitanlega mikil tækifæri í tengslum við viðskipti beggja vegna Ermarsundsins. Stjórn- völd í Bretlandi hafa til að mynda til- kynnt að aukin áhersla verði lögð á nýsköpun og tengingar við fleiri markaði en bara meginland Evrópu og er búist við því að á næstunni verði kynntir enn frekari hvatar fyrir aðila til að fjárfesta og setja upp starfsemi í Bretlandi. Bretland og London munu áfram laða að hæfileika, fjölbreytni og fjár- magn sem skapa munu tækifæri í þessum suðupotti viðskipta og menn- ingar. Enginn býst við því að Brexit breyti neinu af þessu. Ísland og Bretland Fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í London vegna starfa sinna og náms er á milli 2-3 þúsund og hefur London lengi verið einn vinsælasti áfanga- staður Íslendinga, sem leita þangað til skemmtunar og afþreyingar. Bret- land er helsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og hefur London lengi verið stökkbretti Íslendinga út í hinn stóra heim. Mörg íslensk fyrir- tæki reka starfsemi í Bretlandi, t.d. í tæknigeiranum, sjávarútvegi og fjár- málum, og enn aðrir hafa þar fyrir- svar enda þótt viðskiptin sjálf fari oft fram annars staðar. Fullyrða má að í kjölfar útrásar ís- lensku bankanna og síðar fjármála- hrunsins er meiri þekking hjá fjár- málastofnunum og sjóðum um Ísland og íslensk málefni sem skapað hefur tækifæri fyrir fjölbreyttari fjárfest- ingu alþjóðlegra aðila á Íslandi heldur en áður þar sem áherslan var nær ein- göngu á vaxtamunarviðskipti. Orð- spor Íslendinga og íslenskra fyrir- tækja í viðskiptum í Bretlandi er almennt jákvætt og auðveldara er fyr- ir íslenska aðila að nálgast erlenda fjárfesta með hugmyndir að tækifær- um og á undanförnum árum hafa sér- hæfðir fjárfestingasjóðir komið að ýmsum verkefnum á Íslandi, m.a. á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Með breyttri heimsmynd og auk- inni áherslu á umhverfismál og sjálf- bærni hefur áhugi Breta á Íslandi orð- ið enn meiri. Auk farsællar sölu á norðurljósunum í formi ferðalaga tug- þúsunda breskra ferðamanna til Ís- lands á hverju ári er fyrirsjáanlegt að samstarf ríkjanna á sviði orku-, um- hverfis- og öryggismála muni bara aukast. Hver eru áhrif Brexit fyrir Ísland? Enda þótt áhrif Brexit séu aðeins að takmörkuðu leyti komin fram er nauð- synlegt að skoða hvaða reglur gilda í kjölfar Brexit. Sem dæmi má nefna: - Tollakjör í vöruviðskiptum hald- ast óbreytt samkvæmt bráða- birgðafríverslunarsamningi, sem kemur þó ekki í stað EES en er ætlað að brúa bilið þangað til samið hefur verið um nýjan fríverslunarsamning. - Íslendingar sem hyggjast sækja vinnu í Bretlandi þurfa nú vegabréfs- áritun og að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá atvinnuleyfi, til að mynda gilda reglur um gagnkvæma við- urkenningu á faglegri menntun og hæfi ekki lengur. Áfram er þó hægt að koma í viðskiptaferðir til Bretlands og sem ferðamaður án vegabréfsárit- unar. - Skoða þarf samningsákvæði um lögsögu úrlausnar ágreiningsmála. Val um lögsögu samkvæmt tilskip- ununum sem fjalla um lagaskil innan og utan samninga hefur verið innleitt í bresk lög og mun því gilda áfram. Meiri óvissa ríkir í augnablikinu um gagnkvæma viðurkenningu og fulln- ustu dóma þar sem Bretland er enn ekki formlega aðili að Lúganó- samningnum um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum. Ef Bretlandi verður ekki veitt aðild að Lúganó samningnum, ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að Bretland og Ísland geri með sér í staðinn tvíhliða samning um slíka gagnkvæma við- urkenningu og fullnustu dóma. - Enn er ósamið um framtíðar- skipan fjármálaþjónustu. Þó er ljóst að fjármálafyrirtæki geta ekki lengur sjálfkrafa fengið leyfi til stofnunar útibúa eða þjónustu yfir landamæri á grundvelli tilkynningar (passporting). Sumar reglur gilda áfram, svo sem um fjárfestingastarfsemi á grundvelli tilskipunar um markaði fyrir fjár- málagerninga (MiFID 2) og um fjár- festingasjóði (AIFMD), en aðrar ekki, eins og um greiðsluþjónustu (PSD2) og rafeyri (EMD2). - Evrópskar reglur um persónu- vernd (GDPR) hafa verið innleiddar í bresk lög og gilda óbreyttar reglur um flutning persónuupplýsinga milli Ný tækifæri í Bretlandi eftir Brexit Eftir Gunnar Þór Þórarinsson »Enda þótt áhrif Brexit séu aðeins að takmörkuðu leyti komin fram er nauðsynlegt að skoða hvaða reglur gilda í kjölfar Brexit. Gunnar Þór Þórarinsson Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a SNJALLTÆKJA VIÐGERÐIR Við gerum við alla síma, spjaldtölvur, tölvur og dróna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.